Gummi Gumm: Ungu mennirnir stóðu sig mjög vel Benedikt Grétarsson skrifar 24. október 2018 22:24 Guðmundur var ánægður maður í kvöld. vísir/daníel Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var nokkuð sáttur eftir öruggan sigur Íslands gegn Grikklandi í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 35-21 og Ísland hefur þar með fengið tvö stig í undankeppni EM 2020. „Ég er mjög sáttur við leikinn og hvernig hann þróaðist. Ég var samt ekki sáttur við fyrstu 15 mínúturnar í leiknum. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum ekki alveg í jafnvægi varnarlega. Sóknarleikurinn var góður allan tímann, við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara mjög gott.“ Guðmundur þurfti að fara yfir nokkra hluti eftir fyrri hálfleikinn, sem var ekki nægjanlega góður hjá íslenska liðinu. „Við töluðum bara vel saman í hálfleik og fórum vel yfir hvað mætti laga. Vörnin var miklu betri í seinni hálfleik og þeir skora bara átta mörk á okkur. Það var til fyrirmyndar og það var sérstaklega gaman að geta notað allt liðið. Það eru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og þeir settu allir sitt mark á leikinn og stóðu sig mjög vel.“ Dómarar leiksins voru ansi flautuglaðir og ráku menn af velli samtals 16 sinnum. Grikkir fuku af velli 10 sinnum og Íslendingar sex sinnum. „Svona er þetta bara stundum. Það er oft mjög mismunandi lína sem lögð er af dómurum. Nú voru þeir t.d. mjög grimmir í brottvísunum og við vissum ekki alveg af hverju við fukum út af. Svona er þetta bara stundum og þá þarf bara að aðlaga sig að því.“ En hvað vita menn um næsta andstæðing, Tyrki? „Við vitum meira um Tyrkina og það er sterkari andstæðingur en Grikkir. Þeir eru líkamlega sterkir ,með meiri reynslu og bara stórhættulegur andstæðingur á sínum erfiða heimavelli. Áhorfendur styðja vel við bakið á þeim og þetta verður ekki auðvelt verkefni,“ sagði Guðmundur að lokum. EM 2020 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson var nokkuð sáttur eftir öruggan sigur Íslands gegn Grikklandi í Laugardalshöll. Lokatölur urðu 35-21 og Ísland hefur þar með fengið tvö stig í undankeppni EM 2020. „Ég er mjög sáttur við leikinn og hvernig hann þróaðist. Ég var samt ekki sáttur við fyrstu 15 mínúturnar í leiknum. Varnarleikurinn var ekki nógu góður og við vorum ekki alveg í jafnvægi varnarlega. Sóknarleikurinn var góður allan tímann, við skorum 17 mörk í fyrri hálfleik og það er bara mjög gott.“ Guðmundur þurfti að fara yfir nokkra hluti eftir fyrri hálfleikinn, sem var ekki nægjanlega góður hjá íslenska liðinu. „Við töluðum bara vel saman í hálfleik og fórum vel yfir hvað mætti laga. Vörnin var miklu betri í seinni hálfleik og þeir skora bara átta mörk á okkur. Það var til fyrirmyndar og það var sérstaklega gaman að geta notað allt liðið. Það eru margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref í landsliðinu og þeir settu allir sitt mark á leikinn og stóðu sig mjög vel.“ Dómarar leiksins voru ansi flautuglaðir og ráku menn af velli samtals 16 sinnum. Grikkir fuku af velli 10 sinnum og Íslendingar sex sinnum. „Svona er þetta bara stundum. Það er oft mjög mismunandi lína sem lögð er af dómurum. Nú voru þeir t.d. mjög grimmir í brottvísunum og við vissum ekki alveg af hverju við fukum út af. Svona er þetta bara stundum og þá þarf bara að aðlaga sig að því.“ En hvað vita menn um næsta andstæðing, Tyrki? „Við vitum meira um Tyrkina og það er sterkari andstæðingur en Grikkir. Þeir eru líkamlega sterkir ,með meiri reynslu og bara stórhættulegur andstæðingur á sínum erfiða heimavelli. Áhorfendur styðja vel við bakið á þeim og þetta verður ekki auðvelt verkefni,“ sagði Guðmundur að lokum.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn