Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 08:21 Butina (fremst) stundaði nám í Bandaríkjunum og reyndi á sama tíma að vinna sér traust leiðtoga íhaldsmanna. Vísir/EPA Stjórnendur samtaka byssueigenda, þingmenn og forsetaframbjóðendur repúblikana voru á meðal þeirra sem Maria Butina umgekkst og reyndi að hafa áhrif á fyrir rússnesk stjórnvöld. Butina játaði sig seka um samsæri um að starfa sem útsendari erlends ríkis í gær. Butina var handtekin í júlí og sökuð um að hafa myndað tengsl við leiðtoga bandarískra íhaldsmanna með það fyrir augum að fá þá til líta Rússland hýrari augum og opna samskiptaleið við þá fyrir Rússa. Bandarísk yfirvöld eru nú sögð rannsaka hvort og hversu mikið íhaldsmennirnir sem hjálpuðu henni hafi vitað um tengsl hennar við rússnesk stjórnvöld.New York Times segir að í Bandaríkjunum hafi Butina gerst mikill stuðningsmaður Donalds Trump og Samtaka byssueigenda (NRA), vingast við stjórnendur samtakanna og umgengist forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum repúblikana. Hún er meðal annars sögð hafa átt í ástarsambandi við Paul Erickson, repúblikana sem skipulagði meðal annars forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. Erickson gæti einnig átt ákæru yfir höfði sér. Í ákærunni gegn Butina kom fram að hún hefði unnið náið með Aleksandr Torsjin, rússneskum embættismanni, til að hafa áhrif á bandaríska íhaldsmenn. Þau Erickson hafi lagt á ráðinn um að koma sér innan í Repúblikanaflokkinn og NRA til að styðja vinsamlegri stefnu í garð Rússlands. „Á meðan á samsærinu stóð skrifaði Butina rússneska embættismanninum minnisblöð um tilraunir hennar og mat hennar á pólitíska landslaginu í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016,“ sögðu saksóknararnir. Hún hafi jafnframt leitað ráða um hvort hún ætti að funda með ákveðnum einstaklingum. Líklegt er að Butina fái mildan dóm á grundvelli samkomulags sem hún gerði við saksóknara þegar refsing hennar verður ákvörðuð í febrúar. Henni verður að líkindum vísað úr landi þegar hún losnar úr fangelsi. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Stjórnendur samtaka byssueigenda, þingmenn og forsetaframbjóðendur repúblikana voru á meðal þeirra sem Maria Butina umgekkst og reyndi að hafa áhrif á fyrir rússnesk stjórnvöld. Butina játaði sig seka um samsæri um að starfa sem útsendari erlends ríkis í gær. Butina var handtekin í júlí og sökuð um að hafa myndað tengsl við leiðtoga bandarískra íhaldsmanna með það fyrir augum að fá þá til líta Rússland hýrari augum og opna samskiptaleið við þá fyrir Rússa. Bandarísk yfirvöld eru nú sögð rannsaka hvort og hversu mikið íhaldsmennirnir sem hjálpuðu henni hafi vitað um tengsl hennar við rússnesk stjórnvöld.New York Times segir að í Bandaríkjunum hafi Butina gerst mikill stuðningsmaður Donalds Trump og Samtaka byssueigenda (NRA), vingast við stjórnendur samtakanna og umgengist forsetaframbjóðendur og þingmenn úr röðum repúblikana. Hún er meðal annars sögð hafa átt í ástarsambandi við Paul Erickson, repúblikana sem skipulagði meðal annars forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. Erickson gæti einnig átt ákæru yfir höfði sér. Í ákærunni gegn Butina kom fram að hún hefði unnið náið með Aleksandr Torsjin, rússneskum embættismanni, til að hafa áhrif á bandaríska íhaldsmenn. Þau Erickson hafi lagt á ráðinn um að koma sér innan í Repúblikanaflokkinn og NRA til að styðja vinsamlegri stefnu í garð Rússlands. „Á meðan á samsærinu stóð skrifaði Butina rússneska embættismanninum minnisblöð um tilraunir hennar og mat hennar á pólitíska landslaginu í Bandaríkjunum fyrir forsetakosningarnar árið 2016,“ sögðu saksóknararnir. Hún hafi jafnframt leitað ráða um hvort hún ætti að funda með ákveðnum einstaklingum. Líklegt er að Butina fái mildan dóm á grundvelli samkomulags sem hún gerði við saksóknara þegar refsing hennar verður ákvörðuð í febrúar. Henni verður að líkindum vísað úr landi þegar hún losnar úr fangelsi.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00
Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent