Vinn oftast best undir pressu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2018 13:00 Ásgerður Stefanía er farin úr Garðabænum. vísir/eyþór Valur fékk heldur betur góðan liðsstyrk um helgina þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir skrifuðu undir samning við félagið. Sú síðarnefnda kemur frá Þór/KA. Lillý, sem er 21 árs varnarmaður, hefur leikið 110 leiki með Þór/KA í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ásgerður, sem er 31 árs, kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðan 2005 og verið fyrirliði undanfarin ár. Ásgerður átti ríkan þátt í því að Stjarnan komst í hóp bestu liða landsins og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Nú taka hins vegar við nýjar áskoranir hjá henni. „Þetta heillaði mig strax þegar ég talaði við Pétur [Pétursson, þjálfara liðsins], bæði hans hugmyndir og svo félagið í heild sinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir að viðræður við Stjörnuna hafi ekki gengið upp. „Um tveimur vikum eftir tímabilið lá fyrir að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Þetta gekk bara ekki upp. Við vorum á mismunandi stað. Það er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og við náðum ekki saman,“ sagði Ásgerður. Ásgerður segir að Valur hafi verið eina liðið sem hún fór í alvöru viðræður við. „Það var eitthvað í boði en mér fannst Valur mest heillandi. Ég fór ekki í djúpar viðræður við önnur félög.“ Ásgerður hefur leikið með Stjörnunni í 13 ár, alls 218 leiki í efstu deild auk 40 bikarleikja. Síðustu ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar og andlit liðsins út á við. Hún segir að það hafi vissulega verið erfitt að yfirgefa Garðabæinn. „Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja félagið á þessum tímapunkti en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig og í þessu tilfelli gerði ég það,“ sagði Ásgerður. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Einhver vitur maður sagði að erfiðustu ákvarðanirnar væru alltaf réttar og ég vona að það sé þannig. Ég hef leikið með Stjörnunni nær allan minn meistaraflokksferil og er félaginu og öllum í kringum það þakklát.“ Valur varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki 2010. Biðin eftir titli á Hlíðarenda er því orðin ansi löng og því á að breyta. Ásgerður hjálpaði Stjörnunni að komast á toppinn á sínum tíma og vonast til að geta gert það sama hjá Val. „Það var spennandi að koma inn og reyna að ná í titil. Þetta er rosalega spennandi leikmannahópur. Auðvitað er það krefjandi verkefni að ná í þessa stóru titla,“ sagði Ásgerður sem segist eiga nóg eftir. „Mér finnst það. Ég hef sjaldan haft jafn mikinn eldmóð og kraft. Eflaust eru einhverjar efasemdarraddir um það eftir að ég kom til baka eftir barnsburð í fyrra. En ég vinn oftast best undir pressu,“ sagði Ásgerður sem fer á sína fyrstu æfingu með Val í dag. „Það verður örugglega mjög skrítið að mæta ekki á æfingu á Samsung-völlinn í nóvember. En ég þekki flestar í Valsliðinu; hef æft með þeim í landsliðinu og sumumþegar ég var hjá Kristianstad í Svíþjóð,“ sagði Ásgerður að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Valur fékk heldur betur góðan liðsstyrk um helgina þegar Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir skrifuðu undir samning við félagið. Sú síðarnefnda kemur frá Þór/KA. Lillý, sem er 21 árs varnarmaður, hefur leikið 110 leiki með Þór/KA í Pepsi-deildinni og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Hún hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ásgerður, sem er 31 árs, kemur frá Stjörnunni þar sem hún hefur leikið síðan 2005 og verið fyrirliði undanfarin ár. Ásgerður átti ríkan þátt í því að Stjarnan komst í hóp bestu liða landsins og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með Garðabæjarliðinu. Nú taka hins vegar við nýjar áskoranir hjá henni. „Þetta heillaði mig strax þegar ég talaði við Pétur [Pétursson, þjálfara liðsins], bæði hans hugmyndir og svo félagið í heild sinni,“ sagði Ásgerður í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún segir að viðræður við Stjörnuna hafi ekki gengið upp. „Um tveimur vikum eftir tímabilið lá fyrir að ég myndi yfirgefa Stjörnuna. Þetta gekk bara ekki upp. Við vorum á mismunandi stað. Það er mikil endurnýjun í gangi hjá Stjörnunni og við náðum ekki saman,“ sagði Ásgerður. Ásgerður segir að Valur hafi verið eina liðið sem hún fór í alvöru viðræður við. „Það var eitthvað í boði en mér fannst Valur mest heillandi. Ég fór ekki í djúpar viðræður við önnur félög.“ Ásgerður hefur leikið með Stjörnunni í 13 ár, alls 218 leiki í efstu deild auk 40 bikarleikja. Síðustu ár hefur hún verið fyrirliði Stjörnunnar og andlit liðsins út á við. Hún segir að það hafi vissulega verið erfitt að yfirgefa Garðabæinn. „Mér finnst ótrúlega erfitt að kveðja félagið á þessum tímapunkti en stundum þarf maður að hugsa um sjálfan sig og í þessu tilfelli gerði ég það,“ sagði Ásgerður. „Þetta var stór og erfið ákvörðun. Einhver vitur maður sagði að erfiðustu ákvarðanirnar væru alltaf réttar og ég vona að það sé þannig. Ég hef leikið með Stjörnunni nær allan minn meistaraflokksferil og er félaginu og öllum í kringum það þakklát.“ Valur varð síðast Íslandsmeistari í kvennaflokki 2010. Biðin eftir titli á Hlíðarenda er því orðin ansi löng og því á að breyta. Ásgerður hjálpaði Stjörnunni að komast á toppinn á sínum tíma og vonast til að geta gert það sama hjá Val. „Það var spennandi að koma inn og reyna að ná í titil. Þetta er rosalega spennandi leikmannahópur. Auðvitað er það krefjandi verkefni að ná í þessa stóru titla,“ sagði Ásgerður sem segist eiga nóg eftir. „Mér finnst það. Ég hef sjaldan haft jafn mikinn eldmóð og kraft. Eflaust eru einhverjar efasemdarraddir um það eftir að ég kom til baka eftir barnsburð í fyrra. En ég vinn oftast best undir pressu,“ sagði Ásgerður sem fer á sína fyrstu æfingu með Val í dag. „Það verður örugglega mjög skrítið að mæta ekki á æfingu á Samsung-völlinn í nóvember. En ég þekki flestar í Valsliðinu; hef æft með þeim í landsliðinu og sumumþegar ég var hjá Kristianstad í Svíþjóð,“ sagði Ásgerður að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Durant æfði með meisturunum í gær Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn