Spáir breytingum á rekstri Icelandair og WOW Air Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2018 12:16 Þegar tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW kom fram að til stæði að reka félögin áfram með sama sniði. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í málefnum alþjóðaflugs á Íslandi sér ekki fyrir sér að Icelandair og WOW AIR verði rekin áfram með sama sniði til framtíðar. Annað hvort renni félögin bæði inn í eitt rekstrarumhverfi eða breytingar verði gerðar á áherslum í rekstri Icelandair. Klukkan hálf tólf hófst hádegisfundur á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð í Reykjavik þar sem fjallað er um „Nýtt landslag í flugi“ eftir kaup Icelandair á WOW Air. Einnig er rætt um rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu í landinu.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.isKristján Sigurjónsson ritstjóri ferðasíðunnar Túristi.is flytur erindi á fundinum en hann sér ekki að Icelandair og WOW Air verði rekin með óbreyttu sniði til framtíðar. „Ef maður lítur yfir sviðið og flugfélög í Evrópu er Icelandair oft jafnvel flokkað sem lággjaldaflugfélag, í Bandaríkjunum líka. Það er erfitt að sjá hvernig þessháttar flugfélag eigi að reka til hliðar við annað lággjalda flugfélag,“ segir Kristján. Það geri Lufthansa til dæmis ekki með rekstri Euro Wings þar sem Lufthansa sjálft leggi ofuráherslu á viðskiptaferðalanga. Það geri British Airways líka þótt félagið eigi einnig lággjalda arm. „Icelandair er ekki í dag í þeirri stöðu sem Lufthansa eða British Airways eru. Það sést til dæmis á því hvernig farþegarými Icelandair er skipulagt. Það eru mjög fá sæti á þessum fyrstu farrýmum. Þetta eru þeir farþegar sem eru verðmætastir fyrir stóru flugfélögin. En Icelandair hefur fyrst og fremst verið að eltast við fólk á leið í frí í fluginu milli Evrópu og norður Ameríku. Þetta er þessi lággjaldahópur,“ segir Kristján. Það sé líka erfitt að sjá fyrir sér að tvö íslensk lággjaldaflugfélög geti verið með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli. Annað hvort renni félögin bæði saman inn í eitt rekstrarumhverfi eða Icelandair fari að haga sér eins og stóru flugfélögin í Evrópu með meiri áherslu á viðskiptaferðalanga og dýrari sæti. „Þá þarf líka Keflavíkurflugvöllur að taka sér tak. Því stundvísi Keflavíkurflugvallar í sumar var afleit í samanburði við það sem við sjáum t.d. á Kastrup í Kaupmannahöfn og í Helsinki. Þannig að ef Keflavíkurflugvöllur á að vera miðstöð fyrir flug sem er mjög skilvirkt þarf að bæta stöðuna þar verulega,“ segir ritstjóri Túrista.is . En vonandi verði þessi samruni íslensku áætlanaflugi til framdráttar. Íslendingar eigi mikið undir því að hér á landi sé sterkur flugrekandi því í dag séu 70 til 80 prósent ferða frá landinu á vegum íslensku félaganna tveggja. „Við verðum að treysta á það að sameiginlegt félag verði það sterkt að það geti haldið uppi blómlegum samgöngum til og frá landinu um ókomna framtíð. Því þótt erlendu flugfélögin séu vissulega fleiri en þau voru áður þá eru í raun mjög fá og ferðir þeirra ekki mjög tíðar,“ segir Kristján Sigurjónsson. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum alþjóðaflugs á Íslandi sér ekki fyrir sér að Icelandair og WOW AIR verði rekin áfram með sama sniði til framtíðar. Annað hvort renni félögin bæði inn í eitt rekstrarumhverfi eða breytingar verði gerðar á áherslum í rekstri Icelandair. Klukkan hálf tólf hófst hádegisfundur á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð í Reykjavik þar sem fjallað er um „Nýtt landslag í flugi“ eftir kaup Icelandair á WOW Air. Einnig er rætt um rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu í landinu.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.isKristján Sigurjónsson ritstjóri ferðasíðunnar Túristi.is flytur erindi á fundinum en hann sér ekki að Icelandair og WOW Air verði rekin með óbreyttu sniði til framtíðar. „Ef maður lítur yfir sviðið og flugfélög í Evrópu er Icelandair oft jafnvel flokkað sem lággjaldaflugfélag, í Bandaríkjunum líka. Það er erfitt að sjá hvernig þessháttar flugfélag eigi að reka til hliðar við annað lággjalda flugfélag,“ segir Kristján. Það geri Lufthansa til dæmis ekki með rekstri Euro Wings þar sem Lufthansa sjálft leggi ofuráherslu á viðskiptaferðalanga. Það geri British Airways líka þótt félagið eigi einnig lággjalda arm. „Icelandair er ekki í dag í þeirri stöðu sem Lufthansa eða British Airways eru. Það sést til dæmis á því hvernig farþegarými Icelandair er skipulagt. Það eru mjög fá sæti á þessum fyrstu farrýmum. Þetta eru þeir farþegar sem eru verðmætastir fyrir stóru flugfélögin. En Icelandair hefur fyrst og fremst verið að eltast við fólk á leið í frí í fluginu milli Evrópu og norður Ameríku. Þetta er þessi lággjaldahópur,“ segir Kristján. Það sé líka erfitt að sjá fyrir sér að tvö íslensk lággjaldaflugfélög geti verið með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli. Annað hvort renni félögin bæði saman inn í eitt rekstrarumhverfi eða Icelandair fari að haga sér eins og stóru flugfélögin í Evrópu með meiri áherslu á viðskiptaferðalanga og dýrari sæti. „Þá þarf líka Keflavíkurflugvöllur að taka sér tak. Því stundvísi Keflavíkurflugvallar í sumar var afleit í samanburði við það sem við sjáum t.d. á Kastrup í Kaupmannahöfn og í Helsinki. Þannig að ef Keflavíkurflugvöllur á að vera miðstöð fyrir flug sem er mjög skilvirkt þarf að bæta stöðuna þar verulega,“ segir ritstjóri Túrista.is . En vonandi verði þessi samruni íslensku áætlanaflugi til framdráttar. Íslendingar eigi mikið undir því að hér á landi sé sterkur flugrekandi því í dag séu 70 til 80 prósent ferða frá landinu á vegum íslensku félaganna tveggja. „Við verðum að treysta á það að sameiginlegt félag verði það sterkt að það geti haldið uppi blómlegum samgöngum til og frá landinu um ókomna framtíð. Því þótt erlendu flugfélögin séu vissulega fleiri en þau voru áður þá eru í raun mjög fá og ferðir þeirra ekki mjög tíðar,“ segir Kristján Sigurjónsson.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira