Trump útilokar ekki að náða Manafort Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2018 08:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. Þá átti einnig að rétta yfir honum fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir en hann gerði samkomulag við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um Rússarannsóknina svokölluðu. Mueller hefur nú fellt þetta samkomulag niður og sagði Manafort hafa brotið gegn því með því að ljúga að rannsakendum. Þá tjáði lögmaður Manafort lögmönnum Trump um allar þær spurningar sem Manafort var spurður af rannsakendum Mueller. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 þegar hann steig til hliðar í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Lögspekingar hafa velt því fyrir sér hvort Manafort hafi freistað þess að fá forsetann til að náða sig á sama tíma og hann reyndi að fá Mueller til að milda refsingu sína.Sjá einnig: Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hansÍ viðtali við New York Post, sem birt var í gær, líkti Trump Rússarannsókninni við leit Joe McCarthy að kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar, sem er auðvelt að túlka á þann veg að hann telji þetta vera ofsóknir gegn sér. Þá sagði hann mögulega náðun Manafort aldrei hafa verið rædda en hann vildi þó ekki útiloka að náða hann. „Af hverju ætti ég að gera það?“ sagði Trump. Mark Warner, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og æðsti meðlimur flokksins í njósnamálanefnd öldungadeildarinnar, sagði á Twitter að náðunarvald forseta Bandaríkjanna væri ekki persónulegt tól Trump til að vernda sig og vini sína. Hann sagði ljóst náðun Manafort væri gróf misbeiting valds.This would be a blatant and unacceptable abuse of power. The pardon power is not the President's personal tool for protecting himself and his friends. https://t.co/sM5UnUmOnW— Mark Warner (@MarkWarner) November 28, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill ekki útiloka að náða Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra sinn, sem hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik og bankasvik. Þá átti einnig að rétta yfir honum fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir en hann gerði samkomulag við Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, sem heldur utan um Rússarannsóknina svokölluðu. Mueller hefur nú fellt þetta samkomulag niður og sagði Manafort hafa brotið gegn því með því að ljúga að rannsakendum. Þá tjáði lögmaður Manafort lögmönnum Trump um allar þær spurningar sem Manafort var spurður af rannsakendum Mueller. Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst árið 2016 þegar hann steig til hliðar í skugga ásakana um að hann hefði þegið milljónir dollara frá fyrrverandi forseta Úkraínu. Lögspekingar hafa velt því fyrir sér hvort Manafort hafi freistað þess að fá forsetann til að náða sig á sama tíma og hann reyndi að fá Mueller til að milda refsingu sína.Sjá einnig: Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hansÍ viðtali við New York Post, sem birt var í gær, líkti Trump Rússarannsókninni við leit Joe McCarthy að kommúnistum í Bandaríkjunum á sjötta áratug síðustu aldar, sem er auðvelt að túlka á þann veg að hann telji þetta vera ofsóknir gegn sér. Þá sagði hann mögulega náðun Manafort aldrei hafa verið rædda en hann vildi þó ekki útiloka að náða hann. „Af hverju ætti ég að gera það?“ sagði Trump. Mark Warner, öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins og æðsti meðlimur flokksins í njósnamálanefnd öldungadeildarinnar, sagði á Twitter að náðunarvald forseta Bandaríkjanna væri ekki persónulegt tól Trump til að vernda sig og vini sína. Hann sagði ljóst náðun Manafort væri gróf misbeiting valds.This would be a blatant and unacceptable abuse of power. The pardon power is not the President's personal tool for protecting himself and his friends. https://t.co/sM5UnUmOnW— Mark Warner (@MarkWarner) November 28, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46 Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Úthúðar The Guardian fyrir umfjöllun um meintan leynifund Assange og Manafort Kristinn Hrafnsson vandar The Guardian ekki kveðjurnar vegna fréttar um Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 23:46
Lögmaður Manafort greindi lögmönnum Trump frá vitnisburði hans Trump forseti virðist meðal annars hafa notað upplýsingarnar í áróðursstríði sínu gegn Rússarannsókninni svonefndu. 28. nóvember 2018 19:29
Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21
Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks. 27. nóvember 2018 16:23