Hver er réttur fósturs/barns? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um þungunarrof eða breytingar á lögum um fóstureyðingar nr. 25/1975. Þessi lög hafa verið notuð með góðum árangri síðastliðin 40 ár. En umræðan er eldfim og vitað var að skoðanir fólks væru skiptar þegar kæmi að því að breyta þessum lögum. Vissulega hafa komið upp á síðustu árum nýjar greiningaraðferðir til að meta líkur á fósturgöllum og sónarskoðunum hefur fleygt fram. Í dag er öllum konum boðin hnakkaþykktarmæling og samþætt líkindamat á 11.-13. viku til að meta líkur á frávikum frá því sem er talið eðlilegt, m.a. þrístæða á litningi nr. 21 eða Down heilkenni. Langflestar verðandi mæður þiggja þessa skimun og ef auknar líkur eru til staðar er boðið upp á fylgjusýnatöku til að fá frekari greiningu. Ef staðfestur er fósturgalli eða breytileiki er fólki boðið upp á að enda meðgönguna. Við 20 vikur má svo greina fleiri galla eins og klofinn hrygg og þá stendur einnig til boða að fá að vita kyn barnsins. Hingað til hefur það verið í höndum nefndar að samþykkja þungunarrof þegar svona langt er liðið á meðgönguna og galli greinist. Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að ákveða að enda meðgönguna vegna fósturgalla eða frávika og getur það valdið fólki verulegu hugarangri og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vita að ráðgjöf og greining þessara frávika er í góðum höndum starfsfólks á fósturgreiningadeild LSH. Flestar fóstureyðingar skv. talnabrunni Landlæknis eru gerðar fyrir 12. viku. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyðingar á Íslandi. Nefndin samþykkti allar beiðnir þar sem meðgangan var komin lengra. Sorglegt er þó að sjá að töluverður hópur fer endurtekið í fóstureyðingu. Einnig er það umhugsunarvert að allt of margar konur nota ekki getnaðarvarnir við hæfi og nýta sér ekki neyðargetnaðarvörn sem nú má nálgast í lausasölu í næsta apóteki. Þarna mætti bæta um betur með því að gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir yngstu aldurshópana og dreifa smokkum til ungs fólks. Í umræðum á vinnustað mínum um frumvarpið komu fram mörg sjónarmið, einn starfsfélagi orðaði það svo að það væri réttur hverrar konu árið 2018 að ákveða hversu mörg börn hún eignast, með hverjum og hvenær. Þá spyr ég á móti hver er réttur fósturs/barns sem er gengið rúman helming meðgöngunnar til lífs? Ef það á að verða geðþóttaákvörðun konunnar t.d. eftir sónar við 20. viku þar sem hægt er að vita kyn barnsins, að ljúka skuli meðgöngunni, erum við komin út á hálan ís. Marga sjúkdóma getum við ekki greint í móðurkviði í dag en það mun ekki líða langt þangað til það verður hægt. Samfélag okkar byggir á fjölbreytileika karla og kvenna. Fatlaðir eiga líka rétt á að lifa og fá umönnun við hæfi. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar. Nú er það svo að á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar eru öll líffærakerfi fóstursins að myndast. Eftir 12. viku er fóstrið einungis að stækka og dafna. Við sem störfum við fæðingarhjálp gerum allt til að bjarga lífi eftir 23. viku því þá er barnið orðið lífvænlegt. Ef fyrirburafæðing er yfirvofandi er allt gert til að stoppa hana og móðurinni gefnar sterasprautur til að auka lungnaþroska barnsins ef það skyldi nú fæðast fyrir tímann. Hér er því í raun spurning um örfáa daga milli þess að reyna að bjarga lífi og þess að deyða það. Nú er það þingmanna Alþingis að fjalla um frumvarp sem leyfir konum að taka þá ákvörðun að enda meðgönguna upp að viku 23. Hver er réttur fósturs/barns til lífs? Ég spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ebba