Valdafíkn og níð Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Margt hefur breyst til hins betra þegar kemur að eineltismálum, sérstaklega hjá börnum. Vitundarvakning hefur aukist og skilningur er víðtækari en fyrr. Vinna gegn einelti á vinnustöðum virðist þó vera skemur á veg komin. Einelti á sér oft grunn í fordómum t.d. vegna skoðana, útlits, kynhneigðar, fötlunar eða annarra persónubundinna eða félagslegra aðstæðna. Almennt er viðurkennt að ef ekki tekst að stöðva einelti getur skaðinn orðið djúpstæður og langvinnur. Sá sem beittur er einelti á vinnustað veit að hann þarf að upplýsa um það ef því á að linna. Einelti hættir sjaldnast af sjálfu sér. Þegar einelti eða áreitni er upplýst er það í höndum yfirmannsins hvort tekið verði á málinu af faglegum og sanngjörnum hætti. En það er ekki öllum gefið að vera góður yfirmaður þótt margir séu vissulega til fyrirmyndar. Ef yfirmaðurinn sjálfur er gerandinn þarf vart að spyrja að leikslokum. Meðal þess sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti er „valdafíkn“ og misnotar hann valdið í þeim tilgangi að stjórna líðan starfsmanna, valda ótta og óöryggi. Sá sem beitir valdníðslu býr oftast einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Hér má nefna skapsveiflur, pirring og reiðiköst sem viðbrögð við mótbyr og gagnrýni. Neikvæð framkoma og hegðun er oftast drifin áfram af minnimáttarkennd og slakri sjálfsmynd sem hvort tveggja má alla jafna rekja til flókins samspils persónueinkenna og félagslegra þátta. Einelti og áreitni hafa tekið á sig nýjar víddir á netinu og samfélagsmiðlum. Þar er kjörinn vettvangur fyrir þann sem vill skaða og meiða aðra á grundvelli skoðana eða persónulegra þátta. Í athugasemdakerfum sem einstaka fjölmiðlar bjóða upp á er að finna dágóðan hóp fólks sem finnur hvötum sínum farveg við að níða skóinn af öðrum og jafnvel leggja í einelti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Margt hefur breyst til hins betra þegar kemur að eineltismálum, sérstaklega hjá börnum. Vitundarvakning hefur aukist og skilningur er víðtækari en fyrr. Vinna gegn einelti á vinnustöðum virðist þó vera skemur á veg komin. Einelti á sér oft grunn í fordómum t.d. vegna skoðana, útlits, kynhneigðar, fötlunar eða annarra persónubundinna eða félagslegra aðstæðna. Almennt er viðurkennt að ef ekki tekst að stöðva einelti getur skaðinn orðið djúpstæður og langvinnur. Sá sem beittur er einelti á vinnustað veit að hann þarf að upplýsa um það ef því á að linna. Einelti hættir sjaldnast af sjálfu sér. Þegar einelti eða áreitni er upplýst er það í höndum yfirmannsins hvort tekið verði á málinu af faglegum og sanngjörnum hætti. En það er ekki öllum gefið að vera góður yfirmaður þótt margir séu vissulega til fyrirmyndar. Ef yfirmaðurinn sjálfur er gerandinn þarf vart að spyrja að leikslokum. Meðal þess sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti er „valdafíkn“ og misnotar hann valdið í þeim tilgangi að stjórna líðan starfsmanna, valda ótta og óöryggi. Sá sem beitir valdníðslu býr oftast einnig yfir öðrum neikvæðum skapgerðareinkennum sem birtast í samskiptum við aðra. Hér má nefna skapsveiflur, pirring og reiðiköst sem viðbrögð við mótbyr og gagnrýni. Neikvæð framkoma og hegðun er oftast drifin áfram af minnimáttarkennd og slakri sjálfsmynd sem hvort tveggja má alla jafna rekja til flókins samspils persónueinkenna og félagslegra þátta. Einelti og áreitni hafa tekið á sig nýjar víddir á netinu og samfélagsmiðlum. Þar er kjörinn vettvangur fyrir þann sem vill skaða og meiða aðra á grundvelli skoðana eða persónulegra þátta. Í athugasemdakerfum sem einstaka fjölmiðlar bjóða upp á er að finna dágóðan hóp fólks sem finnur hvötum sínum farveg við að níða skóinn af öðrum og jafnvel leggja í einelti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar