Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 12:05 Paul Manafort (t.v.) og Michael Cohen (t.h.), fyrrverandi starfsmenn Donalds Trump, eru í vondum málum. Vísir/AP Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta laug að saksóknurum um samskipti sín við starfsmann sinn sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna og við embættismenn Hvíta hússins eftir að hann Trump varð forseti. Í minnisblaði sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, lagði fyrir dómstól í Washington-borg í gær kemur fram að Paul Manafort, sem stýrði framboðinu þar til í ágúst árið 2016, hafi sagt „fjölda greinilegra lyga“ í viðtölum við saksóknara. Þannig hafi Manafort sagt þeim að hann hefði ekki verið í neinu beinu eða óbeinu sambandi við Hvíta húsið frá því að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra. Í ljós hafi hins vegar komið að hann hafi haldið áfram að tala við embættismenn Trump að minnsta kosti fram á vor. Manafort hafði gert samkomulag við saksóknarana um samstarf gegn því að þeir mæltu með vægari refsingu vegna fjársvika sem hann var dæmdur fyrir í haust. Saksóknarar Mueller telja hins vegar Manafort hafi brotið gegn samkomulaginu með lygum sínum. Verjendur hans segja hann hafa staðið við samkomulagið að fullu en saksóknarnir ætla að leggja fram sönnunargöng sem eiga að sýna fram á lygar hans. Auk lyganna um samskiptin við embættismenn Hvíta hússins er Manafort sagður hafa logið um samskipti við Konstantín Kilimnik, rússneskan starfsmanna ráðgjafarfyrirtækis Manafort. Kilimnik er grunaður um að hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir Manafort hittust að minnsta kosti tvisvar á meðan á kosningabaráttunni stóð.Washington Post hefur eftir Kilimnik að þeir hafi rætt um framboðið. Kilimnik er ákærður fyrir að hafa í félagi við Manafort reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á störfum þeirra í Úkraínu fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta.Segir Trump hafa skipað fyrir um ólöglegar greiðslur Saksóknarar Mueller og í New York lögðu einnig fram hvorir fram sín minnisblöð í máli Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, í gær. Í þeim skjölum kemur fram að Trump hafi sjálfur gefið Cohen fyrirmæli um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í tveimur konum sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann, að sögn New York Times. Þær greiðslur eru taldar hafa brotið gegn kosningalögum. Í minnisblaði rannsakenda Mueller kom fram að Cohen hefði verið í samskiptum við ónefndan Rússa sem hafi boðið samvinnu á milli Rússlands og forsetaframboðs Trump á „ríkisstjórnarstiginu“ í nóvember árið 2015, nokkrum mánuðum áður en önnur samskipti Rússa við framboð Trump sem fjallað hefur verið um opinberlega áttu sér stað. Saksóknararnir í New York höfnuðu beiðni lögmanna Cohen um að þeir mæltu ekki með fangelsisdómi yfir honum í skiptum fyrir samvinnu hans. Mæltu saksóknararnir þess í stað með „verulegri fangelsisvist“. Refsing Cohen vegna brota á kosningalögum, fjárglæpa og fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi verður ákvörðuð í næstu viku. Cohen játaði sök. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta laug að saksóknurum um samskipti sín við starfsmann sinn sem er talinn hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna og við embættismenn Hvíta hússins eftir að hann Trump varð forseti. Í minnisblaði sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn sem kannar meint samráð framboðs Trump við Rússa, lagði fyrir dómstól í Washington-borg í gær kemur fram að Paul Manafort, sem stýrði framboðinu þar til í ágúst árið 2016, hafi sagt „fjölda greinilegra lyga“ í viðtölum við saksóknara. Þannig hafi Manafort sagt þeim að hann hefði ekki verið í neinu beinu eða óbeinu sambandi við Hvíta húsið frá því að Trump sór embættiseið í janúar í fyrra. Í ljós hafi hins vegar komið að hann hafi haldið áfram að tala við embættismenn Trump að minnsta kosti fram á vor. Manafort hafði gert samkomulag við saksóknarana um samstarf gegn því að þeir mæltu með vægari refsingu vegna fjársvika sem hann var dæmdur fyrir í haust. Saksóknarar Mueller telja hins vegar Manafort hafi brotið gegn samkomulaginu með lygum sínum. Verjendur hans segja hann hafa staðið við samkomulagið að fullu en saksóknarnir ætla að leggja fram sönnunargöng sem eiga að sýna fram á lygar hans. Auk lyganna um samskiptin við embættismenn Hvíta hússins er Manafort sagður hafa logið um samskipti við Konstantín Kilimnik, rússneskan starfsmanna ráðgjafarfyrirtækis Manafort. Kilimnik er grunaður um að hafa tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Þeir Manafort hittust að minnsta kosti tvisvar á meðan á kosningabaráttunni stóð.Washington Post hefur eftir Kilimnik að þeir hafi rætt um framboðið. Kilimnik er ákærður fyrir að hafa í félagi við Manafort reynt að hindra framgang rannsóknarinnar á störfum þeirra í Úkraínu fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta.Segir Trump hafa skipað fyrir um ólöglegar greiðslur Saksóknarar Mueller og í New York lögðu einnig fram hvorir fram sín minnisblöð í máli Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump, í gær. Í þeim skjölum kemur fram að Trump hafi sjálfur gefið Cohen fyrirmæli um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í tveimur konum sem halda því fram að þær hafi átt í kynferðislegu sambandi við forsetann, að sögn New York Times. Þær greiðslur eru taldar hafa brotið gegn kosningalögum. Í minnisblaði rannsakenda Mueller kom fram að Cohen hefði verið í samskiptum við ónefndan Rússa sem hafi boðið samvinnu á milli Rússlands og forsetaframboðs Trump á „ríkisstjórnarstiginu“ í nóvember árið 2015, nokkrum mánuðum áður en önnur samskipti Rússa við framboð Trump sem fjallað hefur verið um opinberlega áttu sér stað. Saksóknararnir í New York höfnuðu beiðni lögmanna Cohen um að þeir mæltu ekki með fangelsisdómi yfir honum í skiptum fyrir samvinnu hans. Mæltu saksóknararnir þess í stað með „verulegri fangelsisvist“. Refsing Cohen vegna brota á kosningalögum, fjárglæpa og fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi verður ákvörðuð í næstu viku. Cohen játaði sök.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Saksóknarar vilja koma Cohen bak við lás og slá Saksóknarar í máli Michaels Cohen, fyrrum lögmanns Donald Trump, telja æskilegt að Cohen, verði dæmdur til talsverðrar fangelsisvistar fyrir glæpi sem "Rússarannsóknin“ svokallaða hefur leitt í ljós að hann framdi. 8. desember 2018 00:05