Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2018 19:37 Hljóðver Bylgjunnar voru flutt úr Skaftahlíð á Suðurlandsbraut eftir að Vodafone keypti fjömiðla 365. Vísað er til flutnings starfsmanna og eininga í tilkynningu Sýnar þar sem greint er frá lækkuðum spám um rekstrarhagnað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að rekstrarhagnaður Sýnar hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði undir því sem félagið hafði gert ráð fyrir. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrátt fyrir að útlit sé fyrir fimmtungs aukningu í rekstarhagnaðinum á þriðja ársfjórðungi sé hann undir væntingum. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Í tilkynningu félagsins segir að í ljósi bráðabirgðatalna þriðja ársfjórðungs og nýrrar spár um fjórða ársfjórðunginn sé útlit fyrir að EBITDA Sýnar verði undir uppgefnum horfum félagsins sem voru um neðri mörk núverandi horfa (4.000 milljónir af grunnrekstri). Samkvæmt drögunum að árshlutauppgjörði þriðja fjórðungsins skilar félagið EBITDA upp á 1.032 milljónir króna. Það sé 21% aukning frá sama ársfjórðungi í fyrra. Sú niðurstaða sé engu að síður undir væntingum. Vísar félagið til verkefna sem tengjast kaupum Vodafone á fjölmiðlum 365 miðla í fyrra, þar á meðal Vísi. „Þrátt fyrir þennan vöxt í EBITDA er fjórðungurinn undir væntingum einkum vegna verkefna sem tengjast sameiningu kerfa, flutnings starfsmanna og eininga, sem hafa bæði í för með sér álag og í sumum tilvikum truflun á starfsemi. Nú er ljóst að samspil áframhaldandi stórra samrunaverkefna, eins og tilfærslu myndvera á Suðurlandsbraut á fjórða fjórðungi, auk áhrifa af veikingu íslensku krónunnar að undanförnu mun hafa neikvæð áhrif á horfur félagsins á þeim fjórðungi,“ segir í tilkynningunni.Telja ekki ástæðu til að breyta horfum næstu ára Sameining félagsins er einnig sögð hafa reynst fjárfestingarfrekari en búist var við. Vegna flutninga og fjárfestingar í tengslum við myndver félagsins sem mun eiga sér stað nú um áramótin er ljóst að hækka verður fjárfestingarhorfur ársins sem hlutfall af veltu í um 11%, en félagið hafði áður lýst því yfir að það yrði við efri mörk útgefinna horfa eða 10%. Samkvæmt nýjum innri horfum Sýnar fyrir 2018 er gert ráð fyrir um 3.600 m.kr. EBITDA af grunnrekstri, miðað við 150 m.kr. skilgreinda einskiptisliði sem féllu aðallega til á fyrri hluta ársins í tengslum við kaup félagsins á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla. Stjórnendur Sýnar telja ekki forsendur til að breyta áður útgefnum horfum áranna 2019 og 2020 enda séu margar aðgerðir í gangi sem muni hafa áhrif á niðurstöðuna auk ytri óvissuþátta eins og komandi kjarasamninga og gengisþróun. Endanlegur árshlutareikningur Sýnar vegna þriðja ársfjórðungs verður birtur eftir lokun markaða 7. nóvember.Vísir er í eigu Sýnar hf. Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Útlit er fyrir að rekstrarhagnaður Sýnar hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði undir því sem félagið hafði gert ráð fyrir. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrátt fyrir að útlit sé fyrir fimmtungs aukningu í rekstarhagnaðinum á þriðja ársfjórðungi sé hann undir væntingum. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Í tilkynningu félagsins segir að í ljósi bráðabirgðatalna þriðja ársfjórðungs og nýrrar spár um fjórða ársfjórðunginn sé útlit fyrir að EBITDA Sýnar verði undir uppgefnum horfum félagsins sem voru um neðri mörk núverandi horfa (4.000 milljónir af grunnrekstri). Samkvæmt drögunum að árshlutauppgjörði þriðja fjórðungsins skilar félagið EBITDA upp á 1.032 milljónir króna. Það sé 21% aukning frá sama ársfjórðungi í fyrra. Sú niðurstaða sé engu að síður undir væntingum. Vísar félagið til verkefna sem tengjast kaupum Vodafone á fjölmiðlum 365 miðla í fyrra, þar á meðal Vísi. „Þrátt fyrir þennan vöxt í EBITDA er fjórðungurinn undir væntingum einkum vegna verkefna sem tengjast sameiningu kerfa, flutnings starfsmanna og eininga, sem hafa bæði í för með sér álag og í sumum tilvikum truflun á starfsemi. Nú er ljóst að samspil áframhaldandi stórra samrunaverkefna, eins og tilfærslu myndvera á Suðurlandsbraut á fjórða fjórðungi, auk áhrifa af veikingu íslensku krónunnar að undanförnu mun hafa neikvæð áhrif á horfur félagsins á þeim fjórðungi,“ segir í tilkynningunni.Telja ekki ástæðu til að breyta horfum næstu ára Sameining félagsins er einnig sögð hafa reynst fjárfestingarfrekari en búist var við. Vegna flutninga og fjárfestingar í tengslum við myndver félagsins sem mun eiga sér stað nú um áramótin er ljóst að hækka verður fjárfestingarhorfur ársins sem hlutfall af veltu í um 11%, en félagið hafði áður lýst því yfir að það yrði við efri mörk útgefinna horfa eða 10%. Samkvæmt nýjum innri horfum Sýnar fyrir 2018 er gert ráð fyrir um 3.600 m.kr. EBITDA af grunnrekstri, miðað við 150 m.kr. skilgreinda einskiptisliði sem féllu aðallega til á fyrri hluta ársins í tengslum við kaup félagsins á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla. Stjórnendur Sýnar telja ekki forsendur til að breyta áður útgefnum horfum áranna 2019 og 2020 enda séu margar aðgerðir í gangi sem muni hafa áhrif á niðurstöðuna auk ytri óvissuþátta eins og komandi kjarasamninga og gengisþróun. Endanlegur árshlutareikningur Sýnar vegna þriðja ársfjórðungs verður birtur eftir lokun markaða 7. nóvember.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira