Segir Obamacare ekki samrýmast stjórnarskrá Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 09:41 Löggjöfin er iðulega kennd við Barack Obama, forvera Trump í embætti. Getty/Bloomber Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar úrskurðinum og líklegt er að málið fari nú fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Samráð 20 ríkja vilja meina að löggjöfin í heild sé ógild eftir breytingar á skattalögum Bandaríkjanna sem samþykktar voru á síðasta ári. Þá var felld úr gildi klausa um að mönnum yrði gerð refsing ef þeir væru ekki með sjúkratryggingu. Trump hét því að afnema Obamacare, sem samþykkt var 2010 og átti að tryggja þeim sjúkratryggingar sem höfðu ekki efni á þeim. Repúblikanar hafa verið í meirihluta á Bandaríkjaþingi síðan Trump tók við sem forseti en þrátt fyrir það eru lögin ennþá í gildi. Árið 2017 var hins vegar felld úr gildi klausa um að menn yrðu að vera með sjúkratryggingu ellegar greiða sérstakan skatt. Trump tók fregnum um úrskurðinn fagnandi á Twitter. Wow, but not surprisingly, ObamaCare was just ruled UNCONSTITUTIONAL by a highly respected judge in Texas. Great news for America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2018 Hann hvatti einnig Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í þinginu að samþykkja „sterk lög“ sem myndu tryggja „frábæra“ heilbrigðisþjónustu. Úrskurðurinn kom einum degi áður en frestur til að sækja um Obamacare fyrir næsta ár rann út. Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, segir þó að lögin séu enn í gildi þar til frekari vendingar verða í málinu. Hvíta húsið hefur hvatt fulltrúadeild þingsins til að koma á öðru og betra kerfi í staðinn. En þrátt fyrir að fulltrúar 20 ríkja hafi í sameiningu reynt að fella Obamacare eru önnur ríki á þeirri skoðun að ef Obamacare verði fellt úr gildi muni það valda milljónum Bandaríkjamanna skaða. Nancy Pelosi, forseti öldungadeildar þingsins sagði að úrskurðinn væri grimmdarlegur og fáránlegur og sagði að honum yrði áfrýjað. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Alríkisdómari í Texas hefur komist að þeirri niðurstöðu að lykilhluti heilbrigðislöggjafarinnar Afoordable Care Act, sem oftast er kallað Obamacare, samrýmist ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna. Donald Trump Bandaríkjaforseti fagnar úrskurðinum og líklegt er að málið fari nú fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Samráð 20 ríkja vilja meina að löggjöfin í heild sé ógild eftir breytingar á skattalögum Bandaríkjanna sem samþykktar voru á síðasta ári. Þá var felld úr gildi klausa um að mönnum yrði gerð refsing ef þeir væru ekki með sjúkratryggingu. Trump hét því að afnema Obamacare, sem samþykkt var 2010 og átti að tryggja þeim sjúkratryggingar sem höfðu ekki efni á þeim. Repúblikanar hafa verið í meirihluta á Bandaríkjaþingi síðan Trump tók við sem forseti en þrátt fyrir það eru lögin ennþá í gildi. Árið 2017 var hins vegar felld úr gildi klausa um að menn yrðu að vera með sjúkratryggingu ellegar greiða sérstakan skatt. Trump tók fregnum um úrskurðinn fagnandi á Twitter. Wow, but not surprisingly, ObamaCare was just ruled UNCONSTITUTIONAL by a highly respected judge in Texas. Great news for America! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 15, 2018 Hann hvatti einnig Chuck Schumer og Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í þinginu að samþykkja „sterk lög“ sem myndu tryggja „frábæra“ heilbrigðisþjónustu. Úrskurðurinn kom einum degi áður en frestur til að sækja um Obamacare fyrir næsta ár rann út. Sarah Sanders, talskona Hvíta Hússins, segir þó að lögin séu enn í gildi þar til frekari vendingar verða í málinu. Hvíta húsið hefur hvatt fulltrúadeild þingsins til að koma á öðru og betra kerfi í staðinn. En þrátt fyrir að fulltrúar 20 ríkja hafi í sameiningu reynt að fella Obamacare eru önnur ríki á þeirri skoðun að ef Obamacare verði fellt úr gildi muni það valda milljónum Bandaríkjamanna skaða. Nancy Pelosi, forseti öldungadeildar þingsins sagði að úrskurðinn væri grimmdarlegur og fáránlegur og sagði að honum yrði áfrýjað.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira