Íslenskur vísindamaður mældi allt ljós alheimsins með hjálp risasvarthola Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 20:00 Í rannsókninni notaði Kári Helgason gögn um gammageisla frá risasvartholum til að reikna út hversu margar ljóseindir eru til í alheiminum. Vísir/samsett Birta allra stjarna sem skinið hafa í sögu alheimsins var mæld með hjálp hundruð risasvarthola í nýrri rannsókn alþjóðlegs hóps stjörnufræðinga. Kári Helgason, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar, náði að endurskapa sögu stjörnumyndunar allt frá árdögum alheimsins með gögnunum sem þannig fengust. Stjörnur og vetrarbrautir hafa logað í alheiminum í rúma þrettán milljarða ára. Þrátt fyrir að stjörnurnar séu margar löngu kulnaðar eða sprungnar lifir birta þeirra enn í svonefndu bakgrunnsljósi alheimsins. Það er nokkurs konar þoka ljóseinda sem hefur safnast upp allt frá tímum fyrstu stjarnanna og vetrarbrautanna. Í þokunni felast upplýsingar um sögu alheimsins og hvenær stjörnur og vetrarbrautir mynduðust. Kári og félagar notuðu hugvitsamlega lausn til þess að fá betri mynd af stjörnumyndunarsögunni með mælingum sínum á bakgrunnsljósinu. Rannsóknin bendir til þess að alheimurinn hafi ekki verið eins skapandi á upphafsárum sínum og reiknað hefur verið með fram að þessu. Grein með niðurstöðum þeirra birtist í vísindaritinu Science á morgun. Auk Kára, sem starfar hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, er Guðlaugur Jóhannesson, fræðimaður við stofnunina, á meðal höfunda greinarinnar. Guðlaugur hefur verið virkur meðlimur Fermi-samstarfsins frá því að sjónaukanum var skotið á loft árið 2008. Rannsóknin nú er hluti af verkefni um bakgrunnsljós vetrarbrauta sem Kári stýrir og Rannís styrkir.Í myndbandi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í spilaranum hér fyrir neðan er farið yfir rannsóknina í einföldu máli. Háskóli Íslands fékk leyfi að talsetja myndbandið á íslensku.Strókar risasvarthola eins og vitar sem lýsa í gegnum þokuna Stjörnufræðingar telja að stjörnur hafi byrjað að myndast í alheiminum aðeins nokkrum milljónum ára eftir Miklahvell. Stjörnurnar mynduðu síðan vetrarbrautir sem eru stærstu sýnilegu einingar heimsins. Þó að hægt hafi á stjörnumynduninni verða enn sjö nýjar stjörnur til í Vetrarbrautinni okkar árlega. Fram að þessu hafa vísindamenn gert sér hugmyndir um sögu stjörnumyndunar með því að telja vetrarbrautir sem öflugir sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn koma auga á með því að stara lengi út í elífðina. Þeirri aðferð eru hins vegar takmörk sett því ljósið frá elstu vetrarbrautunum er of dauft til að sjónaukarnir greini það. Aðferðin sem Kári og félagar beittu var nýstárlega. Þeir notuðu gammageisla frá tröllauknum risasvartholum í miðju vetrarbrauta sem nokkurs konar radar til þess að mæla bakgrunnsljós alheimsins sem felur í sér allt útfjólublátt, innrautt og sjáanlegt ljós sem stjörnur hafa myndað frá upphafi vega. „Þessar ljóseindir eyðast aldrei, þær bara hlaðast upp. Þær eru búnar að hlaðast upp frá því skömmu eftir Miklahvell. Í dag eru þær í rauninni allt í kringum okkur og við sitjum í sjó af ljóseindum sem eru búnar að byggjast upp frá stjörnum og vetrarbrautum frá árdögum alheims,“ segir Kári í samtali við Vísi. Þegar efni hverfur inn í svarthol myndast gríðarleg orka í formi gammageisla sem skýst út frá þeim í strókum. Gammageislar eru orkuríkusta tegund ljóss sem til er. Orka þeirra eru svo mikil að þeir geta rekist á ljóseindir ólíkt öðrum tegundum ljósbylgna. Við árekstrana dofna gammageislarnir á ferðalagi sínu um geiminn líkt og ljós í gegnum þoku. Vísindamennirnir notuðu Fermi-gammageislasjónauka bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til þess að finna á áttunda hundrað slíkra svartholastróka sem beinast að jörðinni. Kári líkir svarholunum við vita sem lýsa í gegnum þoku bakgrunnsljóssins. Með því að mæla hversu mikið gammageislarnir höfðu dofnað á leiðinni gátu vísindamennirnir metið hversu mikið af ljóseindum væri í bakgrunnsljósinu. „Vitinn sem lýsir í gegnum þokuna leyfir okkur að rannsaka þokuna,“ segir Kári.Kári hefur sérhæft sig í líkanagerð á bakgrunnsljósi alheimsins.Vísir/VilhelmReiknaði út fjölda ljóseinda sem eru til í alheiminum Það var í verkahring Kára að taka gögnin um hversu mikið gammageislarnir höfðu dofnað á leið sinni til jarðar og reikna út hversu mikið af ljóseindum væri að finna í bakgrunnsljósinu. Samkvæmt þeim útreikningum hafa allar stjörnur sýnilega alheimsins samanlagt sent frá sér 4.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000. 000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 ljóseindir (4x1084) síðustu þrettán milljarða ára. Þrátt fyrir að ljóseindirnar séu nánast allar enn til staðar í alheiminum er næturhimininn biksvartur. Alheimurinn er enda gríðarlega víðfeðmur og ljósið því afar útþynnt. Birtan frá bakgrunnsljósinu samsvarar því aðeins einni 60 vatta ljósaperu séð úr fjögurra kílómetra fjarlægð dreifð yfir allan himininn. „Bakgrunnsljósið er alls staðar, það er bara mjög dauft,“ segir Kári. Kára tókst einnig að endurskapa sögu stjörnumyndunarinnar fyrir um 90% aldurs alheimsins út frá útreikningum sínum á bakgrunnsljósinu en það er í fyrsta skipti sem það hefur verið gert. „Það segir okkur hversu hratt og hvar stjörnur mynduðust, á hvaða tímabilum í alheiminum,“ segir Kári sem hefur sérhæft sig í mælingum og líkanagerð á bakgrunnsljósinu.Grænu punktarnir á þessu korti í gammageislun af næturhimninum eru risasvartholin sem notuð voru til að mæla bakgrunnsljósið. Rauða rákin sem liggur yfir kortið þvert er skífa Vetrarbrautarinnar okkar.NASA/DOE/Fermi LAT CollaborationRennir stoðum undir fyrri rannsóknir Meginniðurstöðurnar staðfesta í raun mælingar frá hefðbundnum vetrarbrautatalningum og rennir frekari stoðum undir núverandi hugmyndir vísindamanna. „Þegar tvær mjög ólíkar aðferðir leiða sama svarið í ljós þá vitum við að við erum á réttri braut,“ segir Kári. Sagan sem gögnin segja er á þá leið að stjörnumyndunin hófst skömmu eftir Miklahvell og jókst jafnt og þétt. Hún náði hámarki sínu fyrir um tíu milljörðum ára. „Þá voru stærstu vetrarbrautirnar að mynda stjörnur og rekast á í miklum ágangi. Síðan hefur stjörnumyndun hægt og bítandi minnkað. Það má segja að við höfum misst af helsta partíinu í alheiminum. Partíið er að deyja út og stærstu vetrarbrautirnar eru hættar að mynda stjörnur,“ segir Kári. Gammageislarnir sem voru notaðir við rannsóknina ná svo langt aftur í tímann og Kári og félagar gátu sett mörk á hversu margar ljóseindir voru til í árdaga alheimsins og þannig hversu virk stjörnumyndunin var á þeim tíma. Þetta tímabil alheimssögunnar þar sem fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar mynduðust er á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn, stærsti geimsjónauki heims sem til stóð að skjóta á loft á þessu ári en frestaðist til 2021, á að rannsaka. Grein Kára og félaga hefur þýðingu fyrir þær rannsóknir. Niðurstöður þeirra benda til þess að James Webb-sjónaukinn finni færri vetrarbrautir á þessu tímabili nokkur hundruð milljónum eftir Miklahvell en sumir vísindamenn hafa talið. Vísindi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira
Birta allra stjarna sem skinið hafa í sögu alheimsins var mæld með hjálp hundruð risasvarthola í nýrri rannsókn alþjóðlegs hóps stjörnufræðinga. Kári Helgason, einn aðalhöfunda rannsóknarinnar, náði að endurskapa sögu stjörnumyndunar allt frá árdögum alheimsins með gögnunum sem þannig fengust. Stjörnur og vetrarbrautir hafa logað í alheiminum í rúma þrettán milljarða ára. Þrátt fyrir að stjörnurnar séu margar löngu kulnaðar eða sprungnar lifir birta þeirra enn í svonefndu bakgrunnsljósi alheimsins. Það er nokkurs konar þoka ljóseinda sem hefur safnast upp allt frá tímum fyrstu stjarnanna og vetrarbrautanna. Í þokunni felast upplýsingar um sögu alheimsins og hvenær stjörnur og vetrarbrautir mynduðust. Kári og félagar notuðu hugvitsamlega lausn til þess að fá betri mynd af stjörnumyndunarsögunni með mælingum sínum á bakgrunnsljósinu. Rannsóknin bendir til þess að alheimurinn hafi ekki verið eins skapandi á upphafsárum sínum og reiknað hefur verið með fram að þessu. Grein með niðurstöðum þeirra birtist í vísindaritinu Science á morgun. Auk Kára, sem starfar hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, er Guðlaugur Jóhannesson, fræðimaður við stofnunina, á meðal höfunda greinarinnar. Guðlaugur hefur verið virkur meðlimur Fermi-samstarfsins frá því að sjónaukanum var skotið á loft árið 2008. Rannsóknin nú er hluti af verkefni um bakgrunnsljós vetrarbrauta sem Kári stýrir og Rannís styrkir.Í myndbandi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í spilaranum hér fyrir neðan er farið yfir rannsóknina í einföldu máli. Háskóli Íslands fékk leyfi að talsetja myndbandið á íslensku.Strókar risasvarthola eins og vitar sem lýsa í gegnum þokuna Stjörnufræðingar telja að stjörnur hafi byrjað að myndast í alheiminum aðeins nokkrum milljónum ára eftir Miklahvell. Stjörnurnar mynduðu síðan vetrarbrautir sem eru stærstu sýnilegu einingar heimsins. Þó að hægt hafi á stjörnumynduninni verða enn sjö nýjar stjörnur til í Vetrarbrautinni okkar árlega. Fram að þessu hafa vísindamenn gert sér hugmyndir um sögu stjörnumyndunar með því að telja vetrarbrautir sem öflugir sjónaukar eins og Hubble-geimsjónaukinn koma auga á með því að stara lengi út í elífðina. Þeirri aðferð eru hins vegar takmörk sett því ljósið frá elstu vetrarbrautunum er of dauft til að sjónaukarnir greini það. Aðferðin sem Kári og félagar beittu var nýstárlega. Þeir notuðu gammageisla frá tröllauknum risasvartholum í miðju vetrarbrauta sem nokkurs konar radar til þess að mæla bakgrunnsljós alheimsins sem felur í sér allt útfjólublátt, innrautt og sjáanlegt ljós sem stjörnur hafa myndað frá upphafi vega. „Þessar ljóseindir eyðast aldrei, þær bara hlaðast upp. Þær eru búnar að hlaðast upp frá því skömmu eftir Miklahvell. Í dag eru þær í rauninni allt í kringum okkur og við sitjum í sjó af ljóseindum sem eru búnar að byggjast upp frá stjörnum og vetrarbrautum frá árdögum alheims,“ segir Kári í samtali við Vísi. Þegar efni hverfur inn í svarthol myndast gríðarleg orka í formi gammageisla sem skýst út frá þeim í strókum. Gammageislar eru orkuríkusta tegund ljóss sem til er. Orka þeirra eru svo mikil að þeir geta rekist á ljóseindir ólíkt öðrum tegundum ljósbylgna. Við árekstrana dofna gammageislarnir á ferðalagi sínu um geiminn líkt og ljós í gegnum þoku. Vísindamennirnir notuðu Fermi-gammageislasjónauka bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til þess að finna á áttunda hundrað slíkra svartholastróka sem beinast að jörðinni. Kári líkir svarholunum við vita sem lýsa í gegnum þoku bakgrunnsljóssins. Með því að mæla hversu mikið gammageislarnir höfðu dofnað á leiðinni gátu vísindamennirnir metið hversu mikið af ljóseindum væri í bakgrunnsljósinu. „Vitinn sem lýsir í gegnum þokuna leyfir okkur að rannsaka þokuna,“ segir Kári.Kári hefur sérhæft sig í líkanagerð á bakgrunnsljósi alheimsins.Vísir/VilhelmReiknaði út fjölda ljóseinda sem eru til í alheiminum Það var í verkahring Kára að taka gögnin um hversu mikið gammageislarnir höfðu dofnað á leið sinni til jarðar og reikna út hversu mikið af ljóseindum væri að finna í bakgrunnsljósinu. Samkvæmt þeim útreikningum hafa allar stjörnur sýnilega alheimsins samanlagt sent frá sér 4.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000. 000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 ljóseindir (4x1084) síðustu þrettán milljarða ára. Þrátt fyrir að ljóseindirnar séu nánast allar enn til staðar í alheiminum er næturhimininn biksvartur. Alheimurinn er enda gríðarlega víðfeðmur og ljósið því afar útþynnt. Birtan frá bakgrunnsljósinu samsvarar því aðeins einni 60 vatta ljósaperu séð úr fjögurra kílómetra fjarlægð dreifð yfir allan himininn. „Bakgrunnsljósið er alls staðar, það er bara mjög dauft,“ segir Kári. Kára tókst einnig að endurskapa sögu stjörnumyndunarinnar fyrir um 90% aldurs alheimsins út frá útreikningum sínum á bakgrunnsljósinu en það er í fyrsta skipti sem það hefur verið gert. „Það segir okkur hversu hratt og hvar stjörnur mynduðust, á hvaða tímabilum í alheiminum,“ segir Kári sem hefur sérhæft sig í mælingum og líkanagerð á bakgrunnsljósinu.Grænu punktarnir á þessu korti í gammageislun af næturhimninum eru risasvartholin sem notuð voru til að mæla bakgrunnsljósið. Rauða rákin sem liggur yfir kortið þvert er skífa Vetrarbrautarinnar okkar.NASA/DOE/Fermi LAT CollaborationRennir stoðum undir fyrri rannsóknir Meginniðurstöðurnar staðfesta í raun mælingar frá hefðbundnum vetrarbrautatalningum og rennir frekari stoðum undir núverandi hugmyndir vísindamanna. „Þegar tvær mjög ólíkar aðferðir leiða sama svarið í ljós þá vitum við að við erum á réttri braut,“ segir Kári. Sagan sem gögnin segja er á þá leið að stjörnumyndunin hófst skömmu eftir Miklahvell og jókst jafnt og þétt. Hún náði hámarki sínu fyrir um tíu milljörðum ára. „Þá voru stærstu vetrarbrautirnar að mynda stjörnur og rekast á í miklum ágangi. Síðan hefur stjörnumyndun hægt og bítandi minnkað. Það má segja að við höfum misst af helsta partíinu í alheiminum. Partíið er að deyja út og stærstu vetrarbrautirnar eru hættar að mynda stjörnur,“ segir Kári. Gammageislarnir sem voru notaðir við rannsóknina ná svo langt aftur í tímann og Kári og félagar gátu sett mörk á hversu margar ljóseindir voru til í árdaga alheimsins og þannig hversu virk stjörnumyndunin var á þeim tíma. Þetta tímabil alheimssögunnar þar sem fyrstu stjörnurnar og vetrarbrautirnar mynduðust er á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn, stærsti geimsjónauki heims sem til stóð að skjóta á loft á þessu ári en frestaðist til 2021, á að rannsaka. Grein Kára og félaga hefur þýðingu fyrir þær rannsóknir. Niðurstöður þeirra benda til þess að James Webb-sjónaukinn finni færri vetrarbrautir á þessu tímabili nokkur hundruð milljónum eftir Miklahvell en sumir vísindamenn hafa talið.
Vísindi Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Sjá meira