Seðlabanki Bretlands telur að hagkerfi Bretlands gæti skroppið saman um allt að átta prósent gangi landið úr Evrópusambandinu án samnings um útgönguna. Kreppan gætu orðið verri en eftir fjármálahrunið árið 2008. Fjármálaráðuneytið telur að Bretum eigi eftir að vegna verr eftir útgönguna en ef þær væru um kyrrt, sama hvaða leið verður farin.
Í greiningu Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, á verstu mögulegu sviðsmynd Brexit kemur fram að útganga án samnings myndi leiða til gengishruns pundsins og fasteignaverð gæti fallið um tæpan þriðjung fyrstu fimm árin eftir Brexit, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Hagvöxtur gæti þó aftur farið af stað fyrir árslok 2023. Bankinn byggir greiningu sína meðal annars á því að Bretar taki upp reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, geri enga viðskiptasamninga fyrir árið 2022 og að þeir missi aðgang að öllum viðskiptasamningum á milli Evrópusambandsins og annarra ríkja. Þá gerir bankinn ráð fyrir röskunum á landamærum vegna eftirlits og fækkun innflytjenda.
Breska fjármálaráðuneytið segir í skýrslu sem birt var í dag að verg landsframleiðsla landsins verði minni fimmtán árum eftir útgönguna úr ESB en ef það hefði haldið aðild sinni áfram. Það telur að efnahagur Bretlands dragist saman um 9,3% ef enginn útgöngusamningur næst við Evrópusambandið.
Samningur sem Theresa May forsætisráðherra náði við sambandið verður lagður fyrir breska þingið eftir hálfan mánuð. Fjármálaráðuneytið vann hins vegar enga spá sem byggði á forsendum samnings May í skýrslu sinni.
Óljóst er hvort að nægilegur stuðningur er við samnings forsætisráðherrann til að hann verði samþykktur í þinginu.
Hætta á kreppu gangi Bretar úr ESB án samnings
Kjartan Kjartansson skrifar

Mest lesið

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent



Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent

Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent