Drengir, feður, stríð Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. nóvember 2018 09:00 Í gær voru 100 ár liðin frá lokum þeirra stríðsátaka sem Íslendingar kalla í bjartsýni sinni Fyrri heimsstyrjöldina. Upp undir 20 milljón manns létu lífið í þessari fjögurra ára martröð og annar eins fjöldi særðist. Alls börðust um 70 milljón hermenn í stríðinu, mest drengir. Fjölmargar lýsingar eru til af því hversu viðurstyggileg hörmung þetta stríð var. Ungir menn með rotnar tennur fastir í skotgröfum, skríðandi í drullu innan um sprengingar. Það er ein af dýpri ráðgátum mannkynssögunnar hvers vegna svona margir ungir karlmenn, jafnvel unglingar undir lögaldri, buðu sig fram til hermennsku til þess að storma inn á vígvöllinn og drepa hver annan. Ein kenningin er sú að fólk hafi almennt, eftir langvarandi frið í Evrópu, verið búið að gleyma því hvernig stríð færi fram. Önnur kenning er einfaldlega sú að múgæsing hafi gripið um sig, einhvers konar allsherjar þrýstingur á unga menn í samfélögum Evrópu um að nú skyldu þeir sanna karlmennsku sína. Með því að skjóta hver annan. Oft hefur það verið hlutskipti karlmanna í mannkynssögunni að vera með einum eða öðrum hætti fallbyssufóður. Að ganga í takt við aðra unga menn í einkennisklæddum massa með byssu á öxl inn í martraðir og dauða. Fyrri heimsstyrjöldin var í raun og veru ein samfelld, markviss tortíming á ungum karlmönnum. Þeim var fórnað í milljónavís í valdatafli sem fáir í raun skilja, ef einhver. Út af hverju var eiginlega þessi heimsstyrjöld? Af hverju dóu allir þessir drengir?Karlfrelsisbarátta Það var eitthvað viðeigandi við það að 100 ára afmæli stríðslokanna skyldi bera upp á feðradaginn að þessu sinni. Báðir viðburðirnir setja karlmennskuna í brennidepil, með ólíku móti. Feðradagurinn á Íslandi á sér ekki langa sögu. Hann var fyrst haldinn árið 2006. Þá var efnt til ráðstefnu á Nordica, á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Félags ábyrgra feðra, um feður í samfélagi nútímans og um þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Síðan þá er dagurinn haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvember ár hvert. Ég fékk knús. En reyndar bara eftir að ég var búinn að tilkynna heimilishaldinu, eins föðurlega og mér er unnt, að feðradagurinn væri. Það var ekki vitað. En hvað um það. Knúsið var gott. Og ég, semsagt, hugsaði um fyrri heimsstyrjöldina í leiðinni og allar breytingarnar á veröldinni frá því hún var háð. Ég held að það gleymist stundum hvað jafnréttisbaráttan, kvenfrelsisbaráttan hefur verið mikilvæg fyrir karlmenn líka. Hvað hún hefur gert fyrir okkur feðurna og drengina. Karlmenn eiga ekki að drepa. Þeir þurfa ekki að rjúka í stríð til að sanna karlmennsku sína. Þeir eiga að ala upp börn. Sinna heimilinu. Skipta um bleyjur. Tala um tilfinningar sínar. Ég held að jafnréttisbaráttan og breytingarnar á veröldinni sem hafa orðið út af henni sé langlíklegust til að koma í veg fyrir að nokkru sinni myndist aftur sú stemmning í Evrópu að ungir karlmenn telji sig almennt knúna til að rjúka í stríð og drepa hver annan. Kvenfrelsisbaráttan hefur þannig orðið karlfrelsisbarátta líka.Barðir menn Saga karlmennskunnar er órjúfanlega tengd ofbeldi og átökum, þótt vissulega eigi hún sér fallegar og uppbyggilegar hliðar líka eins og hetjudáðir og ósérhlífni. En ég þekki semsagt — held ég að mér sé óhætt að segja — engan karlmann sem hefur ekki á einhverjum tímapunkti í lífi sínu verið barinn. Þannig er að vera karl. Einu sinni var ég, fimmtán ára, laminn á einu kvöldi á útihátíð þrisvar sinnum af þremur ótengdum, en álíka pöddufullum, mér eldri strákum af engri ástæðu. Maður hristi þetta af sér. Svona var lífið. Það var alltaf verið að lemja einhverja. Ég náði líka í öllum tilvikum að hlaupa burt. Þegar upp er staðið var kvöldið líka gott vegna þess að þarna í fyrsta skipti kyssti mig stelpa. Í lopapeysu á tjaldstæði. Það trompaði barsmíðarnar. Hér er ég auðvitað að bera mig mannalega. Í hreinskilni sagt hefur þetta alltaf setið í mér. Að vera laminn er ekki gaman. Að verða fyrir ofbeldi er niðurlægjandi og trámatísk reynsla sem skilur eftir ör á sálinni. Ég held að mjög margir karlmenn beri slík ör, þótt þeir láti ekki endilega mikið með það. Kem ég þá aftur að hinu. Megi jafnréttisbaráttan halda áfram sem aldrei fyrr og ná nýjum hæðum helst, þar sem markmiðum beggja kynja er náð, um að búa til veröld þar sem ofbeldi er ekki liðið — hvaða nafni sem það nefnist — og bæði karlar og konur, drengir og stúlkur, geta um frjálst höfuð strokið og þurfa ekki undir nokkrum kringumstæðum að sanna eitthvert bull með því að meiða, lemja eða drepa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í gær voru 100 ár liðin frá lokum þeirra stríðsátaka sem Íslendingar kalla í bjartsýni sinni Fyrri heimsstyrjöldina. Upp undir 20 milljón manns létu lífið í þessari fjögurra ára martröð og annar eins fjöldi særðist. Alls börðust um 70 milljón hermenn í stríðinu, mest drengir. Fjölmargar lýsingar eru til af því hversu viðurstyggileg hörmung þetta stríð var. Ungir menn með rotnar tennur fastir í skotgröfum, skríðandi í drullu innan um sprengingar. Það er ein af dýpri ráðgátum mannkynssögunnar hvers vegna svona margir ungir karlmenn, jafnvel unglingar undir lögaldri, buðu sig fram til hermennsku til þess að storma inn á vígvöllinn og drepa hver annan. Ein kenningin er sú að fólk hafi almennt, eftir langvarandi frið í Evrópu, verið búið að gleyma því hvernig stríð færi fram. Önnur kenning er einfaldlega sú að múgæsing hafi gripið um sig, einhvers konar allsherjar þrýstingur á unga menn í samfélögum Evrópu um að nú skyldu þeir sanna karlmennsku sína. Með því að skjóta hver annan. Oft hefur það verið hlutskipti karlmanna í mannkynssögunni að vera með einum eða öðrum hætti fallbyssufóður. Að ganga í takt við aðra unga menn í einkennisklæddum massa með byssu á öxl inn í martraðir og dauða. Fyrri heimsstyrjöldin var í raun og veru ein samfelld, markviss tortíming á ungum karlmönnum. Þeim var fórnað í milljónavís í valdatafli sem fáir í raun skilja, ef einhver. Út af hverju var eiginlega þessi heimsstyrjöld? Af hverju dóu allir þessir drengir?Karlfrelsisbarátta Það var eitthvað viðeigandi við það að 100 ára afmæli stríðslokanna skyldi bera upp á feðradaginn að þessu sinni. Báðir viðburðirnir setja karlmennskuna í brennidepil, með ólíku móti. Feðradagurinn á Íslandi á sér ekki langa sögu. Hann var fyrst haldinn árið 2006. Þá var efnt til ráðstefnu á Nordica, á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Félags ábyrgra feðra, um feður í samfélagi nútímans og um þátttöku feðra í fæðingarorlofi. Síðan þá er dagurinn haldinn hátíðlegur annan sunnudag í nóvember ár hvert. Ég fékk knús. En reyndar bara eftir að ég var búinn að tilkynna heimilishaldinu, eins föðurlega og mér er unnt, að feðradagurinn væri. Það var ekki vitað. En hvað um það. Knúsið var gott. Og ég, semsagt, hugsaði um fyrri heimsstyrjöldina í leiðinni og allar breytingarnar á veröldinni frá því hún var háð. Ég held að það gleymist stundum hvað jafnréttisbaráttan, kvenfrelsisbaráttan hefur verið mikilvæg fyrir karlmenn líka. Hvað hún hefur gert fyrir okkur feðurna og drengina. Karlmenn eiga ekki að drepa. Þeir þurfa ekki að rjúka í stríð til að sanna karlmennsku sína. Þeir eiga að ala upp börn. Sinna heimilinu. Skipta um bleyjur. Tala um tilfinningar sínar. Ég held að jafnréttisbaráttan og breytingarnar á veröldinni sem hafa orðið út af henni sé langlíklegust til að koma í veg fyrir að nokkru sinni myndist aftur sú stemmning í Evrópu að ungir karlmenn telji sig almennt knúna til að rjúka í stríð og drepa hver annan. Kvenfrelsisbaráttan hefur þannig orðið karlfrelsisbarátta líka.Barðir menn Saga karlmennskunnar er órjúfanlega tengd ofbeldi og átökum, þótt vissulega eigi hún sér fallegar og uppbyggilegar hliðar líka eins og hetjudáðir og ósérhlífni. En ég þekki semsagt — held ég að mér sé óhætt að segja — engan karlmann sem hefur ekki á einhverjum tímapunkti í lífi sínu verið barinn. Þannig er að vera karl. Einu sinni var ég, fimmtán ára, laminn á einu kvöldi á útihátíð þrisvar sinnum af þremur ótengdum, en álíka pöddufullum, mér eldri strákum af engri ástæðu. Maður hristi þetta af sér. Svona var lífið. Það var alltaf verið að lemja einhverja. Ég náði líka í öllum tilvikum að hlaupa burt. Þegar upp er staðið var kvöldið líka gott vegna þess að þarna í fyrsta skipti kyssti mig stelpa. Í lopapeysu á tjaldstæði. Það trompaði barsmíðarnar. Hér er ég auðvitað að bera mig mannalega. Í hreinskilni sagt hefur þetta alltaf setið í mér. Að vera laminn er ekki gaman. Að verða fyrir ofbeldi er niðurlægjandi og trámatísk reynsla sem skilur eftir ör á sálinni. Ég held að mjög margir karlmenn beri slík ör, þótt þeir láti ekki endilega mikið með það. Kem ég þá aftur að hinu. Megi jafnréttisbaráttan halda áfram sem aldrei fyrr og ná nýjum hæðum helst, þar sem markmiðum beggja kynja er náð, um að búa til veröld þar sem ofbeldi er ekki liðið — hvaða nafni sem það nefnist — og bæði karlar og konur, drengir og stúlkur, geta um frjálst höfuð strokið og þurfa ekki undir nokkrum kringumstæðum að sanna eitthvert bull með því að meiða, lemja eða drepa.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun