Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2018 16:34 Dacia Duster jepplingurinn. Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum.Duster-bílarnir eru algeng sjón á vegum landsins en undanfarin ár hafabílaleigur keypt fjölmarga slíka bíla og leigt þá út til ferðamanna.Maðurinn er grunaður um minnst sex innbrot í Duster-bíla á tímabilinu 12. nóvember til 20. nóvember. Maðurinn var handtekinn eftir að brotist var inn í Duster-bíl sem var undir eftirliti lögreglu þann 20. nóvember. Lögregla bar kenns á manninn af myndupptökum þar sem sjá má mann brjótast inn í bílinn og stela þaðan fartölvu.Við skýrslutöku neitaði hann sök, sagðist ekki þekkja sig af myndbandsupptökunum og að fartölvuna, samskonar þeirri sem stolið var úr bílnum, hafi hann fundið við ruslagám við Hallgrímskirkju.Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms.Vísir/VilhelmHandtekinn klæddur í jakka sem saknað var eftir innbrot í Duster Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stolið myndavélum og drónum að andvirði 800 þúsund króna úr Duster-bíl þann 18. nóvember. Er hann einnig grunaður um að hafa meðal annars stolið myndavél, gleraugum og jakka en er hann var handtekinn þann 12. nóvember eftir innbrot í Duster-bíl var hann klæddur í jakkann sem saknað var eftir innbrotið. Sagðist maðurinn hins vegar hafa fengið jakkann tveimur dögum áður. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að rannsókn lögreglu á innbrotunum sé á frumstigi og verið sé að leita að því þýfi sem ekki hafi fundist eftir innbrotin. Þá sé verið að rannsaka hvort að maðurinn hafi átt sér samverkamenn. Þá séu einnig til rannsóknar fjöldi annarra sambærilegra mála á hendur manninum. Veruleg hætta sé á því að maðurinn torveldi rannsókn málsins gangi hann laus og fór lögregla því fram á að maðurinn sæti einangrun til 28. nóvember næstkomandi. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglu og staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms í dag. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum.Duster-bílarnir eru algeng sjón á vegum landsins en undanfarin ár hafabílaleigur keypt fjölmarga slíka bíla og leigt þá út til ferðamanna.Maðurinn er grunaður um minnst sex innbrot í Duster-bíla á tímabilinu 12. nóvember til 20. nóvember. Maðurinn var handtekinn eftir að brotist var inn í Duster-bíl sem var undir eftirliti lögreglu þann 20. nóvember. Lögregla bar kenns á manninn af myndupptökum þar sem sjá má mann brjótast inn í bílinn og stela þaðan fartölvu.Við skýrslutöku neitaði hann sök, sagðist ekki þekkja sig af myndbandsupptökunum og að fartölvuna, samskonar þeirri sem stolið var úr bílnum, hafi hann fundið við ruslagám við Hallgrímskirkju.Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms.Vísir/VilhelmHandtekinn klæddur í jakka sem saknað var eftir innbrot í Duster Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa stolið myndavélum og drónum að andvirði 800 þúsund króna úr Duster-bíl þann 18. nóvember. Er hann einnig grunaður um að hafa meðal annars stolið myndavél, gleraugum og jakka en er hann var handtekinn þann 12. nóvember eftir innbrot í Duster-bíl var hann klæddur í jakkann sem saknað var eftir innbrotið. Sagðist maðurinn hins vegar hafa fengið jakkann tveimur dögum áður. Í greinargerð lögreglu vegna málsins segir að rannsókn lögreglu á innbrotunum sé á frumstigi og verið sé að leita að því þýfi sem ekki hafi fundist eftir innbrotin. Þá sé verið að rannsaka hvort að maðurinn hafi átt sér samverkamenn. Þá séu einnig til rannsóknar fjöldi annarra sambærilegra mála á hendur manninum. Veruleg hætta sé á því að maðurinn torveldi rannsókn málsins gangi hann laus og fór lögregla því fram á að maðurinn sæti einangrun til 28. nóvember næstkomandi. Héraðsdómur féllst á kröfu lögreglu og staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms í dag.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent