Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. desember 2018 19:00 Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki áhyggjur af hruni í ferðaþjónustu þó hægst hafi á vexti. Hann vonar að vöxtur næstu ára verði í takt við það sem innviðir landins og samfélagið ráða við. Fyrsti áfangi um álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi var kynnt í dag. Tilgangur verkefnisins er að leggja mat á álag á innviði, umhverfi og samfélag gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi byggt á fyrirliggjandi gögnum en skýrslan sem var kynnt í dag er niðurstaða fyrri áfanga verkefnisins þar sem um er að ræða uppsetningu á álagsvísum sem munu þróast samhliða aukinni þekkingu og rannsóknum.Enn aukning þrátt fyrir að hún sé ekki eins hröð Verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að verkefninu, segir að þegar vinnu við álagsmatið verði lokið nýtist það við að gera áætlanir til dæmis vegna ásóknar ferðamanna á einstaka ferðamannastaði og til þess að undirbúa greinina fyrir óvæntar aðstæður.Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá EfluVísir/Stöð 2„Það er þá hluti af því að við setjum okkur ákveðnar forsendur um það hver vöxturinn verður inn í framtíðina byggt á þessu módeli. Þannig að allt frá því að horfa á fækkun í stéttinni yfir í að horfa á þessa miklu aukningu sem hefur verið á síðustu árum og að hún verði áframhaldandi, að það er þá hluti af þeirri sviðsmyndagerð og þeirri skoðun sem að fer fram núna í þessum seinni áfanga verkefnisins,“ segir Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að gert álagsmatsins. Álagsvísarnir fjórir sem skoðaðir eru, eru Efnahagslegt jafnvægi, annars vegar á innviði og fjárfestingar og hins vegar á þjóðhagslega stærð en jafnframt eru skoðuð áhrif á umhverfið sem og á samfélagið. Í seinni áfanga verkefnisins sem hófst í október verða álagvísarnir gildissettir þar sem metið verður hvort þolmörkum hafi verið náð. Met fjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári og var stærsti dagurinn í ágústmánuði, þegar níutíu þúsund manns voru á landinu á einum degi. Aðsóknin til landsins í ár gefur til kynna að enn eitt metið í komu ferðamanna til landsins verði slegið.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamálaVísir/Stöð 2Ekkert samfélag þolir þennan vöxt mörg ár í röð „Ég held að það verði aukning í ferðamönnum til Íslands um ókomin ár og ekki bara til Íslands, það er bara almenn aukning á ferðamönnum í heiminum,“ sagði Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sem hefur umsjón með gerð álagsmatsins. Óskar segir að þrátt fyrir að vöxturinn sé ekki jafn hraður og áður verði áfram vöxtur í greininni og að vonandi verði hann í takt við það sem innviðir landsins ráði við. „Fréttamenn spyrja mig mjög mikið að því hvort að alls sé ekki að fara til fjandans að því að vöxturinn hefur minnkað úr 40 prósentum niður í tuttugu eða tíu prósent. Það var alveg nauðsynlegt, það hefði allt farið til fjandans ef hann hefði ekki minnkað. Það er ekkert samfélag sem þolir vaxtaprósentu í tveggja stafa tölu mörg ár í röð, það er bara ekki til í heiminum,“ sagði Óskar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki áhyggjur af hruni í ferðaþjónustu þó hægst hafi á vexti. Hann vonar að vöxtur næstu ára verði í takt við það sem innviðir landins og samfélagið ráða við. Fyrsti áfangi um álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi var kynnt í dag. Tilgangur verkefnisins er að leggja mat á álag á innviði, umhverfi og samfélag gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi byggt á fyrirliggjandi gögnum en skýrslan sem var kynnt í dag er niðurstaða fyrri áfanga verkefnisins þar sem um er að ræða uppsetningu á álagsvísum sem munu þróast samhliða aukinni þekkingu og rannsóknum.Enn aukning þrátt fyrir að hún sé ekki eins hröð Verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að verkefninu, segir að þegar vinnu við álagsmatið verði lokið nýtist það við að gera áætlanir til dæmis vegna ásóknar ferðamanna á einstaka ferðamannastaði og til þess að undirbúa greinina fyrir óvæntar aðstæður.Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá EfluVísir/Stöð 2„Það er þá hluti af því að við setjum okkur ákveðnar forsendur um það hver vöxturinn verður inn í framtíðina byggt á þessu módeli. Þannig að allt frá því að horfa á fækkun í stéttinni yfir í að horfa á þessa miklu aukningu sem hefur verið á síðustu árum og að hún verði áframhaldandi, að það er þá hluti af þeirri sviðsmyndagerð og þeirri skoðun sem að fer fram núna í þessum seinni áfanga verkefnisins,“ segir Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að gert álagsmatsins. Álagsvísarnir fjórir sem skoðaðir eru, eru Efnahagslegt jafnvægi, annars vegar á innviði og fjárfestingar og hins vegar á þjóðhagslega stærð en jafnframt eru skoðuð áhrif á umhverfið sem og á samfélagið. Í seinni áfanga verkefnisins sem hófst í október verða álagvísarnir gildissettir þar sem metið verður hvort þolmörkum hafi verið náð. Met fjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári og var stærsti dagurinn í ágústmánuði, þegar níutíu þúsund manns voru á landinu á einum degi. Aðsóknin til landsins í ár gefur til kynna að enn eitt metið í komu ferðamanna til landsins verði slegið.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamálaVísir/Stöð 2Ekkert samfélag þolir þennan vöxt mörg ár í röð „Ég held að það verði aukning í ferðamönnum til Íslands um ókomin ár og ekki bara til Íslands, það er bara almenn aukning á ferðamönnum í heiminum,“ sagði Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sem hefur umsjón með gerð álagsmatsins. Óskar segir að þrátt fyrir að vöxturinn sé ekki jafn hraður og áður verði áfram vöxtur í greininni og að vonandi verði hann í takt við það sem innviðir landsins ráði við. „Fréttamenn spyrja mig mjög mikið að því hvort að alls sé ekki að fara til fjandans að því að vöxturinn hefur minnkað úr 40 prósentum niður í tuttugu eða tíu prósent. Það var alveg nauðsynlegt, það hefði allt farið til fjandans ef hann hefði ekki minnkað. Það er ekkert samfélag sem þolir vaxtaprósentu í tveggja stafa tölu mörg ár í röð, það er bara ekki til í heiminum,“ sagði Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira