Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2018 11:06 Don McGahn (í bakgrunni) varaði Trump forseta eindregið við því að skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga. Vísir/EPA Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa skilað skriflegum svörum hans við spurningum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um meint tengsl framboðs hans rússnesk stjórnvöld. Á sama tíma er greint frá því að forsetinn hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að sækja pólitíska andstæðinga sína til saka. Spurningarnar sem Trump og lögmenn hans svöruðu eru aðeins sagðar varða meint samráð við Rússa en ekki mögulegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar, að sögn Washington Post. New York Times segir að þrátt fyrir að Mueller hafi fallist á að Trump fengi að svara skriflega hafi hann ekki útilokað að knýja forsetann til þess að gefa skýrslu munnlega þegar saksóknarar hans hafa farið yfir svörin. Trump hélt því lengi vel fram að hann væri opinn fyrir að mæta til skýrslutöku hjá sérstaka rannsakandanum. Bandarískir fjölmiðlar hafa hins vegar greint frá því að lögmenn hans hafi verið andsnúnir þeirri hugmynd, meðal annars af ótta við að Trump myndi ljúga að saksóknurunum. Eftir að svörunum var skilað sögðu lögmenn Trump að nú væri kominn tími til að Mueller lyki rannsókn sinni. Alríkislögreglan FBI hóf rannsóknina sumarið 2016 þegar vísbendingar komu fram um grunsamleg samskipti starfsmanna framboðsins við rússneska útsendara. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi og falið að stýra rannsókninni í maí í fyrra í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Trump sagði síðar í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu.Sérstakur rannsakandi var skipaður yfir Rússarannsóknina eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI.Vísir/EPAVöruðu við afleiðingum þess að láta rannsaka andstæðinga New York Times greindi einnig frá því í gær að Trump hefði sagt þáverandi yfirlögfræðingi Hvíta hússins að hann vildi skipa dómsmálaráðuneytinu að sækja Comey og Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum árið 2016, til saka. Don McGahn, þáverandi yfirlögfræðingurinn, er sagður hafa brýnt fyrir forsetanum að þrátt fyrir að hann hefði tæknilega vald til að gefa ráðuneytinu slíka skipun þá gæti hún komið honum í koll, bæði lagalega og pólitískt. Gæfi hann skipun um rannsókn á pólitískum andstæðingum byði það upp á ásakanir um misnotkun valds. McGahn lét í kjölfarið skrifa ítarlegt minnisblað fyrir forsetann þar sem hann var varaður við alvarlegum afleiðingum þess að láta rannsaka andstæðinga sína. Ein þeirra afleiðinga gæti verið ákæra í þinginu. McGahn yfirgaf Hvíta húsið í haust. Komið hefur fram að hann hafi unnið með rannsókn Mueller. Blaðið segir óljóst hvort að Trump hafi lesið minnisblaðið eða hvort hann hafi gengið frekar á eftir því að Clinton og Comey yrðu rannsökuð. Forsetinn ræði það hins vegar áfram í einrúmi, meðal annars hvort að skipa ætti annan sérstakan rannsakanda til að þjarma að Clinton og Comey. Hann hafi lýst vonbrigðum með að Christopher Wray, forstjóri FBI sem hann skipaði sjálfur eftir að hann rak Comey, hafi ekki rannsakað þau. Ekki liggur fyrir hvaða meintu glæpi Trump vildi að yrðu rannsakaðir í tengslum við Clinton og Comey. Sýn forsetans á dómsmálaráðuneytið virðist sú að það eigi að vernda hann persónulega frekar en að vera sjálfstæð æðsta stofnun löggæslumála í Bandaríkjunum. Trump hélt því ítrekað fram í kosningabaráttunni að Clinton væri spillt og ætti heima á bak við lás og slá. Á kosningafundum leiddi hann stuðningsmenn sína í að hrópa slagorðið „Læsið hana inni!“ um Clinton. Lýsti hann því yfir að næði hann kjöri sem forseti léti hann skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Fyrst eftir kosningarnar virtist Trump draga nokkuð í land. Hann hefur aftur á móti haldið áfram að spyrja embættismenn sína og ráðgjafa hvers vegna dómsmálaráðuneytið hafi ekki aðhafst gegn Clinton. Þá hefur forsetinn sakað Comey um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um samskipti þeirra til New York Times. Blaðið fullyrðir að það hafi ekki fengið nein gögn sem voru skilgreind sem leynileg. Comey er á meðal vitna í Mueller-rannsókninni og því gætu tilburðir Trump til að láta rannsaka hans verið túlkaðir sem tilraun til að hafa áhrif á vitni.Hæfi Matthews Whitaker til að gegna embætti starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur verið dregið í efa.AP/Charlie NeibergallEfast um hæfi starfandi dómsmálaráðuneytisis Trump rak Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinna, daginn eftir þingkosningarnar sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Við það færðist umsjón með Mueller-rannsókninni til Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra. Whitaker tjáði sig opinberlega um rannsóknina á einatölvupóstþjóninum sem Clinton notaði þegar hún var utanríkisráðherra sem lauk árið 2016. Þvert á niðurstöðu FBI sagði Whitaker að hann hefði ákært Clinton. Starfandi ráðherrann hefur verið sakaður um að vera vanhæfur til að gegna embættinu. Hann hefur verið gagnrýninn á Mueller-rannsóknina. Þá hefur athygli beinst að fyrri störfum hans í einkageiranum, þar á meðal fyrir fyrirtæki sem Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) lét loka. Nú síðast greindi New York Times frá því að Whitaker hefði þegið 1,2 milljónir dollara frá hópi íhaldsmanna sem gefur ekki upp fjárhagslega bakhjarla sína. Það er talið vekja upp spurningar um hvort að Whitaker geti átt í hagsmunaárekstrum sem hann hefur ekki upplýst um. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma. 9. nóvember 2018 16:51 Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37 Yfirlögfræðingur Hvíta hússins lætur af störfum Lögfræðingurinn er talinn lykilvitni um hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 29. ágúst 2018 15:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Lögmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa skilað skriflegum svörum hans við spurningum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um meint tengsl framboðs hans rússnesk stjórnvöld. Á sama tíma er greint frá því að forsetinn hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að sækja pólitíska andstæðinga sína til saka. Spurningarnar sem Trump og lögmenn hans svöruðu eru aðeins sagðar varða meint samráð við Rússa en ekki mögulegar tilraunir forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar, að sögn Washington Post. New York Times segir að þrátt fyrir að Mueller hafi fallist á að Trump fengi að svara skriflega hafi hann ekki útilokað að knýja forsetann til þess að gefa skýrslu munnlega þegar saksóknarar hans hafa farið yfir svörin. Trump hélt því lengi vel fram að hann væri opinn fyrir að mæta til skýrslutöku hjá sérstaka rannsakandanum. Bandarískir fjölmiðlar hafa hins vegar greint frá því að lögmenn hans hafi verið andsnúnir þeirri hugmynd, meðal annars af ótta við að Trump myndi ljúga að saksóknurunum. Eftir að svörunum var skilað sögðu lögmenn Trump að nú væri kominn tími til að Mueller lyki rannsókn sinni. Alríkislögreglan FBI hóf rannsóknina sumarið 2016 þegar vísbendingar komu fram um grunsamleg samskipti starfsmanna framboðsins við rússneska útsendara. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi og falið að stýra rannsókninni í maí í fyrra í kjölfar þess að Trump forseti rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI. Trump sagði síðar í sjónvarpsviðtali að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svonefndu.Sérstakur rannsakandi var skipaður yfir Rússarannsóknina eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra FBI.Vísir/EPAVöruðu við afleiðingum þess að láta rannsaka andstæðinga New York Times greindi einnig frá því í gær að Trump hefði sagt þáverandi yfirlögfræðingi Hvíta hússins að hann vildi skipa dómsmálaráðuneytinu að sækja Comey og Hillary Clinton, mótframbjóðanda hans í forsetakosningunum árið 2016, til saka. Don McGahn, þáverandi yfirlögfræðingurinn, er sagður hafa brýnt fyrir forsetanum að þrátt fyrir að hann hefði tæknilega vald til að gefa ráðuneytinu slíka skipun þá gæti hún komið honum í koll, bæði lagalega og pólitískt. Gæfi hann skipun um rannsókn á pólitískum andstæðingum byði það upp á ásakanir um misnotkun valds. McGahn lét í kjölfarið skrifa ítarlegt minnisblað fyrir forsetann þar sem hann var varaður við alvarlegum afleiðingum þess að láta rannsaka andstæðinga sína. Ein þeirra afleiðinga gæti verið ákæra í þinginu. McGahn yfirgaf Hvíta húsið í haust. Komið hefur fram að hann hafi unnið með rannsókn Mueller. Blaðið segir óljóst hvort að Trump hafi lesið minnisblaðið eða hvort hann hafi gengið frekar á eftir því að Clinton og Comey yrðu rannsökuð. Forsetinn ræði það hins vegar áfram í einrúmi, meðal annars hvort að skipa ætti annan sérstakan rannsakanda til að þjarma að Clinton og Comey. Hann hafi lýst vonbrigðum með að Christopher Wray, forstjóri FBI sem hann skipaði sjálfur eftir að hann rak Comey, hafi ekki rannsakað þau. Ekki liggur fyrir hvaða meintu glæpi Trump vildi að yrðu rannsakaðir í tengslum við Clinton og Comey. Sýn forsetans á dómsmálaráðuneytið virðist sú að það eigi að vernda hann persónulega frekar en að vera sjálfstæð æðsta stofnun löggæslumála í Bandaríkjunum. Trump hélt því ítrekað fram í kosningabaráttunni að Clinton væri spillt og ætti heima á bak við lás og slá. Á kosningafundum leiddi hann stuðningsmenn sína í að hrópa slagorðið „Læsið hana inni!“ um Clinton. Lýsti hann því yfir að næði hann kjöri sem forseti léti hann skipa sérstakan saksóknara til að rannsaka Clinton. Fyrst eftir kosningarnar virtist Trump draga nokkuð í land. Hann hefur aftur á móti haldið áfram að spyrja embættismenn sína og ráðgjafa hvers vegna dómsmálaráðuneytið hafi ekki aðhafst gegn Clinton. Þá hefur forsetinn sakað Comey um að hafa lekið trúnaðarupplýsingum um samskipti þeirra til New York Times. Blaðið fullyrðir að það hafi ekki fengið nein gögn sem voru skilgreind sem leynileg. Comey er á meðal vitna í Mueller-rannsókninni og því gætu tilburðir Trump til að láta rannsaka hans verið túlkaðir sem tilraun til að hafa áhrif á vitni.Hæfi Matthews Whitaker til að gegna embætti starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur verið dregið í efa.AP/Charlie NeibergallEfast um hæfi starfandi dómsmálaráðuneytisis Trump rak Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinna, daginn eftir þingkosningarnar sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. Við það færðist umsjón með Mueller-rannsókninni til Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra. Whitaker tjáði sig opinberlega um rannsóknina á einatölvupóstþjóninum sem Clinton notaði þegar hún var utanríkisráðherra sem lauk árið 2016. Þvert á niðurstöðu FBI sagði Whitaker að hann hefði ákært Clinton. Starfandi ráðherrann hefur verið sakaður um að vera vanhæfur til að gegna embættinu. Hann hefur verið gagnrýninn á Mueller-rannsóknina. Þá hefur athygli beinst að fyrri störfum hans í einkageiranum, þar á meðal fyrir fyrirtæki sem Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) lét loka. Nú síðast greindi New York Times frá því að Whitaker hefði þegið 1,2 milljónir dollara frá hópi íhaldsmanna sem gefur ekki upp fjárhagslega bakhjarla sína. Það er talið vekja upp spurningar um hvort að Whitaker geti átt í hagsmunaárekstrum sem hann hefur ekki upplýst um.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma. 9. nóvember 2018 16:51 Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37 Yfirlögfræðingur Hvíta hússins lætur af störfum Lögfræðingurinn er talinn lykilvitni um hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 29. ágúst 2018 15:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma. 9. nóvember 2018 16:51
Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sér Stafandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna er lýst sem hollum Trump forseta. Hann gæti stöðvað eða verulega hamlað rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. 8. nóvember 2018 07:37
Yfirlögfræðingur Hvíta hússins lætur af störfum Lögfræðingurinn er talinn lykilvitni um hvort að Trump forseti hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak forstjóra alríkislögreglunnar FBI. 29. ágúst 2018 15:04