Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2018 05:45 Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, fagnaði kosningunum. AP/Jacquelyn Martin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. Þá nældu Demókratar sér einnig í nokkra nýja ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði og staðan mun skýrast betur í dag. Ekki liggur fyrir hve stór meirihluti Demókrata verður, né hve stór meirihluti Repúblikana verður. Í gær og í nótt var kosið um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar, 35 sæti öldungadeildarinnar og 36 embætti ríkisstjóra. Þessar vendingar munu líklegast ekki reynast Donald Trump, forseta, vel og munu Demókratar geta staðið í hárinu á honum varðandi löggjöf, fjárveitingar og fleira. Þar að auki munu Demókratar líklega nota þingnefndir fulltrúadeildarinnar til að rannsaka Trump á ýmsa vegu. Þá voru ýmsar nýjungar í kosningunum í dag. Fyrsti samkynhneigði ríkisstjórinn var kosinn í Colorado, yngsta konan var kosin á þing og tvær konur sem eru íslamstrúar voru sömuleiðis kjörnar á þing. Þar að auki voru tvær konur af indíánaættum kjörnar á þing og er það sömuleiðis í fyrsta sinn.Here's one I've been waiting to post all night... We’re Finally Going To Have Native American Women In Congress https://t.co/rD01giEPys — Jennifer Bendery (@jbendery) November 7, 2018 Margir þingmenn Repúblikanaflokksins sem misstu þingsæti sín hafa verið gagnrýnir á Donald Trump og segja sérfræðingar líklegt að þingmenn flokksins verði hliðhollari forsetanum en þeir hafa verið hingað til. Yfirtaka Demókrata í fulltrúadeildinni mun án efa hafa mikil áhrif á forsetatíð Trump. Hingað til hefur Trump þurft að reiða sig að mestu á samsæriskenningar til að skapa sér óvini. Sérstaklega þar sem Repúblikanar hafa stýrt báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Meðal annars hafa Trump-liðar oft talað um að skuggasamtök embættismanna sem hliðhollir eru Barack Obama, forvera Trump, hafi unnið gegn forsetanum og reynt að koma höggi á hann við hvert tækifæri og grafi undan honum. Nú mun Trump geta kvartað yfir því að Demókratar í fulltrúadeildinni standi í vegi hans, sem þeir munu að öllum líkindum gera. Þannig mun Trump geta stappað stáli í Repúblikana og stuðningsmenn þeirra. Þrátt fyrir að hann hafi hrósað Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, fyrir sigurinn í kvöld og tekið undir ákall hennar eftir samstarfi.Also, with Dems retaking House Trump now has a foil, an arm of govt to blame when he doesn’t get what he wants. Will it help him in 2020, I don’t know. But he will use it. — Katy Tur (@KatyTurNBC) November 7, 2018 Með því að hafa tryggt stöðu sína í öldungadeildinni geta Repúblikanar haldið áfram að tilnefna alríkisdómara og aðra háttsetta embættismenn. Tilnefning dómara hefur verið stór liður í áætlun Repúblikana og opinbert markmið þeirra er að koma ungum íhaldsmönnum í dómarasæti til næstu áratuga.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Kjörsókn hefur verið mun betri en í sambærilegum kosningum á undanförnum árum. Víða var kjörsókn sambærileg og í forsetakosningunum 2016. Kannanir gefa til kynna að flestir kjósendur hafi einblínt á heilbrigðismál, málefni innflytjenda og Trump sjálfan við ákvörðun þeirra í kjörklefum. Þá þykir ljóst að Trump hafi tryggt yfirráð sín yfir Repúblikanaflokknum í kosningunum. Bæði hafa margir andstæðingar hans innan flokksins látið af störfum og aðrir sem hafa gagnrýnt forsetann töpuðu. Þó að Trump hafi fagnað niðurstöðunum á Twitter er ljóst að störf hans munu verða mun erfiðari næstu tvö árin.Fylgst var með gangi mála í kosningunum í alla nótt á Vísi eins og sjá má að neðan.
Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. Þá nældu Demókratar sér einnig í nokkra nýja ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði og staðan mun skýrast betur í dag. Ekki liggur fyrir hve stór meirihluti Demókrata verður, né hve stór meirihluti Repúblikana verður. Í gær og í nótt var kosið um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar, 35 sæti öldungadeildarinnar og 36 embætti ríkisstjóra. Þessar vendingar munu líklegast ekki reynast Donald Trump, forseta, vel og munu Demókratar geta staðið í hárinu á honum varðandi löggjöf, fjárveitingar og fleira. Þar að auki munu Demókratar líklega nota þingnefndir fulltrúadeildarinnar til að rannsaka Trump á ýmsa vegu. Þá voru ýmsar nýjungar í kosningunum í dag. Fyrsti samkynhneigði ríkisstjórinn var kosinn í Colorado, yngsta konan var kosin á þing og tvær konur sem eru íslamstrúar voru sömuleiðis kjörnar á þing. Þar að auki voru tvær konur af indíánaættum kjörnar á þing og er það sömuleiðis í fyrsta sinn.Here's one I've been waiting to post all night... We’re Finally Going To Have Native American Women In Congress https://t.co/rD01giEPys — Jennifer Bendery (@jbendery) November 7, 2018 Margir þingmenn Repúblikanaflokksins sem misstu þingsæti sín hafa verið gagnrýnir á Donald Trump og segja sérfræðingar líklegt að þingmenn flokksins verði hliðhollari forsetanum en þeir hafa verið hingað til. Yfirtaka Demókrata í fulltrúadeildinni mun án efa hafa mikil áhrif á forsetatíð Trump. Hingað til hefur Trump þurft að reiða sig að mestu á samsæriskenningar til að skapa sér óvini. Sérstaklega þar sem Repúblikanar hafa stýrt báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Meðal annars hafa Trump-liðar oft talað um að skuggasamtök embættismanna sem hliðhollir eru Barack Obama, forvera Trump, hafi unnið gegn forsetanum og reynt að koma höggi á hann við hvert tækifæri og grafi undan honum. Nú mun Trump geta kvartað yfir því að Demókratar í fulltrúadeildinni standi í vegi hans, sem þeir munu að öllum líkindum gera. Þannig mun Trump geta stappað stáli í Repúblikana og stuðningsmenn þeirra. Þrátt fyrir að hann hafi hrósað Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, fyrir sigurinn í kvöld og tekið undir ákall hennar eftir samstarfi.Also, with Dems retaking House Trump now has a foil, an arm of govt to blame when he doesn’t get what he wants. Will it help him in 2020, I don’t know. But he will use it. — Katy Tur (@KatyTurNBC) November 7, 2018 Með því að hafa tryggt stöðu sína í öldungadeildinni geta Repúblikanar haldið áfram að tilnefna alríkisdómara og aðra háttsetta embættismenn. Tilnefning dómara hefur verið stór liður í áætlun Repúblikana og opinbert markmið þeirra er að koma ungum íhaldsmönnum í dómarasæti til næstu áratuga.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Kjörsókn hefur verið mun betri en í sambærilegum kosningum á undanförnum árum. Víða var kjörsókn sambærileg og í forsetakosningunum 2016. Kannanir gefa til kynna að flestir kjósendur hafi einblínt á heilbrigðismál, málefni innflytjenda og Trump sjálfan við ákvörðun þeirra í kjörklefum. Þá þykir ljóst að Trump hafi tryggt yfirráð sín yfir Repúblikanaflokknum í kosningunum. Bæði hafa margir andstæðingar hans innan flokksins látið af störfum og aðrir sem hafa gagnrýnt forsetann töpuðu. Þó að Trump hafi fagnað niðurstöðunum á Twitter er ljóst að störf hans munu verða mun erfiðari næstu tvö árin.Fylgst var með gangi mála í kosningunum í alla nótt á Vísi eins og sjá má að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. 6. nóvember 2018 22:00 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Kosið er til þings, ríkisstjóra og ýmislegs annars í Bandaríkjunum í dag. Kosningarnar eru prófsteinn fyrir ríkisstjórn Trumps forseta og munu hafa veruleg áhrif á seinni hluta kjörtímabilsins. 6. nóvember 2018 07:00 Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni "Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump og þáttastjórnendur Fox. 6. nóvember 2018 12:30 Flokkarnir geta ekki sofið á verðinum þó að líkurnar séu þeim í hag Kosningaspár virðast gefa afgerandi líkur um hvor flokkur mun sigra í þingkosningum í Bandaríkjunum í dag. Hefðbundin skekkja í könnunum getur hins vegar enn breytt úrslitunum. 6. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. 6. nóvember 2018 22:00
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Kosið er til þings, ríkisstjóra og ýmislegs annars í Bandaríkjunum í dag. Kosningarnar eru prófsteinn fyrir ríkisstjórn Trumps forseta og munu hafa veruleg áhrif á seinni hluta kjörtímabilsins. 6. nóvember 2018 07:00
Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni "Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump og þáttastjórnendur Fox. 6. nóvember 2018 12:30
Flokkarnir geta ekki sofið á verðinum þó að líkurnar séu þeim í hag Kosningaspár virðast gefa afgerandi líkur um hvor flokkur mun sigra í þingkosningum í Bandaríkjunum í dag. Hefðbundin skekkja í könnunum getur hins vegar enn breytt úrslitunum. 6. nóvember 2018 16:00