Bjóðum börnin velkomin Gunnlaugur Stefánsson skrifar 9. nóvember 2018 10:00 Sjálfsákvörðunarréttur er léttvægur, ef einstaklingur neyðist til að taka afdrifaríka ákvörðun gegn vilja sínum vegna aðstæðna á annarra valdi. Nú hefur verið upplýst, að meginrökin fyrir því að lengja frest til að framkvæma fóstureyðingu séu að gefa verðandi foreldrum meira svigrúm til að komast hjá að eignast fatlað barn. Fyrir liggur að fjölda fóstra hefur verið eytt vegna líkinda á fötlun. Það hefur sparað ríkissjóði mikla fjármuni af því að það kostar umtalsvert fyrir opinbera þjónustu að taka þátt í uppeldi fatlaðs barns. Gæti verið að fóstureyðingar hafi reynst afkastamesta sparnaðar- og hagræðingaraðgerð sem beitt hefur verið í heilbrigðis- og velferðarkerfinu? Því verður samt ekki trúað, að fyrirætlan stjórnvalda að lengja frestinn, og þar með að fækka fæðingum fatlaðra barna, sé m.a. fram borin í hagræðingarskyni fyrir ríkissjóð. Hitt liggur fyrir, þegar fóstureyðingar voru lögleiddar fyrir 43 árum, þá var marglýst yfir, að fóstureyðing væri neyðarúrræði. Stjórnmálamenn hétu að leggja sig fram um að bæta félagslegar aðstæður fólks, búa betur að fötluðum og útrýma fátækt, – m.a. til að draga úr félagslegum þrýstingi á sjálfsákvörðunarrétt verðandi foreldra til að eyða fóstri. Erum við enn í sömu sporum? Við höfum notið tækniframfara og þægindabyltinga á flestum sviðum. Dugar það til að taka sjálfsákvörðunarréttinn út úr öllu samhengi aðstæðna svo gildi í einhverju tómarúmi? Samt eru það enn félagslegar aðstæður sem ráða mestu í ákvörðun um fóstureyðingu. Þá svífur yfir umræðunni þessi kvíði og ótti við að eignast fatlað barn og ala upp. Gildir enn, að það sé svo erfitt, dýrt og bindandi að ala upp fatlað barn, að ekki sé á nokkurn mann leggjandi? Víst eru í húfi viðkvæmar aðstæður sem verður að sýna nærgætni og virða við ákvörðun um fóstureyðingu. Við dæmum heldur ekki fólkið sem gengur í gegnum erfiða reynslu fóstureyðingar og á að njóta stuðnings og umhyggju. En við verðum líka að beina sjónum að félagslegum aðstæðum, ekki síst fatlaðra og þörfinni á að gera betur í að hlúa að þeim eins og frekast má. Þar gegna stjórnvöld stóru hlutverki og bera mikla ábyrgð, – og ættu að hafa talsvert fjárhagslegt svigrúm til þess í ljósi sparnaðarins með fóstureyðingum í 43 ár. Ég þekki, að það fylgir álag á foreldra og fjölskyldu að ala upp fatlað barn, en er líka samofið í hamingju og lífsgleði, – nema helst í samskiptum við velferðarkerfið. Þar geta múrar og veggir verið háir og illkleifir. Það liggur stundum við, að sú hugsun hvarfli að mér, að hin opinberu skilaboð séu: „Barnið er á þína ábyrgð samkvæmt sjálfsákvörðunarrétti þínum og kemur okkur ekki við.“ Bjóðum börnin velkomin í heiminn og leggjum allt af mörkum í okkar valdi svo það megi verða. Það er kjarni málsins og þá fyrst er sjálfsákvörðunarréttur verðandi foreldra í gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Sjálfsákvörðunarréttur er léttvægur, ef einstaklingur neyðist til að taka afdrifaríka ákvörðun gegn vilja sínum vegna aðstæðna á annarra valdi. Nú hefur verið upplýst, að meginrökin fyrir því að lengja frest til að framkvæma fóstureyðingu séu að gefa verðandi foreldrum meira svigrúm til að komast hjá að eignast fatlað barn. Fyrir liggur að fjölda fóstra hefur verið eytt vegna líkinda á fötlun. Það hefur sparað ríkissjóði mikla fjármuni af því að það kostar umtalsvert fyrir opinbera þjónustu að taka þátt í uppeldi fatlaðs barns. Gæti verið að fóstureyðingar hafi reynst afkastamesta sparnaðar- og hagræðingaraðgerð sem beitt hefur verið í heilbrigðis- og velferðarkerfinu? Því verður samt ekki trúað, að fyrirætlan stjórnvalda að lengja frestinn, og þar með að fækka fæðingum fatlaðra barna, sé m.a. fram borin í hagræðingarskyni fyrir ríkissjóð. Hitt liggur fyrir, þegar fóstureyðingar voru lögleiddar fyrir 43 árum, þá var marglýst yfir, að fóstureyðing væri neyðarúrræði. Stjórnmálamenn hétu að leggja sig fram um að bæta félagslegar aðstæður fólks, búa betur að fötluðum og útrýma fátækt, – m.a. til að draga úr félagslegum þrýstingi á sjálfsákvörðunarrétt verðandi foreldra til að eyða fóstri. Erum við enn í sömu sporum? Við höfum notið tækniframfara og þægindabyltinga á flestum sviðum. Dugar það til að taka sjálfsákvörðunarréttinn út úr öllu samhengi aðstæðna svo gildi í einhverju tómarúmi? Samt eru það enn félagslegar aðstæður sem ráða mestu í ákvörðun um fóstureyðingu. Þá svífur yfir umræðunni þessi kvíði og ótti við að eignast fatlað barn og ala upp. Gildir enn, að það sé svo erfitt, dýrt og bindandi að ala upp fatlað barn, að ekki sé á nokkurn mann leggjandi? Víst eru í húfi viðkvæmar aðstæður sem verður að sýna nærgætni og virða við ákvörðun um fóstureyðingu. Við dæmum heldur ekki fólkið sem gengur í gegnum erfiða reynslu fóstureyðingar og á að njóta stuðnings og umhyggju. En við verðum líka að beina sjónum að félagslegum aðstæðum, ekki síst fatlaðra og þörfinni á að gera betur í að hlúa að þeim eins og frekast má. Þar gegna stjórnvöld stóru hlutverki og bera mikla ábyrgð, – og ættu að hafa talsvert fjárhagslegt svigrúm til þess í ljósi sparnaðarins með fóstureyðingum í 43 ár. Ég þekki, að það fylgir álag á foreldra og fjölskyldu að ala upp fatlað barn, en er líka samofið í hamingju og lífsgleði, – nema helst í samskiptum við velferðarkerfið. Þar geta múrar og veggir verið háir og illkleifir. Það liggur stundum við, að sú hugsun hvarfli að mér, að hin opinberu skilaboð séu: „Barnið er á þína ábyrgð samkvæmt sjálfsákvörðunarrétti þínum og kemur okkur ekki við.“ Bjóðum börnin velkomin í heiminn og leggjum allt af mörkum í okkar valdi svo það megi verða. Það er kjarni málsins og þá fyrst er sjálfsákvörðunarréttur verðandi foreldra í gildi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar