Í afsagnarbréfi sínu gaf Mattis, sem tók við embættinu í byrjun árs 2017, í skyn að hann og Trump hafi ekki verið sammála þegar kom að ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi.
Shanahan, sem starfaði lengi hjá flugvélaframleiðandanum Boeing, mun taka við embættinu í ársbyrjun. „Patrick er með langan afrekalista,“ segir Trump í tísti sínu. „Hann verður frábær!“. Með ákvörðuninni flýtir Trump afsögn Mattis, en upphaflega stóð til að Mattis myndi láta af störfum í febrúar.
Samband Trump og Mattis hafði verið stirt um nokkurn tíma og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt frá því að forsetinn hafi reglulega farið gegn ráðleggingum ráðherrans. Þannig var Mattis mótfallinn því að senda hermenn að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Mattis var áður talinn einn af áhrifamestu ráðgjöfum Trump.
I am pleased to announce that our very talented Deputy Secretary of Defense, Patrick Shanahan, will assume the title of Acting Secretary of Defense starting January 1, 2019. Patrick has a long list of accomplishments while serving as Deputy, & previously Boeing. He will be great!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 23, 2018