„Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 08:02 Skúli Mogensen er stofnandi og forstjóri WOW air. vísir/getty Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. Tilkynnt var um kaupin í gær en þau áttu sér stuttan aðdraganda; viðræður hófust síðdegis á föstudag, fóru fram um helgina og lauk með fyrrgreindum kaupum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá gríðarlega fjölgun ferðamanna sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein landsins en greinin er afar háð farþegaflugi hingað til lands þar sem það er ákveðið lykilatriði að ferðamaðurinn komist á áfangastað. WOW air fór í jómfrúarflug sitt árið 2012 og hóf flug til Bandaríkjanna árið 2015 í samkeppni við Icelandair. Félagið vakti strax athygli fyrir hversu ódýr flug það bauð yfir Atlantshafið sem endurspeglast að einhverju leyti í umfjöllun erlendra fjölmiðla. Þannig segir í fyrirsögn á vef Business Insider: „Flugfélagið sem var frægast fyrir að bjóða flug á 55 dollara frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur verið keypt af sínum helsta keppinaut.“ Á ferðavef Condé Nast er þeirri spurning velt upp hvað verður um þessi ódýru flug: „Icelandair kaupir WOW air (og breytir því hvernig við fljúgum til Íslands). En stærstu spurningunni er ósvarað: Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Á vef Bloomberg er kaupum Icelandair á sínum helsta keppinaut líkt við hjónaband og í frétt Washington Post er það dregið fram að bæði félögin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarin misseri. Í frétt Forbes segir að veturinn hafi komið hjá öðru „norrænu“ flugfélagi. Er rifjað upp hversu mikill fjöldi evrópskra lággjaldaflugfélaga hefur horfið af markaði undanfarið, þar á meðal Monarch, Air Berlin og SkyWork. „Icelandair, flaggskip Íslands í flugi, er almennt séð flugfélag sem veitir viðbótarþjónustu en félagið flýgur til 48 áfangastaða. Það hefur verið í rekstri síðan 1937 [...]. WOW air aftur á móti er talið vera hið klassíska lággjaldaflugfélag. Jafnvel eftir að tilkynnt var um kaupin í dag var WOW enn að auglýsa mjög ódýr flug aðra leið, til dæmis Chicago-Reykjavík á 99 dollara eða New York-Berlín á 159 dollara,“ segir á vef Forbes.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. Tilkynnt var um kaupin í gær en þau áttu sér stuttan aðdraganda; viðræður hófust síðdegis á föstudag, fóru fram um helgina og lauk með fyrrgreindum kaupum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þá gríðarlega fjölgun ferðamanna sem orðið hefur hér á landi undanfarin ár. Ferðaþjónustan er orðin stærsta atvinnugrein landsins en greinin er afar háð farþegaflugi hingað til lands þar sem það er ákveðið lykilatriði að ferðamaðurinn komist á áfangastað. WOW air fór í jómfrúarflug sitt árið 2012 og hóf flug til Bandaríkjanna árið 2015 í samkeppni við Icelandair. Félagið vakti strax athygli fyrir hversu ódýr flug það bauð yfir Atlantshafið sem endurspeglast að einhverju leyti í umfjöllun erlendra fjölmiðla. Þannig segir í fyrirsögn á vef Business Insider: „Flugfélagið sem var frægast fyrir að bjóða flug á 55 dollara frá Bandaríkjunum til Evrópu hefur verið keypt af sínum helsta keppinaut.“ Á ferðavef Condé Nast er þeirri spurning velt upp hvað verður um þessi ódýru flug: „Icelandair kaupir WOW air (og breytir því hvernig við fljúgum til Íslands). En stærstu spurningunni er ósvarað: Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Á vef Bloomberg er kaupum Icelandair á sínum helsta keppinaut líkt við hjónaband og í frétt Washington Post er það dregið fram að bæði félögin hafi glímt við fjárhagserfiðleika undanfarin misseri. Í frétt Forbes segir að veturinn hafi komið hjá öðru „norrænu“ flugfélagi. Er rifjað upp hversu mikill fjöldi evrópskra lággjaldaflugfélaga hefur horfið af markaði undanfarið, þar á meðal Monarch, Air Berlin og SkyWork. „Icelandair, flaggskip Íslands í flugi, er almennt séð flugfélag sem veitir viðbótarþjónustu en félagið flýgur til 48 áfangastaða. Það hefur verið í rekstri síðan 1937 [...]. WOW air aftur á móti er talið vera hið klassíska lággjaldaflugfélag. Jafnvel eftir að tilkynnt var um kaupin í dag var WOW enn að auglýsa mjög ódýr flug aðra leið, til dæmis Chicago-Reykjavík á 99 dollara eða New York-Berlín á 159 dollara,“ segir á vef Forbes.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50