Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 13:36 Sigþór Kristinn Skúlason er framkvæmdastjóri Airport Associates. vísir/hvati Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. Það sé þó ljós í myrkrinu að WOW sé enn með ellefu vélar í flota sínum. Uppsagnir hjá Airport Associates tóku mið af því að allt færi á versta veg hjá WOW air. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air á Keflavíkurflugvelli með á fimmta hundrað starfsmenn. Eftir að í ljós kom að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW air brá fyrirtækið á það ráð að segja fólkinu upp. „Við erum fyrst og fremst að grípa til einhverra aðgerða ef allt fer á versta veg á þessum íslenska flugmarkaði. Stærsti viðskiptavinur okkar er WOW air og félagið hefur verið mikið í kastljósinu. Það gekk ekki eftir þessi sala til Icelandair og það er komin upp meiri óvissa,“ sagði Sigþór Kristinn í viðtali við fréttastofu þann 29. nóvember. Um kvöldið var greint frá því að WOW air ætti í viðræðum við eignastýringafélagið Indigo Partners sem gert hefði bráðabirgðasamning um að fjárfesta í WOW. Kom fram í tilkynningu frá WOW að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið væri. Sigþór sagði í framhaldinu að ef niðurstaðan yrði sú gæti Airport Associates dregið margar af uppsögnunum 237 til baka.Allt óbreytt „Það er allt óbreytt í raun og veru,“ segir Sigþór Kristinn í samtali við Vísi. „Ef samningar nást milli Indigo og WOW komum við til með að geta dregið mjög stóran hluta til baka. Þrátt fyrir leiðinlegu tíðindin í dag eru ellefu vélar áfram í flotanum,“ segir Sigþór Kristin. Staðan sé skárri en ef allt hefði farið á versta veg og engin vél eftir. Skúli segir í bréfi til starfsmanna í dag að hann hafi misst sjónar á grunngildum félagsins. Vélum verði fækkað og WOW air verði aftur að lággjaldaflugfélaginu sem það var fram að stefnubreytinu á árinu 2017 þegar stærri vélar og breytingar á farrými voru teknar í gagnið.Rætt var við Skúla Mogensen í hádegisfréttum Bylgjunnar.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir til baka Forstjóri Airport Associates er bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir ríflega 200 starfsmanna til baka í ljósi frétta af aðkomu Indigo Partners að rekstri WOW air. 30. nóvember 2018 18:30 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. Það sé þó ljós í myrkrinu að WOW sé enn með ellefu vélar í flota sínum. Uppsagnir hjá Airport Associates tóku mið af því að allt færi á versta veg hjá WOW air. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air á Keflavíkurflugvelli með á fimmta hundrað starfsmenn. Eftir að í ljós kom að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW air brá fyrirtækið á það ráð að segja fólkinu upp. „Við erum fyrst og fremst að grípa til einhverra aðgerða ef allt fer á versta veg á þessum íslenska flugmarkaði. Stærsti viðskiptavinur okkar er WOW air og félagið hefur verið mikið í kastljósinu. Það gekk ekki eftir þessi sala til Icelandair og það er komin upp meiri óvissa,“ sagði Sigþór Kristinn í viðtali við fréttastofu þann 29. nóvember. Um kvöldið var greint frá því að WOW air ætti í viðræðum við eignastýringafélagið Indigo Partners sem gert hefði bráðabirgðasamning um að fjárfesta í WOW. Kom fram í tilkynningu frá WOW að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið væri. Sigþór sagði í framhaldinu að ef niðurstaðan yrði sú gæti Airport Associates dregið margar af uppsögnunum 237 til baka.Allt óbreytt „Það er allt óbreytt í raun og veru,“ segir Sigþór Kristinn í samtali við Vísi. „Ef samningar nást milli Indigo og WOW komum við til með að geta dregið mjög stóran hluta til baka. Þrátt fyrir leiðinlegu tíðindin í dag eru ellefu vélar áfram í flotanum,“ segir Sigþór Kristin. Staðan sé skárri en ef allt hefði farið á versta veg og engin vél eftir. Skúli segir í bréfi til starfsmanna í dag að hann hafi misst sjónar á grunngildum félagsins. Vélum verði fækkað og WOW air verði aftur að lággjaldaflugfélaginu sem það var fram að stefnubreytinu á árinu 2017 þegar stærri vélar og breytingar á farrými voru teknar í gagnið.Rætt var við Skúla Mogensen í hádegisfréttum Bylgjunnar.Klippa: Viðtal við Skúla Mogensen um hópuppsögn hjá WOW air
Fréttir af flugi Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir til baka Forstjóri Airport Associates er bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir ríflega 200 starfsmanna til baka í ljósi frétta af aðkomu Indigo Partners að rekstri WOW air. 30. nóvember 2018 18:30 237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
Bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir til baka Forstjóri Airport Associates er bjartsýnn á að geta dregið uppsagnir ríflega 200 starfsmanna til baka í ljósi frétta af aðkomu Indigo Partners að rekstri WOW air. 30. nóvember 2018 18:30
237 sagt upp hjá Airport Associates á Keflavíkurflugvelli 237 starfsmönnum var í dag sagt upp hjá Airport Associates (APA) á Keflavíkurflugvelli, stærsta þjónustuaðila WOW air. 29. nóvember 2018 17:11