Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 12:22 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í gær, að hann hefði kannað þann möguleika að setja mál Samherja í sáttaferli áður en fyrirtækið var kært fyrir brot á gjaldeyrislögum í fyrra skiptið. „Ég sagði við mína lögfræðinga og aðra; er ekki hægt að setja þetta mál í sáttaferli, vegna þess að svona mál eru flókin. Og þá var kallað á hæstaréttarlögmann, sem sagði bara réttilega og las upp úr lögunum, þú mátt það ekki, þá ert þú að brjóta lögin," sagði Már í Sprengisandi í gær. Már bætti við að honum hefði borið skylda til að leggja fram kæru þar sem grunur lék á því að alvarlegt brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti hefði verið framið.Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Fréttablaðið/StefánÞorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, telur ótrúverðugt að Már hafi viljað leita sátta eftir að hafa beitt klækjum til þess að búa til ásakanir um meint brot. „Hann er að gefa það í skyn að við höfum brotið gjaldeyrislögin í þessu viðtali í gær, enn og aftur, þegar það er búið að fara í gegnum allar sakir," segir Þorsteinn. „Þegar að þú ert að beita klækjum til að búa til einhver brot, sem að síðan er sýnt fram á að eru röng, held ég að viljinn til sátta sé lítill." „Ég held að það hafi aldrei hvarflað að Má Guðmundssyni að leita sátta, enda er ekki hægt að sættast á eitthvað sem er ekki brot. Hann stendur allsber maðurinn með að það eru engin brot og hann verður einn daginn að kyngja því." Þorsteinn segir undirbúning að skaðabótamáli fyrirtækisins gegn seðlabankanum hafinn og breyta yfirlýsingar seðlabankastjóra þar engu um. „Þetta sýnir bara enn frekar þráhyggjuna í honum og í raun valdníðsluna. Hann er að nýta þetta embætti sem menn eiga að vera virðingu fyrir." Hann bendir á að bankaráð eigi eftir að fjalla um málið á næstunni. „Ég stend enn þá við mín orð, það á að reka þennan mann úr bankanum og ég held að það séu allar líkur á því að ég komi þessum manni í fangelsi," segir Þorsteinn. Seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kannski hefði mátt standa betur að málinu. „Þarna var auðvitað seðlabankinn að túlka hvað hann ætti að gera og ég held að hann hefði alveg mátt fara aðra leið, en einhverjir hefðu þá kannski sagt að þá væri hann að brjóta einhverjar jafnræðisreglur," sagði Már. Már sagðist ekki óttast hugsanlegt skaðabótamál. „Hvort sem það er skaðabótamál við bankann eða að kæra mig, að þá er það bara þeirra réttur og þá kemur í ljós hvað sé rétt í því," sagði Már. Gæti hann sjálfur skoðað eigin réttarstöðu vegna málsins. „Í fjölmiðlum hafa komið fram mjög alvarlegar ásakanir og sumar hverjar sem lögmenn segja vera langt út fyrir alla meiðyrðalöggjöf. Þar sem því er til dæmis bara slegið föstu að ég sé sekur og gæti ekki einu sinni tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins. Þetta er náttúrulega mjög mikil yfirlýsing og kannski skoða ég það eitthvað," sagði Már. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í gær, að hann hefði kannað þann möguleika að setja mál Samherja í sáttaferli áður en fyrirtækið var kært fyrir brot á gjaldeyrislögum í fyrra skiptið. „Ég sagði við mína lögfræðinga og aðra; er ekki hægt að setja þetta mál í sáttaferli, vegna þess að svona mál eru flókin. Og þá var kallað á hæstaréttarlögmann, sem sagði bara réttilega og las upp úr lögunum, þú mátt það ekki, þá ert þú að brjóta lögin," sagði Már í Sprengisandi í gær. Már bætti við að honum hefði borið skylda til að leggja fram kæru þar sem grunur lék á því að alvarlegt brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti hefði verið framið.Már Guðmundsson seðlabankastjóri.Fréttablaðið/StefánÞorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, telur ótrúverðugt að Már hafi viljað leita sátta eftir að hafa beitt klækjum til þess að búa til ásakanir um meint brot. „Hann er að gefa það í skyn að við höfum brotið gjaldeyrislögin í þessu viðtali í gær, enn og aftur, þegar það er búið að fara í gegnum allar sakir," segir Þorsteinn. „Þegar að þú ert að beita klækjum til að búa til einhver brot, sem að síðan er sýnt fram á að eru röng, held ég að viljinn til sátta sé lítill." „Ég held að það hafi aldrei hvarflað að Má Guðmundssyni að leita sátta, enda er ekki hægt að sættast á eitthvað sem er ekki brot. Hann stendur allsber maðurinn með að það eru engin brot og hann verður einn daginn að kyngja því." Þorsteinn segir undirbúning að skaðabótamáli fyrirtækisins gegn seðlabankanum hafinn og breyta yfirlýsingar seðlabankastjóra þar engu um. „Þetta sýnir bara enn frekar þráhyggjuna í honum og í raun valdníðsluna. Hann er að nýta þetta embætti sem menn eiga að vera virðingu fyrir." Hann bendir á að bankaráð eigi eftir að fjalla um málið á næstunni. „Ég stend enn þá við mín orð, það á að reka þennan mann úr bankanum og ég held að það séu allar líkur á því að ég komi þessum manni í fangelsi," segir Þorsteinn. Seðlabankastjóri sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kannski hefði mátt standa betur að málinu. „Þarna var auðvitað seðlabankinn að túlka hvað hann ætti að gera og ég held að hann hefði alveg mátt fara aðra leið, en einhverjir hefðu þá kannski sagt að þá væri hann að brjóta einhverjar jafnræðisreglur," sagði Már. Már sagðist ekki óttast hugsanlegt skaðabótamál. „Hvort sem það er skaðabótamál við bankann eða að kæra mig, að þá er það bara þeirra réttur og þá kemur í ljós hvað sé rétt í því," sagði Már. Gæti hann sjálfur skoðað eigin réttarstöðu vegna málsins. „Í fjölmiðlum hafa komið fram mjög alvarlegar ásakanir og sumar hverjar sem lögmenn segja vera langt út fyrir alla meiðyrðalöggjöf. Þar sem því er til dæmis bara slegið föstu að ég sé sekur og gæti ekki einu sinni tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins. Þetta er náttúrulega mjög mikil yfirlýsing og kannski skoða ég það eitthvað," sagði Már.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30
Varð óvinnufær og þurfti að hætta hjá Samherja eftir rannsókn Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja, fjölskyldumaður úr Svarfaðardal, varð óvinnufær vegna kvíða og þunglyndis og glímdi við meiriháttar kulnun í starfi eftir rannsókn Seðlabankans á Samherja. Hann náði sér aldrei og þurfti að hætta hjá Samherja eftir fjórtán ára starf hjá fyrirtækinu. 21. nóvember 2018 19:15
Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45