Margrét Magnúsdóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um þungunarrof eða breytingar á lögum um fóstureyðingar nr. 25/1975. Þessi lög hafa verið notuð með góðum árangri síðastliðin 40 ár. En umræðan er eldfim og vitað var að skoðanir fólks væru skiptar þegar kæmi að því að breyta þessum lögum. Vissulega hafa komið upp á síðustu árum nýjar greiningaraðferðir til að meta líkur á fósturgöllum og sónarskoðunum hefur fleygt fram. Í dag er öllum konum boðin hnakkaþykktarmæling og samþætt líkindamat á 11.-13. viku til að meta líkur á frávikum frá því sem er talið eðlilegt, m.a. þrístæða á litningi nr. 21 eða Down heilkenni. Langflestar verðandi mæður þiggja þessa skimun og ef auknar líkur eru til staðar er boðið upp á fylgjusýnatöku til að fá frekari greiningu. Ef staðfestur er fósturgalli eða breytileiki er fólki boðið upp á að enda meðgönguna. Við 20 vikur má svo greina fleiri galla eins og klofinn hrygg og þá stendur einnig til boða að fá að vita kyn barnsins. Hingað til hefur það verið í höndum nefndar að samþykkja þungunarrof þegar svona langt er liðið á meðgönguna og galli greinist. Það er ekki auðvelt fyrir foreldra að ákveða að enda meðgönguna vegna fósturgalla eða frávika og getur það valdið fólki verulegu hugarangri og vanlíðan síðar á lífsleiðinni. Það er því mikilvægt að vita að ráðgjöf og greining þessara frávika er í góðum höndum starfsfólks á fósturgreiningadeild LSH. Flestar fóstureyðingar skv. talnabrunni Landlæknis eru gerðar fyrir 12. viku. Árið 2017 voru framkvæmdar 1.044 fóstureyðingar á Íslandi. Nefndin samþykkti allar beiðnir þar sem meðgangan var komin lengra. Sorglegt er þó að sjá að töluverður hópur fer endurtekið í fóstureyðingu. Einnig er það umhugsunarvert að allt of margar konur nota ekki getnaðarvarnir við hæfi og nýta sér ekki neyðargetnaðarvörn sem nú má nálgast í lausasölu í næsta apóteki. Þarna mætti bæta um betur með því að gera getnaðarvarnir ókeypis fyrir yngstu aldurshópana og dreifa smokkum til ungs fólks. Í umræðum á vinnustað mínum um frumvarpið komu fram mörg sjónarmið, einn starfsfélagi orðaði það svo að það væri réttur hverrar konu árið 2018 að ákveða hversu mörg börn hún eignast, með hverjum og hvenær. Þá spyr ég á móti hver er réttur fósturs/barns sem er gengið rúman helming meðgöngunnar til lífs? Ef það á að verða geðþóttaákvörðun konunnar t.d. eftir sónar við 20. viku þar sem hægt er að vita kyn barnsins, að ljúka skuli meðgöngunni, erum við komin út á hálan ís. Marga sjúkdóma getum við ekki greint í móðurkviði í dag en það mun ekki líða langt þangað til það verður hægt. Samfélag okkar byggir á fjölbreytileika karla og kvenna. Fatlaðir eiga líka rétt á að lifa og fá umönnun við hæfi. Við Íslendingar þurfum ekki að hafa frjálslyndustu löggjöfina um fóstureyðingar. Nú er það svo að á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar eru öll líffærakerfi fóstursins að myndast. Eftir 12. viku er fóstrið einungis að stækka og dafna. Við sem störfum við fæðingarhjálp gerum allt til að bjarga lífi eftir 23. viku því þá er barnið orðið lífvænlegt. Ef fyrirburafæðing er yfirvofandi er allt gert til að stoppa hana og móðurinni gefnar sterasprautur til að auka lungnaþroska barnsins ef það skyldi nú fæðast fyrir tímann. Hér er því í raun spurning um örfáa daga milli þess að reyna að bjarga lífi og þess að deyða það. Nú er það þingmanna Alþingis að fjalla um frumvarp sem leyfir konum að taka þá ákvörðun að enda meðgönguna upp að viku 23. Hver er réttur fósturs/barns til lífs? Ég spyr.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar