„Rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2018 15:04 Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, er ekki sáttur við vinnubrögð við samgönguáætlun. vísir/vilhelm Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. Greint var frá breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar við samgönguáætlun í fréttum í gær en í tillögunni er meðal annars kveðið á um vegtolla á stofnbrautum út úr Reykjavík og stórauknum framkvæmdum í samgöngumálum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að það væri ekki oft sem það sæjust slík vinnubrögð á Alþingi eins og virtist eiga að viðhafa varðandi samgönguáætlun. „Hér er að fæðast í þessum töluðu orðum ný samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem væri þá ástæða til að senda aftur til umsagnar í ljósi þeirra umfangsmiklu breytinga sem þar eru á ferðinni. En, nei það á ekki að gerast,“ sagði Þorsteinn og benti á að stefnt sé að því að ljúka umræðu og atkvæðagreiðslu um áætlunina fyrir helgi. „Hér er verið að tala um tugmilljarða framkvæmdir á ári en ekki minnsta tilraun gerð til þess að meta þjóðhagsleg áhrif eins og vera ber til dæmis í takt við lög um opinber fjármál.“ Hann sagði minnihlutann á Alþingi vita lítið um hvað eigi að gera og hvernig. „En mér sýnist staðan vera akkúrat svona: suðvesturhornið, höfuðborgarsvæðið, fær ekki neitt nema það borgi aukalega fyrir það með veggjöldum, og þau veggjöld á jafnframt að nota til þess að fjármagna framkvæmdir annars staðar á landinu,“ sagði Þorsteinn. Þá bætti hann við að tillagan væri flutt af sama hópi og lagðist gegn hugmyndum um að hækka kolefnisgjöld. „Og hér er skyndilega kominn listi upp á 75 milljarða sem á að fjármagna með veggjöldum á næstu árum,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Þetta eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð. Þetta er rassvasahókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér betri tíma til þess að móta þessar hugmyndir til enda.“ Alþingi Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnubrögð meirihlutans á þingi við samgönguáætlun undir liðnum störf þingsins í dag. Greint var frá breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar við samgönguáætlun í fréttum í gær en í tillögunni er meðal annars kveðið á um vegtolla á stofnbrautum út úr Reykjavík og stórauknum framkvæmdum í samgöngumálum. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að það væri ekki oft sem það sæjust slík vinnubrögð á Alþingi eins og virtist eiga að viðhafa varðandi samgönguáætlun. „Hér er að fæðast í þessum töluðu orðum ný samgönguáætlun. Samgönguáætlun sem væri þá ástæða til að senda aftur til umsagnar í ljósi þeirra umfangsmiklu breytinga sem þar eru á ferðinni. En, nei það á ekki að gerast,“ sagði Þorsteinn og benti á að stefnt sé að því að ljúka umræðu og atkvæðagreiðslu um áætlunina fyrir helgi. „Hér er verið að tala um tugmilljarða framkvæmdir á ári en ekki minnsta tilraun gerð til þess að meta þjóðhagsleg áhrif eins og vera ber til dæmis í takt við lög um opinber fjármál.“ Hann sagði minnihlutann á Alþingi vita lítið um hvað eigi að gera og hvernig. „En mér sýnist staðan vera akkúrat svona: suðvesturhornið, höfuðborgarsvæðið, fær ekki neitt nema það borgi aukalega fyrir það með veggjöldum, og þau veggjöld á jafnframt að nota til þess að fjármagna framkvæmdir annars staðar á landinu,“ sagði Þorsteinn. Þá bætti hann við að tillagan væri flutt af sama hópi og lagðist gegn hugmyndum um að hækka kolefnisgjöld. „Og hér er skyndilega kominn listi upp á 75 milljarða sem á að fjármagna með veggjöldum á næstu árum,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: „Þetta eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð. Þetta er rassvasahókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér betri tíma til þess að móta þessar hugmyndir til enda.“
Alþingi Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Sjá meira
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00