Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 12:37 Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í maí í fyrra. Hann rannsakar meðal annars tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Vegna þess varð hann að skotmarki herðferðar Rússa. Vísir/Getty Útsendarar rússneskra stjórnvalda beittu samfélagsmiðlum til þess að reyna að rýra traust á Robert Mueller og rannsókn hans á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa. Í skýrslu um afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fengið í hendur kemur fram hvernig þeir notuðu nær alla samfélagsmiðla í áróðursherferð sinni. Greining á fleiri en tíu milljónum færslna og skilaboða á stærstu samfélagsmiðlum heims leiddi í ljós að tilraunir rússnesku útsendarana til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur hófust fyrr en almennt er talið og stóðu lengur yfir, að sögn Washington Post sem komst yfir skýrsluna. Rússarnir notuðu meðal annars gervireikninga á Facebook, Twitter og fleiri miðlum til þess að deila rangfærslum um Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hann var sakaður um að vera spilltur og fullyrt að ásakanir um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 væru brjálaðar samsæriskenningar. Mueller var jafnvel vændur um að hafa unnið með „róttækum íslömskum hópum“.Hlutur Instagram lítt skoðaður til þessa Samfélagsmiðlarnir eru sagðir hafa verið notaðir til að ná til ólíkra hópa. Þannig hafi Rússarnir beitt Twitter til að ná til stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Facebook og auglýsingatól þess hafi verið notuð til að skipta almenningi upp í þýði eftir hugmyndafræði og menningarhópi. Reyndu Rússarnir að virkja íhaldssama kjósendur en letja blökkumenn sem eru líklegri til að styðja demókrata í að kjósa. Myndasíðan Instagram, sem er í eigu Facebook, virðist hafa verið gjöfulustu miðin fyrir rússnesku útsendarana. Færslur sem þeir deildu þar fengu 187 milljónir ummæla, „læka“ og annarra viðbragða. Það var meira en á Facebook og Twitter til samans. Sérstaklega jókst notkunin á Instagram til að dreifa áróðri hálfu ári eftir að Trump náði kjöri sem forseti. Þar deildu Rússarnir um 116.000 færslum, tvöfalt fleiri en á Facebook. Mueller hefur ákært hóp Rússa sem tengjast félaginu Internet Research Agency sem er talið hafa stýrt samfélagsmiðlaherferð rússneskra stjórnvalda í kringum kosningarnar fyrir tveimur árum. Stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í að koma í veg fyrir að samfélagsmiðillinn sé notaðu til að hafa áhrif á kosningar á óeðlilegan hátt. Washington Post bendir hins vegar á að fyrirtækið hafi gert lítið úr athöfnum Rússa á Instagram þegar fulltrúar þess gáfu Bandaríkjaþingi skýrslu um áróðursherferðina í fyrra. Þá sagði það að færslur Rússa á Instagram hefðu náð til tuttugu milljóna manna og á Facebook til 126 milljóna. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Útsendarar rússneskra stjórnvalda beittu samfélagsmiðlum til þess að reyna að rýra traust á Robert Mueller og rannsókn hans á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa. Í skýrslu um afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fengið í hendur kemur fram hvernig þeir notuðu nær alla samfélagsmiðla í áróðursherferð sinni. Greining á fleiri en tíu milljónum færslna og skilaboða á stærstu samfélagsmiðlum heims leiddi í ljós að tilraunir rússnesku útsendarana til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur hófust fyrr en almennt er talið og stóðu lengur yfir, að sögn Washington Post sem komst yfir skýrsluna. Rússarnir notuðu meðal annars gervireikninga á Facebook, Twitter og fleiri miðlum til þess að deila rangfærslum um Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hann var sakaður um að vera spilltur og fullyrt að ásakanir um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 væru brjálaðar samsæriskenningar. Mueller var jafnvel vændur um að hafa unnið með „róttækum íslömskum hópum“.Hlutur Instagram lítt skoðaður til þessa Samfélagsmiðlarnir eru sagðir hafa verið notaðir til að ná til ólíkra hópa. Þannig hafi Rússarnir beitt Twitter til að ná til stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Facebook og auglýsingatól þess hafi verið notuð til að skipta almenningi upp í þýði eftir hugmyndafræði og menningarhópi. Reyndu Rússarnir að virkja íhaldssama kjósendur en letja blökkumenn sem eru líklegri til að styðja demókrata í að kjósa. Myndasíðan Instagram, sem er í eigu Facebook, virðist hafa verið gjöfulustu miðin fyrir rússnesku útsendarana. Færslur sem þeir deildu þar fengu 187 milljónir ummæla, „læka“ og annarra viðbragða. Það var meira en á Facebook og Twitter til samans. Sérstaklega jókst notkunin á Instagram til að dreifa áróðri hálfu ári eftir að Trump náði kjöri sem forseti. Þar deildu Rússarnir um 116.000 færslum, tvöfalt fleiri en á Facebook. Mueller hefur ákært hóp Rússa sem tengjast félaginu Internet Research Agency sem er talið hafa stýrt samfélagsmiðlaherferð rússneskra stjórnvalda í kringum kosningarnar fyrir tveimur árum. Stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í að koma í veg fyrir að samfélagsmiðillinn sé notaðu til að hafa áhrif á kosningar á óeðlilegan hátt. Washington Post bendir hins vegar á að fyrirtækið hafi gert lítið úr athöfnum Rússa á Instagram þegar fulltrúar þess gáfu Bandaríkjaþingi skýrslu um áróðursherferðina í fyrra. Þá sagði það að færslur Rússa á Instagram hefðu náð til tuttugu milljóna manna og á Facebook til 126 milljóna.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08
Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49