Pissa í skóinn Hörður Ægisson skrifar 7. desember 2018 07:00 Eru íslensku bankarnir verr reknir en bankar á hinum Norðurlöndunum? Um slíkt er erfitt að fullyrða en hins vegar er óumdeilt að þeir búa við strangari eiginfjárkröfur og umtalsvert meiri skattbyrði en þekkist víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því, eins og Swedbank fjallar um í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu, að bankarnir eiga erfiðara um vik að ná sömu arðsemi og sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum. Sérstakir skattar, þar sem skattur á skuldir fjármálastofnana vegur þyngst, kostar þá samanlagt um 16 milljarða á ári. Talið er að skattheimtan hafi áhrif til fjögurra prósenta lækkunar á arðsemi sem er margfalt meira en í samanburði við nágrannaríki okkar. Skiptir þetta almenning máli? Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það eru að lokum heimili og fyrirtæki sem standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara þá rýra hinir sérstöku skattar stórkostlega heildarvirði bankanna – sem nemur vel yfir hundrað milljörðum – sem aftur þýðir að endurheimtur við sölu þeirra verða umtalsvert minni. Ríkið, sem er í þeirri stöðu að vera með meirihluta bankakerfisins í fanginu, er því með öðrum orðum að pissa í skóinn sinn. Ekki er að sjá að þetta fyrirkomulag þjóni hagsmunum skattgreiðenda en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Engar slíkar ákvarðanir verða þó teknar fyrr en eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins liggur fyrir, sem mun birtast á næstu dögum, og þá ættu í kjölfarið að skapast forsendur fyrir því að stjórnvöld hefji þá vegferð að selja Íslandsbanka og Landsbanka. Fyrstu skrefin í þá veru að minnka áhættu skattgreiðenda af bankarekstri voru stigin fyrr á árinu þegar ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka fyrir rúmlega 23 milljarða. Sú ráðstöfun, sem kom til vegna ákvörðunar Kaupþings um að nýta sér kauprétt sinn að hlutnum, reyndist afar farsæl fyrir ríkissjóð. Verðið sem fékkst var umtalsvert hærra en það sem bréf bankans ganga nú kaupum og sölum á á markaði. Við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka voru væntingar um að með nýjum og virkum eigendum, sem hefðu yfir að ráða sínum eigin stjórnarmönnum, yrði lögð fram skýrari sýn á hverju þyrfti að breyta og hvað bæta í rekstri bankans. Óhætt er að fullyrða að þær væntingar hafi ekki enn gengið eftir. Arðsemin er döpur, einkum hvað varðar útlán til fyrirtækja, og fjárfestar eru orðnir langþreyttir eftir aðgerðum sem miða að því að minnka rekstrarkostnað og bæta afkomu bankans. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, að lágmarki fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Hörður Ægisson Íslenskir bankar Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Eru íslensku bankarnir verr reknir en bankar á hinum Norðurlöndunum? Um slíkt er erfitt að fullyrða en hins vegar er óumdeilt að þeir búa við strangari eiginfjárkröfur og umtalsvert meiri skattbyrði en þekkist víðast hvar annars staðar. Þetta veldur því, eins og Swedbank fjallar um í nýrri greiningu á íslenska bankakerfinu, að bankarnir eiga erfiðara um vik að ná sömu arðsemi og sambærilegir bankar á hinum Norðurlöndunum. Sérstakir skattar, þar sem skattur á skuldir fjármálastofnana vegur þyngst, kostar þá samanlagt um 16 milljarða á ári. Talið er að skattheimtan hafi áhrif til fjögurra prósenta lækkunar á arðsemi sem er margfalt meira en í samanburði við nágrannaríki okkar. Skiptir þetta almenning máli? Fyrir utan þá augljósu staðreynd að það eru að lokum heimili og fyrirtæki sem standa undir sköttunum í formi lakari lánakjara þá rýra hinir sérstöku skattar stórkostlega heildarvirði bankanna – sem nemur vel yfir hundrað milljörðum – sem aftur þýðir að endurheimtur við sölu þeirra verða umtalsvert minni. Ríkið, sem er í þeirri stöðu að vera með meirihluta bankakerfisins í fanginu, er því með öðrum orðum að pissa í skóinn sinn. Ekki er að sjá að þetta fyrirkomulag þjóni hagsmunum skattgreiðenda en í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að „leita leiða til að draga úr“ eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Engar slíkar ákvarðanir verða þó teknar fyrr en eftir að hvítbók um framtíðarskipan fjármálakerfisins liggur fyrir, sem mun birtast á næstu dögum, og þá ættu í kjölfarið að skapast forsendur fyrir því að stjórnvöld hefji þá vegferð að selja Íslandsbanka og Landsbanka. Fyrstu skrefin í þá veru að minnka áhættu skattgreiðenda af bankarekstri voru stigin fyrr á árinu þegar ríkið seldi 13 prósenta hlut sinn í Arion banka fyrir rúmlega 23 milljarða. Sú ráðstöfun, sem kom til vegna ákvörðunar Kaupþings um að nýta sér kauprétt sinn að hlutnum, reyndist afar farsæl fyrir ríkissjóð. Verðið sem fékkst var umtalsvert hærra en það sem bréf bankans ganga nú kaupum og sölum á á markaði. Við hlutafjárútboð og skráningu Arion banka voru væntingar um að með nýjum og virkum eigendum, sem hefðu yfir að ráða sínum eigin stjórnarmönnum, yrði lögð fram skýrari sýn á hverju þyrfti að breyta og hvað bæta í rekstri bankans. Óhætt er að fullyrða að þær væntingar hafi ekki enn gengið eftir. Arðsemin er döpur, einkum hvað varðar útlán til fyrirtækja, og fjárfestar eru orðnir langþreyttir eftir aðgerðum sem miða að því að minnka rekstrarkostnað og bæta afkomu bankans. Núverandi fyrirkomulag – óhagkvæmt bankakerfi sem skilar lélegri arðsemi og er að stórum hluta í eigu ríkisins – felur í sér slæma meðferð á fjármunum skattgreiðenda og undirstrikar mikilvægi þess að einhverjir aðrir taki á sig áhættuna af bankarekstri. Það verður mikil áskorun fyrir bankana að skila betri arðsemi, ekki síst meðan opinberar álögur eru margfalt hærri en hjá öðrum evrópskum bönkum, á sama tíma og þeir leita allra leiða til að laga viðskiptamódel sitt að aukinni samkeppni frá nýjum leikendum í fjármálaþjónustu. Það mun taka tíma, að lágmarki fimm til tíu ár, að koma bönkunum úr höndum ríkisins til fjárfesta sem vilja eiga þá til lengri tíma litið og mikilvægt er að vanda til verka og hámarka endurheimtur ríkissjóðs. Tíminn vinnur hins vegar ekki með stjórnvöldum.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun