Gagnrýnendur Kremlarstjórnar hafa áhyggjur af verðandi forseta Interpol Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 10:31 Rússar hafa verið sakaðir um að misnota handtökuskipanir í gegnum Interpol. Næsti forseti Interpol gæti verið Rússi. Vísir/AP Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. Þrír þekktir gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda lýsa áhyggjum af því að þau muni halda áfram að misbeita Interpol til að ná sé niðri á pólitískum andstæðingum. Kosið verður um eftirmann Meng Hongwei, fráfarandi forseta, á allsherjarþinginu í Dúbaí í dag. Meng var handtekinn í heimalandinu Kína í september og er sagður til rannsóknar fyrir mútuþægni og aðra glæpi. Breska blaðið The Times greindi frá því um helgina að þarlend yfirvöld gerðu ráð fyrir því að Alexandar Prokoptsjúk, fyrrverandi undirhershöfðingi í rússneska innanríkisráðuneytinu, yrði kjörinn forseti Interpol en hann er nú varaforseti stofnunarinnar. Rússar hafa þegar verið sakaðir um að misnota handtökuskipanakerfi Interpol til þess að ofsækja pólitíska andstæðinga. Bloomberg-fréttastofan segir að Bill Browder, bandaríski fjárfestirinn, sem átti þátt í að upplýsa um stórt spillingarmál í Rússlandi hafi ítrekað verið handtekinn í nokkrum löndum á meðan Interpol hefur farið yfir handtökuskipanir frá Kreml.Saksóknari vænir Browder um morð og ætlar að gefa út handtökuskipun Browder hefur enda lýst áhyggjum af því að Prokoptsjúk verði kjörinn forseti Interpol. Í tísti vekur hann athygli á því að á sama tíma og kosið sé um forseta Interpol hafi ríkissaksóknari Rússlands blásið til blaðamannafundar þar sem hann boðaði að Browder yrði eltur hvert sem hann færi. Rússnesk stjórnvöld vísuðu Browder úr landi árið 2005 en hann hafði þá stýrt umsvifamesta fjárfestingasjóði landsins, Hermitage-sjóðnum. Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi sem Browder fékk til að rannsaka framferði stjórnvalda gegn sér, var barinn til ólífis í fangelsi árið 2009. Hann hafði þá sett fram ásakanir um meiriháttar spillingu rússneskra embættismanna. „Ég kom virkilega við kauninn á þeim með Magnitskílögunum,“ tísti Browder og vísaði til laga sem Bandaríkjaþing samþykkti um refsiaðgerðir gegn Rússum og nefnd voru til heiðurs Magnitskí. Rússneski saksóknarinn ýjaði að því að Browder sjálfur hefði látið eitra fyrir Magnitskí í fangelsinu. Gefin yrði út handtökuskipun á hendur honum í gegnum Interpol, að sögn rússneska ríkismiðilsins RT.On the eve of Interpol deciding whether a Russian official should be president of Interpol, the Russian prosecutor's office holds a huge press conference about me and how they will chase me down anywhere in the world. I really struck a nerve with the Magnitsky Act https://t.co/CRzSGvw38B— Bill Browder (@Billbrowder) November 19, 2018 Alexei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, varar einnig við því að Rússi verði kjörinn forseti Interpol. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn í heimlandinu fyrir að skipuleggja mótmæli og var meinað að bjóða sig fram til forseta vegna dóms sem hann hlaut sem hann telur hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag að pólitískar ástæður hafi legið að baki því að hann var handtekinn á árunum 2012 til 2014. „Teymið okkar hefur orðið fyrir misnotkun á Interpol í þágu pólitískrar kúgunar af hálfu Rússlands. Ég held ekki að rússneskur forseti eigi eftir að hjálpa til við að draga úr slíkum brotum,“ tísti Navalní í dag.INTERPOL will soon elect a new president and it can be a candidate from Russia. Our team has suffered from abuse of INTERPOL for political persecution by Russia. I don't think that a president from Russia will help to reduce such violations. https://t.co/HcOCBrxznl— Alexey Navalny (@navalny) November 19, 2018 Rússneski stórmeistarinn í skák, Garrí Kasparov, lýsir einnig áhyggjum sínum af mögulegu kjöri Prokoptsjúk á Twitter. Interpol muni tapa öllum trúverðugleika sínum. „Rússland misnotar hana nú þegar til þess að ofsækja pólitíska óvini. Það væri að setja brennuvarginn yfir slökkviliðið,“ tísti Kasparov í gær.If a Kremlin officer is allowed to run Interpol, it will have no credibility at all. Russia already abuses it to persecute political enemies. It's putting an arsonist in charge of the fire department. https://t.co/7OEBL308tq— Garry Kasparov (@Kasparov63) November 18, 2018 Bretland Kína Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20 Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43 Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert af honum spurst síðan 25. september. 7. október 2018 17:46 Forseti Interpol segir af sér Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld. 7. október 2018 19:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Bresk yfirvöld eru sögð telja að rússneskur undirhershöfðingi verði kosinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol á allsherjarþingi hennar sem hófst í dag. Þrír þekktir gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda lýsa áhyggjum af því að þau muni halda áfram að misbeita Interpol til að ná sé niðri á pólitískum andstæðingum. Kosið verður um eftirmann Meng Hongwei, fráfarandi forseta, á allsherjarþinginu í Dúbaí í dag. Meng var handtekinn í heimalandinu Kína í september og er sagður til rannsóknar fyrir mútuþægni og aðra glæpi. Breska blaðið The Times greindi frá því um helgina að þarlend yfirvöld gerðu ráð fyrir því að Alexandar Prokoptsjúk, fyrrverandi undirhershöfðingi í rússneska innanríkisráðuneytinu, yrði kjörinn forseti Interpol en hann er nú varaforseti stofnunarinnar. Rússar hafa þegar verið sakaðir um að misnota handtökuskipanakerfi Interpol til þess að ofsækja pólitíska andstæðinga. Bloomberg-fréttastofan segir að Bill Browder, bandaríski fjárfestirinn, sem átti þátt í að upplýsa um stórt spillingarmál í Rússlandi hafi ítrekað verið handtekinn í nokkrum löndum á meðan Interpol hefur farið yfir handtökuskipanir frá Kreml.Saksóknari vænir Browder um morð og ætlar að gefa út handtökuskipun Browder hefur enda lýst áhyggjum af því að Prokoptsjúk verði kjörinn forseti Interpol. Í tísti vekur hann athygli á því að á sama tíma og kosið sé um forseta Interpol hafi ríkissaksóknari Rússlands blásið til blaðamannafundar þar sem hann boðaði að Browder yrði eltur hvert sem hann færi. Rússnesk stjórnvöld vísuðu Browder úr landi árið 2005 en hann hafði þá stýrt umsvifamesta fjárfestingasjóði landsins, Hermitage-sjóðnum. Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi sem Browder fékk til að rannsaka framferði stjórnvalda gegn sér, var barinn til ólífis í fangelsi árið 2009. Hann hafði þá sett fram ásakanir um meiriháttar spillingu rússneskra embættismanna. „Ég kom virkilega við kauninn á þeim með Magnitskílögunum,“ tísti Browder og vísaði til laga sem Bandaríkjaþing samþykkti um refsiaðgerðir gegn Rússum og nefnd voru til heiðurs Magnitskí. Rússneski saksóknarinn ýjaði að því að Browder sjálfur hefði látið eitra fyrir Magnitskí í fangelsinu. Gefin yrði út handtökuskipun á hendur honum í gegnum Interpol, að sögn rússneska ríkismiðilsins RT.On the eve of Interpol deciding whether a Russian official should be president of Interpol, the Russian prosecutor's office holds a huge press conference about me and how they will chase me down anywhere in the world. I really struck a nerve with the Magnitsky Act https://t.co/CRzSGvw38B— Bill Browder (@Billbrowder) November 19, 2018 Alexei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, varar einnig við því að Rússi verði kjörinn forseti Interpol. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn í heimlandinu fyrir að skipuleggja mótmæli og var meinað að bjóða sig fram til forseta vegna dóms sem hann hlaut sem hann telur hafa átt sér pólitískar rætur. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudag að pólitískar ástæður hafi legið að baki því að hann var handtekinn á árunum 2012 til 2014. „Teymið okkar hefur orðið fyrir misnotkun á Interpol í þágu pólitískrar kúgunar af hálfu Rússlands. Ég held ekki að rússneskur forseti eigi eftir að hjálpa til við að draga úr slíkum brotum,“ tísti Navalní í dag.INTERPOL will soon elect a new president and it can be a candidate from Russia. Our team has suffered from abuse of INTERPOL for political persecution by Russia. I don't think that a president from Russia will help to reduce such violations. https://t.co/HcOCBrxznl— Alexey Navalny (@navalny) November 19, 2018 Rússneski stórmeistarinn í skák, Garrí Kasparov, lýsir einnig áhyggjum sínum af mögulegu kjöri Prokoptsjúk á Twitter. Interpol muni tapa öllum trúverðugleika sínum. „Rússland misnotar hana nú þegar til þess að ofsækja pólitíska óvini. Það væri að setja brennuvarginn yfir slökkviliðið,“ tísti Kasparov í gær.If a Kremlin officer is allowed to run Interpol, it will have no credibility at all. Russia already abuses it to persecute political enemies. It's putting an arsonist in charge of the fire department. https://t.co/7OEBL308tq— Garry Kasparov (@Kasparov63) November 18, 2018
Bretland Kína Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20 Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41 Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43 Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert af honum spurst síðan 25. september. 7. október 2018 17:46 Forseti Interpol segir af sér Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld. 7. október 2018 19:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Forseti Interpol týndur eftir ferð til Kína Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á hvarfinu. 5. október 2018 11:20
Gagnrýnandi rússneskra stjórnvalda ætlar að kæra Danske bank Sergei Magnitskí, rússneskur endurskoðandi, sem lést í fangelsi í heimalandinu árið 2009 afhjúpaði peningaþvætti sem fór í gengum danska bankann. 6. júlí 2018 10:41
Nordea dregst inn í peningaþvottarhneykslið Í kæru til sænskra og norskra yfirvalda er því haldið fram að ágóði af stórfelldu fjársvikamáli í Rússlandi hafi verið þveginn í stærsta banka Norðurlandanna. 17. október 2018 11:43
Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert af honum spurst síðan 25. september. 7. október 2018 17:46
Forseti Interpol segir af sér Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld. 7. október 2018 19:25