Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 12:37 Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í maí í fyrra. Hann rannsakar meðal annars tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Vegna þess varð hann að skotmarki herðferðar Rússa. Vísir/Getty Útsendarar rússneskra stjórnvalda beittu samfélagsmiðlum til þess að reyna að rýra traust á Robert Mueller og rannsókn hans á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa. Í skýrslu um afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fengið í hendur kemur fram hvernig þeir notuðu nær alla samfélagsmiðla í áróðursherferð sinni. Greining á fleiri en tíu milljónum færslna og skilaboða á stærstu samfélagsmiðlum heims leiddi í ljós að tilraunir rússnesku útsendarana til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur hófust fyrr en almennt er talið og stóðu lengur yfir, að sögn Washington Post sem komst yfir skýrsluna. Rússarnir notuðu meðal annars gervireikninga á Facebook, Twitter og fleiri miðlum til þess að deila rangfærslum um Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hann var sakaður um að vera spilltur og fullyrt að ásakanir um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 væru brjálaðar samsæriskenningar. Mueller var jafnvel vændur um að hafa unnið með „róttækum íslömskum hópum“.Hlutur Instagram lítt skoðaður til þessa Samfélagsmiðlarnir eru sagðir hafa verið notaðir til að ná til ólíkra hópa. Þannig hafi Rússarnir beitt Twitter til að ná til stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Facebook og auglýsingatól þess hafi verið notuð til að skipta almenningi upp í þýði eftir hugmyndafræði og menningarhópi. Reyndu Rússarnir að virkja íhaldssama kjósendur en letja blökkumenn sem eru líklegri til að styðja demókrata í að kjósa. Myndasíðan Instagram, sem er í eigu Facebook, virðist hafa verið gjöfulustu miðin fyrir rússnesku útsendarana. Færslur sem þeir deildu þar fengu 187 milljónir ummæla, „læka“ og annarra viðbragða. Það var meira en á Facebook og Twitter til samans. Sérstaklega jókst notkunin á Instagram til að dreifa áróðri hálfu ári eftir að Trump náði kjöri sem forseti. Þar deildu Rússarnir um 116.000 færslum, tvöfalt fleiri en á Facebook. Mueller hefur ákært hóp Rússa sem tengjast félaginu Internet Research Agency sem er talið hafa stýrt samfélagsmiðlaherferð rússneskra stjórnvalda í kringum kosningarnar fyrir tveimur árum. Stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í að koma í veg fyrir að samfélagsmiðillinn sé notaðu til að hafa áhrif á kosningar á óeðlilegan hátt. Washington Post bendir hins vegar á að fyrirtækið hafi gert lítið úr athöfnum Rússa á Instagram þegar fulltrúar þess gáfu Bandaríkjaþingi skýrslu um áróðursherferðina í fyrra. Þá sagði það að færslur Rússa á Instagram hefðu náð til tuttugu milljóna manna og á Facebook til 126 milljóna. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Útsendarar rússneskra stjórnvalda beittu samfélagsmiðlum til þess að reyna að rýra traust á Robert Mueller og rannsókn hans á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa. Í skýrslu um afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fengið í hendur kemur fram hvernig þeir notuðu nær alla samfélagsmiðla í áróðursherferð sinni. Greining á fleiri en tíu milljónum færslna og skilaboða á stærstu samfélagsmiðlum heims leiddi í ljós að tilraunir rússnesku útsendarana til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur hófust fyrr en almennt er talið og stóðu lengur yfir, að sögn Washington Post sem komst yfir skýrsluna. Rússarnir notuðu meðal annars gervireikninga á Facebook, Twitter og fleiri miðlum til þess að deila rangfærslum um Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hann var sakaður um að vera spilltur og fullyrt að ásakanir um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 væru brjálaðar samsæriskenningar. Mueller var jafnvel vændur um að hafa unnið með „róttækum íslömskum hópum“.Hlutur Instagram lítt skoðaður til þessa Samfélagsmiðlarnir eru sagðir hafa verið notaðir til að ná til ólíkra hópa. Þannig hafi Rússarnir beitt Twitter til að ná til stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Facebook og auglýsingatól þess hafi verið notuð til að skipta almenningi upp í þýði eftir hugmyndafræði og menningarhópi. Reyndu Rússarnir að virkja íhaldssama kjósendur en letja blökkumenn sem eru líklegri til að styðja demókrata í að kjósa. Myndasíðan Instagram, sem er í eigu Facebook, virðist hafa verið gjöfulustu miðin fyrir rússnesku útsendarana. Færslur sem þeir deildu þar fengu 187 milljónir ummæla, „læka“ og annarra viðbragða. Það var meira en á Facebook og Twitter til samans. Sérstaklega jókst notkunin á Instagram til að dreifa áróðri hálfu ári eftir að Trump náði kjöri sem forseti. Þar deildu Rússarnir um 116.000 færslum, tvöfalt fleiri en á Facebook. Mueller hefur ákært hóp Rússa sem tengjast félaginu Internet Research Agency sem er talið hafa stýrt samfélagsmiðlaherferð rússneskra stjórnvalda í kringum kosningarnar fyrir tveimur árum. Stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í að koma í veg fyrir að samfélagsmiðillinn sé notaðu til að hafa áhrif á kosningar á óeðlilegan hátt. Washington Post bendir hins vegar á að fyrirtækið hafi gert lítið úr athöfnum Rússa á Instagram þegar fulltrúar þess gáfu Bandaríkjaþingi skýrslu um áróðursherferðina í fyrra. Þá sagði það að færslur Rússa á Instagram hefðu náð til tuttugu milljóna manna og á Facebook til 126 milljóna.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08
Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49