Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. október 2018 08:00 Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. myndir/Nordicphotos/AFP Upp komst um sendingu bréfsprengja til nokkurra háttsettra Demókrata í Bandaríkjunum í gær auk fjölmiðilsins CNN. Málið hefur vakið óhug í Bandaríkjunum og kjörnir fulltrúar fordæma verknaðinn. Árásartilraunirnar hafa verið settar í samhengi við ítrekaðar árásir Repúblikana gegn Demókrötunum og CNN. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásartilraununum. Starfsmenn leyniþjónustustofnunarinnar sem gætir öryggis forseta Bandaríkjanna (e. Secret Service) sögðu í gær frá því að sprengjur hefðu verið sendar á heimili Obama-fjölskyldunnar í Washington og á heimili Clinton-hjónanna í New York í gær og í fyrradag. Virk sprengja, auk dularfulls hvíts dufts, var send á fréttastofu CNN í New York sem er til húsa í Time Warner Center. Sprengjan fannst í póstherberginu og gerðu starfsmenn þar öryggisgæslu viðvart. Sprengjan var stíluð á John Brennan, fyrrverandi yfirmann leyniþjónustunnar CIA, sem hefur verið tíður gestur á CNN.Einnig fannst sprengja á skrifstofu Demókratans Debbie Wasserman Schultz, sem áður gegndi formennsku í miðstjórn flokksins, í Flórída. Skrifstofan var rýmd í kjölfarið. Annar grunsamlegur pakki fannst í Maryland þar sem póstur til þingmanna er flokkaður og rannsakaður. Sá pakki var ætlaður þingmanninum Maxine Waters. Sams konar mál kom upp í úthverfi New York á mánudaginn er sprengja fannst í póstkassa hins frjálslynda milljarðamærings George Soros, sem stutt hefur Demókrata. Yfirmaður rannsóknarinnar á árásunum sagði á blaðamannafundi í gær að talið væri að málin tengdust. Um væri að ræða rörsprengjur. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði svo á blaðamannafundi fyrir utan Time Warner Center að grunsamlegur pakki hefði verið sendur á skrifstofu hans. Í ljós kom að um gervisprengju var að ræða og er sendingin ekki talin tengd hinum.Vísir/EPAAllir pakkarnir áttu það sameiginlegt að á þeim stóð að þeir skyldu endursendast til Debbie Wasserman Schultz. Pakkinn sem fannst á skrifstofu Schultz átti sum sé ekki að fara þangað heldur til Erics Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en rangt heimilisfang var skrifað á pakkann. Þá var einnig greint frá því að pakkinn sem sendur var Soros hefði, öfugt við hina, verið settur í póstkassa hans en ekki sendur með pósti. Að auki sagði Jake Tapper, fréttamaður á CNN, að þar sem sprengjurnar hefðu verið virkar væri ljóst að ætlun árásarmannsins hefði verið að fremja fjöldamorð. Bent hefur verið á, meðal annars í umfjöllun The New York Times, að Repúblikanar, og þá sérstaklega forsetinn, hafa beint sjónum sínum að öllum skotmörkum sprengjusendinganna. Trump hefur til að mynda kallað Hillary Clinton spillta, Bill Clinton kynferðisofbeldismann, sagt Soros stýra komu ólöglegra innflytjenda til landsins, Obama ljúga um fæðingarstað sinn, krafist þess að Schultz verði fangelsuð og kallað CNN „þjóðaróvin“.Hafa margir því kennt forsetanum um að hafa skapað svo sundrað andrúmsloft í Bandaríkjunum að ódæðisverk sem þessi þrífast. Þannig sagði Alexander Soros, sonur George, að með tilkomu Trumps í stjórnmálin hefði landslagið breyst. Hvítir þjóðernishyggjumenn og gyðingahatarar hefðu stigið fram og hatur í garð andstæðinga í stjórnmálum aukist. Hillary Clinton sagði í ræðu á fjáröflun í Flórída fyrir komandi þingkosningar að hún væri afar þakklát leyniþjónustunni. „En þetta eru uggvænlegir tímar, er það ekki? Og á þessum tímum er bandarískt samfélag sundrað. Við verðum að gera allt sem við getum til að sameina það á ný. Við verðum líka að kjósa frambjóðendur sem vilja berjast fyrir þessu sama markmiði.“ Donald Trump fordæmdi árásirnar líkt og aðrir Repúblikanar. Í ávarpi í gær sagði hann alríkisrannsókn hafna á málinu. Ríkisstjórnin myndi rannsaka málið af fullum þunga og „draga þá sem bera ábyrgð á þessum fyrirlitlegu gjörðum til ábyrgðar“. Aukinheldur sagði forsetinn að bandarískt samfélag þyrfti að standa saman á tímum sem þessum. Pólitískt ofbeldi væri ekki liðið í Bandaríkjunum. Tala um falskan fána Hörðustu stuðningsmenn forsetans, svokallaða hitt hægrið (e. alt-right), voru ekki sannfærðir um að raunveruleg hætta hefði verið á ferðum. Á spjallborði tileinkuðu forsetanum á Reddit mátti lesa samsæriskenningar um að Hillary Clinton, Soros eða Demókratar hefðu sjálfir skipulagt árásirnar til þess að láta Repúblikana líta illa út nú þegar tæpar tvær vikur eru til þingkosninga. Sams konar kenningar mátti lesa á Twitter. Þar sagði Michael Flynn yngri, sonur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps sem hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni vegna Rússarannsóknarinnar, að tímasetningin væri grunsamleg. „Þetta gæti verið versta pólitíska bellibragð sem ég hef séð á ævinni,“ tísti Flynn áður en hann eyddi tístinu og sagðist ekki vita hvort um „falskan fána“ væri að ræða. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Upp komst um sendingu bréfsprengja til nokkurra háttsettra Demókrata í Bandaríkjunum í gær auk fjölmiðilsins CNN. Málið hefur vakið óhug í Bandaríkjunum og kjörnir fulltrúar fordæma verknaðinn. Árásartilraunirnar hafa verið settar í samhengi við ítrekaðar árásir Repúblikana gegn Demókrötunum og CNN. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásartilraununum. Starfsmenn leyniþjónustustofnunarinnar sem gætir öryggis forseta Bandaríkjanna (e. Secret Service) sögðu í gær frá því að sprengjur hefðu verið sendar á heimili Obama-fjölskyldunnar í Washington og á heimili Clinton-hjónanna í New York í gær og í fyrradag. Virk sprengja, auk dularfulls hvíts dufts, var send á fréttastofu CNN í New York sem er til húsa í Time Warner Center. Sprengjan fannst í póstherberginu og gerðu starfsmenn þar öryggisgæslu viðvart. Sprengjan var stíluð á John Brennan, fyrrverandi yfirmann leyniþjónustunnar CIA, sem hefur verið tíður gestur á CNN.Einnig fannst sprengja á skrifstofu Demókratans Debbie Wasserman Schultz, sem áður gegndi formennsku í miðstjórn flokksins, í Flórída. Skrifstofan var rýmd í kjölfarið. Annar grunsamlegur pakki fannst í Maryland þar sem póstur til þingmanna er flokkaður og rannsakaður. Sá pakki var ætlaður þingmanninum Maxine Waters. Sams konar mál kom upp í úthverfi New York á mánudaginn er sprengja fannst í póstkassa hins frjálslynda milljarðamærings George Soros, sem stutt hefur Demókrata. Yfirmaður rannsóknarinnar á árásunum sagði á blaðamannafundi í gær að talið væri að málin tengdust. Um væri að ræða rörsprengjur. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði svo á blaðamannafundi fyrir utan Time Warner Center að grunsamlegur pakki hefði verið sendur á skrifstofu hans. Í ljós kom að um gervisprengju var að ræða og er sendingin ekki talin tengd hinum.Vísir/EPAAllir pakkarnir áttu það sameiginlegt að á þeim stóð að þeir skyldu endursendast til Debbie Wasserman Schultz. Pakkinn sem fannst á skrifstofu Schultz átti sum sé ekki að fara þangað heldur til Erics Holder, fyrrverandi dómsmálaráðherra, en rangt heimilisfang var skrifað á pakkann. Þá var einnig greint frá því að pakkinn sem sendur var Soros hefði, öfugt við hina, verið settur í póstkassa hans en ekki sendur með pósti. Að auki sagði Jake Tapper, fréttamaður á CNN, að þar sem sprengjurnar hefðu verið virkar væri ljóst að ætlun árásarmannsins hefði verið að fremja fjöldamorð. Bent hefur verið á, meðal annars í umfjöllun The New York Times, að Repúblikanar, og þá sérstaklega forsetinn, hafa beint sjónum sínum að öllum skotmörkum sprengjusendinganna. Trump hefur til að mynda kallað Hillary Clinton spillta, Bill Clinton kynferðisofbeldismann, sagt Soros stýra komu ólöglegra innflytjenda til landsins, Obama ljúga um fæðingarstað sinn, krafist þess að Schultz verði fangelsuð og kallað CNN „þjóðaróvin“.Hafa margir því kennt forsetanum um að hafa skapað svo sundrað andrúmsloft í Bandaríkjunum að ódæðisverk sem þessi þrífast. Þannig sagði Alexander Soros, sonur George, að með tilkomu Trumps í stjórnmálin hefði landslagið breyst. Hvítir þjóðernishyggjumenn og gyðingahatarar hefðu stigið fram og hatur í garð andstæðinga í stjórnmálum aukist. Hillary Clinton sagði í ræðu á fjáröflun í Flórída fyrir komandi þingkosningar að hún væri afar þakklát leyniþjónustunni. „En þetta eru uggvænlegir tímar, er það ekki? Og á þessum tímum er bandarískt samfélag sundrað. Við verðum að gera allt sem við getum til að sameina það á ný. Við verðum líka að kjósa frambjóðendur sem vilja berjast fyrir þessu sama markmiði.“ Donald Trump fordæmdi árásirnar líkt og aðrir Repúblikanar. Í ávarpi í gær sagði hann alríkisrannsókn hafna á málinu. Ríkisstjórnin myndi rannsaka málið af fullum þunga og „draga þá sem bera ábyrgð á þessum fyrirlitlegu gjörðum til ábyrgðar“. Aukinheldur sagði forsetinn að bandarískt samfélag þyrfti að standa saman á tímum sem þessum. Pólitískt ofbeldi væri ekki liðið í Bandaríkjunum. Tala um falskan fána Hörðustu stuðningsmenn forsetans, svokallaða hitt hægrið (e. alt-right), voru ekki sannfærðir um að raunveruleg hætta hefði verið á ferðum. Á spjallborði tileinkuðu forsetanum á Reddit mátti lesa samsæriskenningar um að Hillary Clinton, Soros eða Demókratar hefðu sjálfir skipulagt árásirnar til þess að láta Repúblikana líta illa út nú þegar tæpar tvær vikur eru til þingkosninga. Sams konar kenningar mátti lesa á Twitter. Þar sagði Michael Flynn yngri, sonur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps sem hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni vegna Rússarannsóknarinnar, að tímasetningin væri grunsamleg. „Þetta gæti verið versta pólitíska bellibragð sem ég hef séð á ævinni,“ tísti Flynn áður en hann eyddi tístinu og sagðist ekki vita hvort um „falskan fána“ væri að ræða.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00