Banna umdeild byssuskefti Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2018 21:19 Eigendur umræddra byssuskefta þurfa að skila þeim eða farga á næstu 90 dögum. AP Photo/Rick Bowmer Ríkisstjórn Donald Trump hefur bannað sérstök byssuskefti sem gera eigendum kleift að skjóta úr hálfsjálfvirkum vopnum eins og þau væru sjálfvirk. Slík skefti, sem kallast „Bump Stock“ voru notuð af Stephen Paddock þegar hann myrti 58 manns og særði hundruð í Las Vegas í fyrra. Með reglubreytingu munu skeftin falla undir vélbyssubann í Bandaríkjunum og munu breytingarnar taka gildi í mars. Eigendur slíkra skefta þurfa því að skila þeim eða farga í millitíðinni. Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skrifaði undir breytingarnar í dag. Trump tilkynnti í mars á þessu ári að gripið yrði til þessara aðgerða. Forsvarsmenn samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum hafa strax sagt að þeir muni höfða mál til að koma í veg fyrir bannið. Það brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni segist Dómsmálaráðuneytið þó tilbúið til að berjast gegn slíkum lögsóknum.Stærsti framleiðandi umræddra skefta hætti framleiðslu þeirra í apríl. Hér fyrir neðan má sjá hvernig skefti þessi virka. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas 4. ágúst 2018 14:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump hefur bannað sérstök byssuskefti sem gera eigendum kleift að skjóta úr hálfsjálfvirkum vopnum eins og þau væru sjálfvirk. Slík skefti, sem kallast „Bump Stock“ voru notuð af Stephen Paddock þegar hann myrti 58 manns og særði hundruð í Las Vegas í fyrra. Með reglubreytingu munu skeftin falla undir vélbyssubann í Bandaríkjunum og munu breytingarnar taka gildi í mars. Eigendur slíkra skefta þurfa því að skila þeim eða farga í millitíðinni. Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skrifaði undir breytingarnar í dag. Trump tilkynnti í mars á þessu ári að gripið yrði til þessara aðgerða. Forsvarsmenn samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum hafa strax sagt að þeir muni höfða mál til að koma í veg fyrir bannið. Það brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni segist Dómsmálaráðuneytið þó tilbúið til að berjast gegn slíkum lögsóknum.Stærsti framleiðandi umræddra skefta hætti framleiðslu þeirra í apríl. Hér fyrir neðan má sjá hvernig skefti þessi virka.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn ekki vitað af hverju Paddock skaut 471 í Las Vegas 4. ágúst 2018 14:22 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira