Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu í handbolta unnu tíu marka sigur á Eistlandi í kvöld, 35-25.
Leikurinn í kvöld var liður í undankeppni EM 2020 en Erlingur tók við hollenska liðinu í október síðastliðnum. Auk þess þjálfar hann ÍBV í Olís-deildinni.
Erlingur og lærisveinar voru 17-10 yfir í hálfeik og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Munurinn varð svo að endingu tíu mörk.
Auk Hollands og Eistlands eru Slóvenía og Lettland í riðlinum en Hollendingar spila við Letta á sunnudaginn. Slóvenar unnu sex marka sigur á Lettum í gær.
Lærisveinar Erlings byrjuðu á tíu marka sigri
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
