Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 08:38 Repúblikaninn Marsha Blackburn er fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar fyrir hönd Tennessee. Vísir/AP Þrátt fyrir að demókratar hafi unnið sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings unnu repúblikanar á í öldungadeildinni, þökk sé frambjóðendum í lykilríkjum sem hafa bundið trúss sitt við Donald Trump forseta. Demókratar áttu í vök að verjast í öldungadeildinni þar sem kosið var í mun fleiri ríkjum sitjandi þingmanna þeirra en repúblikana. Kosningaspár höfðu gefið repúblikönum um 80% líkur á að halda meirihluta sínum í deildinni og góðar líkur á að bæta við hann. Þær spár virðast hafa gengið eftir að mestu leyti. Eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni en þeir höfðu áður aðeins eins manns meirihluta. Þrír demókratar í ríkjum sem kusu Trump sem forseta og þóttu valtir í sessi töpuðu allir. Þannig tapaði Heidi Heitkamp fyrir Kevin Cramer í Norður-Dakóta, Claire McCaskill fyrir Josh Hawley í Missouri og Joe Donelly fyrir Mike Braun í Indíana. Allir eru repúblikanarnir einarðir stuðningsmenn Trump forseta. Tapið þýðir að nær engir íhaldssamir demókratar verða eftir í öldungadeildinni fyrir utan Joe Manchin, þingmann Vestur-Virginíu, sem náði endurkjöri. Hann var eini þingmaður demókrata sem greiddi atkvæði með umdeildri skipun Bretts Kavanaugh sem hæstaréttardómara í haust. Á Flórída misstu demókratar einnig þingsæti þegar Bill Nelson, öldungadeildarþingmaður flokksins, tapaði fyrir Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóra ríkisins. Í Tennessee varð Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, fyrsta konan til að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður ríkisins.Örlög demókrata í öldungadeildinni ultu á því að þingmenn eins og Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta næðu að verja sæti sín. Demókratar töpuðu öllum sætunum þar sem þeir áttu í vök að verjast.Vísir/APBaktrygging gegn mögulegri ákæru fulltrúadeildarinnar Repúblikanar töpuðu einu sæti í Nevada þegar Dean Heller viðurkenndi ósigur gegn Jacky Rosen, frambjóðanda demókrata. Úrslit liggja enn ekki fyrir í Arizona þar sem demókratinn Kyrsten Sinema og repúblikaninn Martha McSally takast á. Sú kosning er sögð nær hnífjöfn. Demókratar höfðu bundið miklar vonir við óvæntan sigur Beto O‘Rourke í baráttu gegn Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni repúblikana, í Texas þrátt fyrir að kannanir hafi bent til nokkuð öruggs sigurs Cruz. Cruz hafði á endanum sigur. Stjórnmálaskýrendur hafa þó tengt framboð O‘Rourke við góðan árangur demókrata í kosningum um fulltrúadeildar- og ríkisþingsæti í Texas. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, náði kjöri í Utah. Hann var harður gagnrýnandi Trump í kosningabaráttunni árið 2016 en hefur síðan tónað hana verulega niður. Stjórnmálaskýrendur telja áhugavert að fylgjast með hvaða stefnu Romney tekur gagnvart forsetanum sem þingmaður. Athygli vekur að Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata, náði endurkjöri í New Jersey, þrátt fyrir að stutt sé frá því að hann slapp undan ákæru um spillingu í starfi vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Sæti hans hefði alla jafna átt að vera nokkuð öruggt en skoðanakannanir bentu til þess að repúblikaninn Bob Hugin ætti möguleika á að velta Menendez úr sessi. Aukinn meirihluti repúblikana í öldungadeildinni gæti reynst Trump forseta mikilvæg baktrygging ef nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni ákveður að gefa út ákæru á hendur honum. Þó að fulltrúadeildin ákveði hvort ákæra skuli forseta er það í höndum aukins meirihluta öldungadeildarinnar að samþykkja eða hafna slíkri ákæru. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Þrátt fyrir að demókratar hafi unnið sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings unnu repúblikanar á í öldungadeildinni, þökk sé frambjóðendum í lykilríkjum sem hafa bundið trúss sitt við Donald Trump forseta. Demókratar áttu í vök að verjast í öldungadeildinni þar sem kosið var í mun fleiri ríkjum sitjandi þingmanna þeirra en repúblikana. Kosningaspár höfðu gefið repúblikönum um 80% líkur á að halda meirihluta sínum í deildinni og góðar líkur á að bæta við hann. Þær spár virðast hafa gengið eftir að mestu leyti. Eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni en þeir höfðu áður aðeins eins manns meirihluta. Þrír demókratar í ríkjum sem kusu Trump sem forseta og þóttu valtir í sessi töpuðu allir. Þannig tapaði Heidi Heitkamp fyrir Kevin Cramer í Norður-Dakóta, Claire McCaskill fyrir Josh Hawley í Missouri og Joe Donelly fyrir Mike Braun í Indíana. Allir eru repúblikanarnir einarðir stuðningsmenn Trump forseta. Tapið þýðir að nær engir íhaldssamir demókratar verða eftir í öldungadeildinni fyrir utan Joe Manchin, þingmann Vestur-Virginíu, sem náði endurkjöri. Hann var eini þingmaður demókrata sem greiddi atkvæði með umdeildri skipun Bretts Kavanaugh sem hæstaréttardómara í haust. Á Flórída misstu demókratar einnig þingsæti þegar Bill Nelson, öldungadeildarþingmaður flokksins, tapaði fyrir Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóra ríkisins. Í Tennessee varð Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, fyrsta konan til að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður ríkisins.Örlög demókrata í öldungadeildinni ultu á því að þingmenn eins og Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta næðu að verja sæti sín. Demókratar töpuðu öllum sætunum þar sem þeir áttu í vök að verjast.Vísir/APBaktrygging gegn mögulegri ákæru fulltrúadeildarinnar Repúblikanar töpuðu einu sæti í Nevada þegar Dean Heller viðurkenndi ósigur gegn Jacky Rosen, frambjóðanda demókrata. Úrslit liggja enn ekki fyrir í Arizona þar sem demókratinn Kyrsten Sinema og repúblikaninn Martha McSally takast á. Sú kosning er sögð nær hnífjöfn. Demókratar höfðu bundið miklar vonir við óvæntan sigur Beto O‘Rourke í baráttu gegn Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni repúblikana, í Texas þrátt fyrir að kannanir hafi bent til nokkuð öruggs sigurs Cruz. Cruz hafði á endanum sigur. Stjórnmálaskýrendur hafa þó tengt framboð O‘Rourke við góðan árangur demókrata í kosningum um fulltrúadeildar- og ríkisþingsæti í Texas. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, náði kjöri í Utah. Hann var harður gagnrýnandi Trump í kosningabaráttunni árið 2016 en hefur síðan tónað hana verulega niður. Stjórnmálaskýrendur telja áhugavert að fylgjast með hvaða stefnu Romney tekur gagnvart forsetanum sem þingmaður. Athygli vekur að Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata, náði endurkjöri í New Jersey, þrátt fyrir að stutt sé frá því að hann slapp undan ákæru um spillingu í starfi vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Sæti hans hefði alla jafna átt að vera nokkuð öruggt en skoðanakannanir bentu til þess að repúblikaninn Bob Hugin ætti möguleika á að velta Menendez úr sessi. Aukinn meirihluti repúblikana í öldungadeildinni gæti reynst Trump forseta mikilvæg baktrygging ef nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni ákveður að gefa út ákæru á hendur honum. Þó að fulltrúadeildin ákveði hvort ákæra skuli forseta er það í höndum aukins meirihluta öldungadeildarinnar að samþykkja eða hafna slíkri ákæru.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40