Vilja auka hlutafé um 960 milljónir til að fjármagna kaupin Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 09:56 Kaupin á WOW verða í forgrunni á hlutahafafundi Icelandair í lok mánaðarins. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. Fundurinn mun fara fram þann 30. nóvember næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica og verða þrjú mál á efnisskránni, sem fela meðal annars í sér heimild til að auka hlutafé Icelandair um næstum milljarð króna að nafnvirði til að fjármagna kaupin. Í tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í gærkvöldi er fyrirhuguð dagskrá hluthafafundarins kynnt í þremur liðum: Sú fyrsta er tillaga um samþykki hluthafafundar á kaupum félagsins á öllu hlutafé WOW air hf. Þrátt fyrir að Icelandair hafi undirritað kaupsamning eru viðskiptin háð samþykki hluthafafundar félagsins. Eðli málsins samkvæmt verður því lögð fram tillaga á fundinum um samþykki hluthafanna. Annað mál á dagskrá er tillaga um að stjórn Icelandair Group fái heimild til að auka hlutafé í félaginu um næstum 335 milljónir króna að nafnvirði „með áskrift nýrra hluta“ í félaginu. Útboðsgengið mun koma til með að ráðast af kaupsamningi WOW og Icelandair. Þriðji og síðasti dagskrárliðurinn lýtur að því að veita stjórn Icelandair Group heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 625 milljónir króna og selja í útboði. Stefnt er að því að hlutirnir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim aðilum til kaups sem eru hluthafar í félaginu í dagslok 30. nóvember næstkomandi, daginn sem hluthafafundurinn fer fram. Fallist hluthafafundurinn á tillögurnar þrjár mun hlutafjáraukningin vegna kaupa Icelandair á WOW því nema um 960 milljónum króna. Ef og þegar samþykki fundarins liggur fyrir þarf eftir sem áður samþykki Samkeppniseftirlitsins sem og niðurstöðu úr áreiðanleikakönnun til að kaupin gangi í gegn. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Icelandair Group vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á WOW Air. Fundurinn mun fara fram þann 30. nóvember næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica og verða þrjú mál á efnisskránni, sem fela meðal annars í sér heimild til að auka hlutafé Icelandair um næstum milljarð króna að nafnvirði til að fjármagna kaupin. Í tilkynningu sem Icelandair sendi til Kauphallarinnar í gærkvöldi er fyrirhuguð dagskrá hluthafafundarins kynnt í þremur liðum: Sú fyrsta er tillaga um samþykki hluthafafundar á kaupum félagsins á öllu hlutafé WOW air hf. Þrátt fyrir að Icelandair hafi undirritað kaupsamning eru viðskiptin háð samþykki hluthafafundar félagsins. Eðli málsins samkvæmt verður því lögð fram tillaga á fundinum um samþykki hluthafanna. Annað mál á dagskrá er tillaga um að stjórn Icelandair Group fái heimild til að auka hlutafé í félaginu um næstum 335 milljónir króna að nafnvirði „með áskrift nýrra hluta“ í félaginu. Útboðsgengið mun koma til með að ráðast af kaupsamningi WOW og Icelandair. Þriðji og síðasti dagskrárliðurinn lýtur að því að veita stjórn Icelandair Group heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að 625 milljónir króna og selja í útboði. Stefnt er að því að hlutirnir, að hluta eða öllu leyti, verði boðnir þeim aðilum til kaups sem eru hluthafar í félaginu í dagslok 30. nóvember næstkomandi, daginn sem hluthafafundurinn fer fram. Fallist hluthafafundurinn á tillögurnar þrjár mun hlutafjáraukningin vegna kaupa Icelandair á WOW því nema um 960 milljónum króna. Ef og þegar samþykki fundarins liggur fyrir þarf eftir sem áður samþykki Samkeppniseftirlitsins sem og niðurstöðu úr áreiðanleikakönnun til að kaupin gangi í gegn.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Sjá meira
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30