Hildur Björg Kjartansdóttir og stöllur í liði Celta Zorka á Spáni unnu sinn ellefta sigur í röð þegar liðið hafði betur gegn Segle í dag.
Hildur skoraði 10 stig í stórsigri Celta 46-76 í dag. Hún tók fimm fráköst og gaf tvör stoðsendingar í leiknum.
Stigahæst var Adrienne Motley sem setti 15 af 76 stigum Celta.
Heimakonur í Segle náðu aðeins að skora níu stig í fyrsta leikhluta á meðan Celta setti 22 og tónninn var settur. Celta var 20-37 yfir í hálfleik og sigurinn aldrei í hættu.
Liðið hefur enn ekki tapað leik og situr örugglega á toppi deildarinnar með 22 stig, þremur meira en Oses Ardoi í öðru sætinu.
Ellefti sigur Hildar í röð
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti
Fleiri fréttir
