Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 16:51 Menn klifra yfir girðingu á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. AP/Ramon Espinosa Þúsundir þeirra sem hafa flúið frá Suður- og Mið-Ameríku hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. Niðurstaða rannsóknar AP fréttaveitunnar er að tæplega fjögur þúsund hafi dáið á undanförnum fjórum árum. Í frétt AP er tekið fram að sú tala sé hærri en áætlun Sameinuðu þjóðanna um um það bil 1.500 og þó sé hún líklegast of lág. Mörg lík kunni að vera týnd í eyðimörkinni og fjölskyldur týndra hafi mögulega ekki tilkynnt viðkomandi til lögreglu þar sem þeir voru mögulega að reyna að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.Mexíkó virðist vera hættulegasti hluti leiðarinnar til Bandaríkjanna og hafa fjölmargir horfið eða verið myrtir þar. Þá hefur það reynst fjölskyldum erfitt að komast að því hvað kom fyrir fjölskyldumeðlimi þeirra og þá bæði vegna mikillar skriffinnsku og ótta fólks við glæpasamtök. Sem dæmi er rifjað upp þegar lík 72 fundust á búgarði í Tamaulipas í suðurhluta Mexíkó árið 2010. Meðlimir Zetas-samtakanna höfðu stöðvað sendiferðabíla sem fólkið ferðaðist með og farið með þau á búgarðinn. Þar voru þau spurð hvort þau vildu ganga til liðs við glæpasamtökin. Einn sagði já. Hin voru bundin niður, bundið var fyrir augun á þeim og þau skotin til bana. Einum tókst að flýja og tilkynna fjöldamorðið til yfirvalda. AP ræddi við ömmu eins þeirra sem var myrtur. Hún og fjölskylda hennar höfðu varið árum í að reyna að komast að því hvar Wilmer Gerardo Nunez, frá Hondúras, væri niðurkominn. Án þess að fá svör. Það var ekki fyrr en í september 2013, eftir að Mexíkó gerði samkomulag við rannsakendur frá Argentínu um að bera kennsl á rúmlega tvö hundruð lík úr þremur fjöldagröfum, sem það uppgötvaðist að Nunez hefði verið í fjöldagröfinni. Blaðamenn AP sem fóru yfir gögn yfirvalda Mexíkó vegna fjöldamorðsins og komust að því hver hann væri. Amman hefði getað fengið svör nánast um leið og upp komst um morðin en upplýsingarnar týndust í skriffinnsku Mexíkó. Enn er ekki búið að bera kennsl á níu aðila og enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna. Bandaríkin Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Þúsundir þeirra sem hafa flúið frá Suður- og Mið-Ameríku hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna. Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. Niðurstaða rannsóknar AP fréttaveitunnar er að tæplega fjögur þúsund hafi dáið á undanförnum fjórum árum. Í frétt AP er tekið fram að sú tala sé hærri en áætlun Sameinuðu þjóðanna um um það bil 1.500 og þó sé hún líklegast of lág. Mörg lík kunni að vera týnd í eyðimörkinni og fjölskyldur týndra hafi mögulega ekki tilkynnt viðkomandi til lögreglu þar sem þeir voru mögulega að reyna að komast til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti.Mexíkó virðist vera hættulegasti hluti leiðarinnar til Bandaríkjanna og hafa fjölmargir horfið eða verið myrtir þar. Þá hefur það reynst fjölskyldum erfitt að komast að því hvað kom fyrir fjölskyldumeðlimi þeirra og þá bæði vegna mikillar skriffinnsku og ótta fólks við glæpasamtök. Sem dæmi er rifjað upp þegar lík 72 fundust á búgarði í Tamaulipas í suðurhluta Mexíkó árið 2010. Meðlimir Zetas-samtakanna höfðu stöðvað sendiferðabíla sem fólkið ferðaðist með og farið með þau á búgarðinn. Þar voru þau spurð hvort þau vildu ganga til liðs við glæpasamtökin. Einn sagði já. Hin voru bundin niður, bundið var fyrir augun á þeim og þau skotin til bana. Einum tókst að flýja og tilkynna fjöldamorðið til yfirvalda. AP ræddi við ömmu eins þeirra sem var myrtur. Hún og fjölskylda hennar höfðu varið árum í að reyna að komast að því hvar Wilmer Gerardo Nunez, frá Hondúras, væri niðurkominn. Án þess að fá svör. Það var ekki fyrr en í september 2013, eftir að Mexíkó gerði samkomulag við rannsakendur frá Argentínu um að bera kennsl á rúmlega tvö hundruð lík úr þremur fjöldagröfum, sem það uppgötvaðist að Nunez hefði verið í fjöldagröfinni. Blaðamenn AP sem fóru yfir gögn yfirvalda Mexíkó vegna fjöldamorðsins og komust að því hver hann væri. Amman hefði getað fengið svör nánast um leið og upp komst um morðin en upplýsingarnar týndust í skriffinnsku Mexíkó. Enn er ekki búið að bera kennsl á níu aðila og enginn hefur verið handtekinn vegna morðanna.
Bandaríkin Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Suður-Ameríka Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira