Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. október 2018 12:15 Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson (til vinstri) sögðu sig úr stjórn VÍS í gær vegna trúnaðarbrests. Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir hafði áhuga á því að verða stjórnarformaður í félaginu að nýju en rannsókn á máli hennar hjá embætti héraðssaksóknara, vegna viðskipta með hlutabréf í Skeljungi hf., er ekki lokið. Vísir/Samsett mynd Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórn félagsins í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests og ágreinings um verkaskiptingu innan stjórnar. Tilkynning um úrsögn þeirra barst í kjölfar stjórnarfundar í VÍS í gær en þar var lögð fram tillaga að breyttri verkaskiptingu innan stjórnar sem fól sér að Helga Hlín yrði að nýju varaformaður í stjórn en í hennar stað yrði Valdimar Svavarsson kjörinn formaður. Það var Morgunblaðið sem greindi fyrst frá þessu. Helga Hlín tók við formennsku í stjórn VÍS síðasta sumar þegar Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir sagði sig frá stjórnarformennsku. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti ágreiningur innan stjórnar VÍS rætur sínar í því að Svanhildur Nanna vildi verða stjórnarformaður að nýju í félaginu. Ljóst var að slík tillaga myndi ekki njóta stuðnings meirihluta stjórnar.Til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara Svanhildur Nanna steig til hliðar sem stjórnarformaður hinn 1. júní síðastliðinn og var þá sagt í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands að það væri vegna persónulegra ástæðna. Síðar kom í ljós að raunveruleg ástæða var sú staðreynd að viðskipti Svanhildar Nönnu og eiginmanns hennar, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og er þeirri rannsókn ekki lokið. Í yfirlýsingu þeirra hjóna frá 5. júní síðastliðnum kemur fram að Svanhildur Nanna ætli sér ekki að gegna stjórnarformennsku í VÍS á meðan rannsókn héraðssaksóknara stendur yfir. Ákvörðun um að taka aftur við stjórnarformennsku í félaginu á meðan rannsókn er ólokið hefði því gengið í berhögg við þessa yfirlýsingu. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að eftir umræður í stjórn VÍS í gær hafi verið ljóst að Svanhildur Nanna yrði ekki formaður að nýju en hins vegar hafi meirihluta stjórnar þótt rétt að stjórn skipti með sér verkum og að Helga Hlín myndi hætta sem formaður. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að enginn ágreiningur hafi verið innan stjórnar um stefnu félagsins.Vísir/VÍSVildu stilla upp réttu liðiHvers vegna þurfti að gera breytinar? Hvers vegna vilduð þið að Helga Hlín yrði ekki lengur stjórnarformaður? „Helga Hlín hafði fullan stuðning til að gegna embætti varaformanns og hún var kosin sem slíkur. Stjórn þótti rétt að stilla upp liði sem menn töldu að myndi virka best. Það var skoðun manna og einlæg ósk að Helga Hlín myndi áfram gegn embætti varaformanns en ég kæmi inn sem formaður í staðinn,“ segir Valdimar. En hvers vegna þurfti að gera breytingar? „Það er nú þannig í starfsreglum að stjórn þarf að vera skipuð bæði formanni og varaformanni. Undir þessum kringumstæðum var í raun enginn kosinn formaður af því Svanhildur ætlaði ekki að stíga inn aftur sem formaður og þá þurfti að fara í þessar breytingar.“Er samt ekki rétt að það var ekki stuðningur innan stjórnarinnar við það að Svanhildur Nanna yrði stjórnarformaður að nýju því rannsókn á máli hennar hjá embætti héraðssaksóknara er ekki lokið? „Það er fullur stuðningur við Svanhildi til setu í stjórn. Það var engin afstaða tekin til þess hvort hún ætti að koma inn sem stjórnarformaður eða ekki. Það var hennar ákvörðun að hún vildi ekki gera það með hagsmuni félagsins og síns sjálfs að leiðarljósi.“Var einhver ágreiningur á milli ykkar og Helgu Hlínar um stefnuna sem gerði það að verkum að það þurfti að breyta verkaskiptingu innan stjórnar? „Nei, það var enginn ágreiningur um þessi meginmál sem við höfum verið að vinna að síðustu ár og hefur skilað sér, til dæmis, í mjög góðu uppgjöri félagsins í fyrradag. Það er góður gangur í félaginu. Félagið er að ganga í gegnum miklar breytingar og það hefur verið full samstaða og einhugur um þær. Þetta snýst bara um skiptingu verka og ekkert annað. Það er ekkert persónulegt í því. Þetta snýst bara, eins og ég sagði áðan, um það þegar stillt er upp liði þá stillir fólk upp því liði sem það telur vænlegast til árangurs,“ segir Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði enginn ágreiningur komið upp innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins eða ákvarðanir. Þá ríkti samstaða og einhugur innan stjórnar um stjórnendur félagsins. Virðist ákvörðun um verkaskiptingu aðallega snúast um völd. Meirihluti stjórnar vildi ekki að óháður stjórnarmaður eins og Helga Hlín gegndi embætti stjórnarformennsku í félaginu. Tengdar fréttir Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf 17. október 2018 08:30 Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. Lögmennirnir Helga Hlín Hákonardóttir og Jón Sigurðsson sögðu sig úr stjórn félagsins í gærkvöldi vegna trúnaðarbrests og ágreinings um verkaskiptingu innan stjórnar. Tilkynning um úrsögn þeirra barst í kjölfar stjórnarfundar í VÍS í gær en þar var lögð fram tillaga að breyttri verkaskiptingu innan stjórnar sem fól sér að Helga Hlín yrði að nýju varaformaður í stjórn en í hennar stað yrði Valdimar Svavarsson kjörinn formaður. Það var Morgunblaðið sem greindi fyrst frá þessu. Helga Hlín tók við formennsku í stjórn VÍS síðasta sumar þegar Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir sagði sig frá stjórnarformennsku. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti ágreiningur innan stjórnar VÍS rætur sínar í því að Svanhildur Nanna vildi verða stjórnarformaður að nýju í félaginu. Ljóst var að slík tillaga myndi ekki njóta stuðnings meirihluta stjórnar.Til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara Svanhildur Nanna steig til hliðar sem stjórnarformaður hinn 1. júní síðastliðinn og var þá sagt í tilkynningu VÍS til Kauphallar Íslands að það væri vegna persónulegra ástæðna. Síðar kom í ljós að raunveruleg ástæða var sú staðreynd að viðskipti Svanhildar Nönnu og eiginmanns hennar, Guðmundar Arnar Þórðarsonar, með hlutabréf í Skeljungi og færeyska olíufélaginu P/F Magn eru til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara og er þeirri rannsókn ekki lokið. Í yfirlýsingu þeirra hjóna frá 5. júní síðastliðnum kemur fram að Svanhildur Nanna ætli sér ekki að gegna stjórnarformennsku í VÍS á meðan rannsókn héraðssaksóknara stendur yfir. Ákvörðun um að taka aftur við stjórnarformennsku í félaginu á meðan rannsókn er ólokið hefði því gengið í berhögg við þessa yfirlýsingu. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að eftir umræður í stjórn VÍS í gær hafi verið ljóst að Svanhildur Nanna yrði ekki formaður að nýju en hins vegar hafi meirihluta stjórnar þótt rétt að stjórn skipti með sér verkum og að Helga Hlín myndi hætta sem formaður. Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS, segir að enginn ágreiningur hafi verið innan stjórnar um stefnu félagsins.Vísir/VÍSVildu stilla upp réttu liðiHvers vegna þurfti að gera breytinar? Hvers vegna vilduð þið að Helga Hlín yrði ekki lengur stjórnarformaður? „Helga Hlín hafði fullan stuðning til að gegna embætti varaformanns og hún var kosin sem slíkur. Stjórn þótti rétt að stilla upp liði sem menn töldu að myndi virka best. Það var skoðun manna og einlæg ósk að Helga Hlín myndi áfram gegn embætti varaformanns en ég kæmi inn sem formaður í staðinn,“ segir Valdimar. En hvers vegna þurfti að gera breytingar? „Það er nú þannig í starfsreglum að stjórn þarf að vera skipuð bæði formanni og varaformanni. Undir þessum kringumstæðum var í raun enginn kosinn formaður af því Svanhildur ætlaði ekki að stíga inn aftur sem formaður og þá þurfti að fara í þessar breytingar.“Er samt ekki rétt að það var ekki stuðningur innan stjórnarinnar við það að Svanhildur Nanna yrði stjórnarformaður að nýju því rannsókn á máli hennar hjá embætti héraðssaksóknara er ekki lokið? „Það er fullur stuðningur við Svanhildi til setu í stjórn. Það var engin afstaða tekin til þess hvort hún ætti að koma inn sem stjórnarformaður eða ekki. Það var hennar ákvörðun að hún vildi ekki gera það með hagsmuni félagsins og síns sjálfs að leiðarljósi.“Var einhver ágreiningur á milli ykkar og Helgu Hlínar um stefnuna sem gerði það að verkum að það þurfti að breyta verkaskiptingu innan stjórnar? „Nei, það var enginn ágreiningur um þessi meginmál sem við höfum verið að vinna að síðustu ár og hefur skilað sér, til dæmis, í mjög góðu uppgjöri félagsins í fyrradag. Það er góður gangur í félaginu. Félagið er að ganga í gegnum miklar breytingar og það hefur verið full samstaða og einhugur um þær. Þetta snýst bara um skiptingu verka og ekkert annað. Það er ekkert persónulegt í því. Þetta snýst bara, eins og ég sagði áðan, um það þegar stillt er upp liði þá stillir fólk upp því liði sem það telur vænlegast til árangurs,“ segir Valdimar Svavarsson, nýr stjórnarformaður VÍS. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði enginn ágreiningur komið upp innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins eða ákvarðanir. Þá ríkti samstaða og einhugur innan stjórnar um stjórnendur félagsins. Virðist ákvörðun um verkaskiptingu aðallega snúast um völd. Meirihluti stjórnar vildi ekki að óháður stjórnarmaður eins og Helga Hlín gegndi embætti stjórnarformennsku í félaginu.
Tengdar fréttir Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf 17. október 2018 08:30 Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Félag Svanhildar hagnast um 464 milljónir Félag Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur fjárfestis skilaði ríflega 464 milljóna króna hagnaði í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, K2B fjárfestinga ehf 17. október 2018 08:30
Helga Hlín og Jón segja sig úr stjórn VÍS eftir deilur Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórnarformanni VÍS. 26. október 2018 06:43