Bandaríkjamenn hafa sett enn harðari viðskiptaþvinganir á Íran eftir mikil mótmæli í landinu um helgina sem beindust gegn Bandaríkjunum.
Ríkisstjórn Trumps forseta ákvað í kjölfarið að setja allar þær þvinganir á aftur sem voru í gildi áður en kjarnorkusamningurinn við Íran var gerður árið 2015, sem Trump hefur nú numið úr gildi.
Þvinganirnar beinast að Íran en einnig að öllum ríkjum sem eiga í viðskiptum við landið og koma niður á olíuútflutningi, skipaferðum og fjármálastarfsemi, svo nokkuð sé nefnt.
Þúsundir Írana söfnuðust saman á götum landsins um helgina og mótmæltu stefnu Bandaríkjanna og íranski herinn áformar heræfingar til að sýna mátt sinn á næstu dögum.
