Mannréttinda- og lýðræðissamfélag fyrir alla Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 7. desember 2018 07:00 Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur tekur mannréttindavernd alvarlega og styður við tækifæri allra borgarbúa til lýðræðisþátttöku í samfélaginu. Þetta endurspeglast í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Mannréttindi eru ekki bara fyrir einstaklinga sem lifa lífi sem er öðrum þóknanlegt. Skaðaminnkun snýst um að minnka skaða óháð því að minnka neyslu því að við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Það þarf að hjálpa fólki í vanda, ekki refsa því. Á næsta ári munu framlög borgarinnar til skaðaminnkunarúrræða aukast um hálfan milljarð. Við ætlum meðal annars að fimmfalda fjölda íbúða byggt á hugmyndafræði um húsaskjól án skilyrða eða ‘Housing First’, koma á laggirnar gistiskýli fyrir unga karlmenn og opna heimili fyrir konur með geð- og fíknivanda. Í fjárhagsætlun verður tryggt fjármagn í nýtt lýðræðisverkefni sem verður ýtt úr vör á nýju ári og að auki verður sett fjármagn í aukna vinnu við lýðræðismál. Allir eiga að geta átt hér gott líf og tekið virkan þátt í samfélaginu. Að auki verður lögð mikil áhersla á aukna rafræna þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Við höfum nýtt tíma okkar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur til að dreifa valdi, auka gagnsæi og styrkja tækifæri til aðhalds og þátttöku, bæði fyrir borgarbúa og fyrir fulltrúa minnihlutans. Við höfum nýlega samþykkt að dagskrár funda skuli vera birtar opinberlega og enn fremur að öll gögn skuli einnig birt með dagskránni. Þar að auki höfum við ákveðið að valdefla minnihlutann og auka aðkomu hans að ákvarðanatöku og dagskrárgerð með því að fulltrúar minnihlutans taki sæti í forsætisnefnd sem varaforsetar. Ég hef hleypt málum minnihlutans ofar á dagskrá en hefð er fyrir. Þannig er þeirra málum komið betur á framfæri við borgarbúa. Á sama tíma, á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja niður mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Kaldar eru hamingjuóskirnar.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur tekur mannréttindavernd alvarlega og styður við tækifæri allra borgarbúa til lýðræðisþátttöku í samfélaginu. Þetta endurspeglast í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár. Mannréttindi eru ekki bara fyrir einstaklinga sem lifa lífi sem er öðrum þóknanlegt. Skaðaminnkun snýst um að minnka skaða óháð því að minnka neyslu því að við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Það þarf að hjálpa fólki í vanda, ekki refsa því. Á næsta ári munu framlög borgarinnar til skaðaminnkunarúrræða aukast um hálfan milljarð. Við ætlum meðal annars að fimmfalda fjölda íbúða byggt á hugmyndafræði um húsaskjól án skilyrða eða ‘Housing First’, koma á laggirnar gistiskýli fyrir unga karlmenn og opna heimili fyrir konur með geð- og fíknivanda. Í fjárhagsætlun verður tryggt fjármagn í nýtt lýðræðisverkefni sem verður ýtt úr vör á nýju ári og að auki verður sett fjármagn í aukna vinnu við lýðræðismál. Allir eiga að geta átt hér gott líf og tekið virkan þátt í samfélaginu. Að auki verður lögð mikil áhersla á aukna rafræna þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Við höfum nýtt tíma okkar í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur til að dreifa valdi, auka gagnsæi og styrkja tækifæri til aðhalds og þátttöku, bæði fyrir borgarbúa og fyrir fulltrúa minnihlutans. Við höfum nýlega samþykkt að dagskrár funda skuli vera birtar opinberlega og enn fremur að öll gögn skuli einnig birt með dagskránni. Þar að auki höfum við ákveðið að valdefla minnihlutann og auka aðkomu hans að ákvarðanatöku og dagskrárgerð með því að fulltrúar minnihlutans taki sæti í forsætisnefnd sem varaforsetar. Ég hef hleypt málum minnihlutans ofar á dagskrá en hefð er fyrir. Þannig er þeirra málum komið betur á framfæri við borgarbúa. Á sama tíma, á 70 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna, vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja niður mannréttindaskrifstofu borgarinnar. Kaldar eru hamingjuóskirnar.Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, forseti borgarstjórnar og formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun