„Finnst ég ekki eiga skilið svona árásir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. nóvember 2018 17:59 Barnabækur Birgittu Haukdal hafa selst afar vel undanfarin ár. Fréttablaðið/Anton Brink Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef hún hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. Á einum stað í bókinni talar hún um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings en orðavalið hefur fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum. Þar er bent á að hjúkrunarfræðingar séu af báðum kynjum og klæðaburður þess í bókinni ekki í tengslum við raunveruleikann í dag. Birgitta var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Á laugardaginn birti hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir færslu þar sem hún birti síðu úr bókinni og gagnrýndi orðaval Birgittu og klæðnað umrædds kvenkyns hjúkrunarfræðings. Sú var klædd í kjól og með kappa á höfðinu. Færsluna birti hún í kjölfar mikillar umræðu í hópi hjúkrunarfræðinga í hópi þeirra á Facebook. Þar gætir mikillar óánægju með ýmislegt í bókinni. Sólveig segir í færslunni að slík framsetning á hjúkrunarfræðingum ýti undir skaðlegar staðalímyndir um stéttina sem sé tímabært að leiðrétta og bendir á að starfsheitið „hjúkrunarkona“ hafi ekki verið notað síðan námið var gert að háskólanámi.Mikil umræða hefur skapast við færslu Sólveigar eins og sjá má að neðan. Færslunni hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum.Vissi ekki betur en hjúkrunarkona væri í orðabókinni Birgitta segir að sér finnist það miður að hafa sært einhverja með orðavali sínu og myndskreytingu. „Mér þykir það ótrúlega leitt ef ég hef sært einhvern með því að nota þetta orð „hjúkrunarkona.“ Ég vissi ekki betur en að það væri í orðabókinni en núna veit ég betur, þannig ég vil koma því á framfæri að rétt skal vera rétt.“ Þá segist Birgitta handviss um að þeir sem þekktu til bókaflokks hennar um Láru vissu af þeirri vinnu og þeim metnaði sem hún leggi í verkin. Orðnotkunin sem hafi orsakast af misskilningi segði lítið um bókaflokkinn í heild sinni, þrátt fyrir þau miklu viðbrögð á samfélagsmiðlum sem orðnotkunin kallaði fram. „Hvernig ég á að svara fyrir það að þessi tiltekni karakter á einni síðu af fjörutíu sé ekki rétt klæddur eða skaði ímynd einhvers, mér þykir mjög leiðinlegt ef það er svoleiðis, en mér þykir það nú ólíklegt.“Sorgmædd yfir umræðunni á samfélagsmiðlum Birgitta segir sárt að sjá hluta umræðunnar á samfélagsmiðlum, sem mörgum hefur þótt heldur óvægin. Hún finni til sorgar yfir því að fólk sjái ástæðu til þess að draga bækur hennar, sem hún segir njóta vinsælda hjá foreldrum inn í baráttu hjúkrunarfræðinga. „Ef þetta verður til þess að hjálpa hjúkrunarfræðingum þá skal ég alveg bjóða mig fram til þess að vera manneskjan sem fær einhvern skell [...] en ég ætla þó að halda áfram að vera ánægð með mínar bækur.“ Birgitta segir þó sjálfsagt mál að laga orðalag hlutans sem um ræðir fari svo að bókin umrædda, Lára fer til læknis, verði einhvern tímann endurprentuð. Færsla Sólveigar hefur vakið mikil og í sumum tilfellum hörð viðbrögð. Henni hefur verið deilt yfir þúsund sinnum á Facebook.VísirSegir bækurnar ekki vera heimildarit Þá segir Birgitta að þrátt fyrir að hún reyni að skrifa bækurnar á nútímalegan hátt, séu bækurnar þegar allt kemur til alls sögur en ekki heimildarit. „Ég er að vanda mig ofsalega mikið við að brjóta upp staðalímyndir með ýmsum hætti. Lára er í fótbolta, hún er ekki í fimleikum. Ég er að reyna að búa ekki til ekki einhverja mynd um að stelpur séu alltaf bara í dansi og í kjól. Að það séu ekki allir einhverjar sérstakar týpur, stelpur og strákar. Að við séum alls konar öll.“ Birgitta segist þá vanda sig gríðarlega við vinnslu bóka sinna og jafnframt vonar hún að fólk sem ekki hafi lesið bækur hennar geri það áður en það leggi dóm á ágæti hennar sem rithöfundur. Stendur stolt með bókunum Að lokum segist Birgitta ögn sár yfir þeim hluta umræðunnar sem sneri að henni sjálfri eftir að málið komst í hámæli. „Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt, mér finnst ég ekki eiga skilið svona árásir, ég verð að viðurkenna það.“ Birgitta segist þá standa stolt með bókum sínum og hyggst halda ótrauð áfram í kynningarstarfi á bókum sínum. Hún sló þá botn í viðtalið með því að minna fólk á að vera gott hvort við annað.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Birgittu Haukdal, söngkonu og rithöfundi, finnst það leitt ef hún hefur sært einhverja með orðavali í nýjustu bók sinni Lára fer til læknis. Á einum stað í bókinni talar hún um hjúkrunarkonu í stað hjúkrunarfræðings en orðavalið hefur fengið mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum. Þar er bent á að hjúkrunarfræðingar séu af báðum kynjum og klæðaburður þess í bókinni ekki í tengslum við raunveruleikann í dag. Birgitta var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag. Á laugardaginn birti hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Auðar Hauksdóttir færslu þar sem hún birti síðu úr bókinni og gagnrýndi orðaval Birgittu og klæðnað umrædds kvenkyns hjúkrunarfræðings. Sú var klædd í kjól og með kappa á höfðinu. Færsluna birti hún í kjölfar mikillar umræðu í hópi hjúkrunarfræðinga í hópi þeirra á Facebook. Þar gætir mikillar óánægju með ýmislegt í bókinni. Sólveig segir í færslunni að slík framsetning á hjúkrunarfræðingum ýti undir skaðlegar staðalímyndir um stéttina sem sé tímabært að leiðrétta og bendir á að starfsheitið „hjúkrunarkona“ hafi ekki verið notað síðan námið var gert að háskólanámi.Mikil umræða hefur skapast við færslu Sólveigar eins og sjá má að neðan. Færslunni hefur verið deilt yfir eitt þúsund sinnum.Vissi ekki betur en hjúkrunarkona væri í orðabókinni Birgitta segir að sér finnist það miður að hafa sært einhverja með orðavali sínu og myndskreytingu. „Mér þykir það ótrúlega leitt ef ég hef sært einhvern með því að nota þetta orð „hjúkrunarkona.“ Ég vissi ekki betur en að það væri í orðabókinni en núna veit ég betur, þannig ég vil koma því á framfæri að rétt skal vera rétt.“ Þá segist Birgitta handviss um að þeir sem þekktu til bókaflokks hennar um Láru vissu af þeirri vinnu og þeim metnaði sem hún leggi í verkin. Orðnotkunin sem hafi orsakast af misskilningi segði lítið um bókaflokkinn í heild sinni, þrátt fyrir þau miklu viðbrögð á samfélagsmiðlum sem orðnotkunin kallaði fram. „Hvernig ég á að svara fyrir það að þessi tiltekni karakter á einni síðu af fjörutíu sé ekki rétt klæddur eða skaði ímynd einhvers, mér þykir mjög leiðinlegt ef það er svoleiðis, en mér þykir það nú ólíklegt.“Sorgmædd yfir umræðunni á samfélagsmiðlum Birgitta segir sárt að sjá hluta umræðunnar á samfélagsmiðlum, sem mörgum hefur þótt heldur óvægin. Hún finni til sorgar yfir því að fólk sjái ástæðu til þess að draga bækur hennar, sem hún segir njóta vinsælda hjá foreldrum inn í baráttu hjúkrunarfræðinga. „Ef þetta verður til þess að hjálpa hjúkrunarfræðingum þá skal ég alveg bjóða mig fram til þess að vera manneskjan sem fær einhvern skell [...] en ég ætla þó að halda áfram að vera ánægð með mínar bækur.“ Birgitta segir þó sjálfsagt mál að laga orðalag hlutans sem um ræðir fari svo að bókin umrædda, Lára fer til læknis, verði einhvern tímann endurprentuð. Færsla Sólveigar hefur vakið mikil og í sumum tilfellum hörð viðbrögð. Henni hefur verið deilt yfir þúsund sinnum á Facebook.VísirSegir bækurnar ekki vera heimildarit Þá segir Birgitta að þrátt fyrir að hún reyni að skrifa bækurnar á nútímalegan hátt, séu bækurnar þegar allt kemur til alls sögur en ekki heimildarit. „Ég er að vanda mig ofsalega mikið við að brjóta upp staðalímyndir með ýmsum hætti. Lára er í fótbolta, hún er ekki í fimleikum. Ég er að reyna að búa ekki til ekki einhverja mynd um að stelpur séu alltaf bara í dansi og í kjól. Að það séu ekki allir einhverjar sérstakar týpur, stelpur og strákar. Að við séum alls konar öll.“ Birgitta segist þá vanda sig gríðarlega við vinnslu bóka sinna og jafnframt vonar hún að fólk sem ekki hafi lesið bækur hennar geri það áður en það leggi dóm á ágæti hennar sem rithöfundur. Stendur stolt með bókunum Að lokum segist Birgitta ögn sár yfir þeim hluta umræðunnar sem sneri að henni sjálfri eftir að málið komst í hámæli. „Mér finnst þetta ótrúlega leiðinlegt, mér finnst ég ekki eiga skilið svona árásir, ég verð að viðurkenna það.“ Birgitta segist þá standa stolt með bókum sínum og hyggst halda ótrauð áfram í kynningarstarfi á bókum sínum. Hún sló þá botn í viðtalið með því að minna fólk á að vera gott hvort við annað.Viðtalið í heild má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar bálreiðir vegna barnabókar Birgittu „Við erum ekki lyfjasjálfsalar, koddahristarar, dúllur eða aðstoðarkonur merkilegra karla.“ 17. nóvember 2018 12:42