Eigendur slíkra skefta þurfa því að skila þeim eða farga í millitíðinni.
Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skrifaði undir breytingarnar í dag. Trump tilkynnti í mars á þessu ári að gripið yrði til þessara aðgerða.
Forsvarsmenn samtaka byssueigenda í Bandaríkjunum hafa strax sagt að þeir muni höfða mál til að koma í veg fyrir bannið. Það brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkvæmt AP fréttaveitunni segist Dómsmálaráðuneytið þó tilbúið til að berjast gegn slíkum lögsóknum.
Stærsti framleiðandi umræddra skefta hætti framleiðslu þeirra í apríl.
Hér fyrir neðan má sjá hvernig skefti þessi virka.