Sólin ósigrandi Þórlindur Kjartansson skrifar 21. desember 2018 07:00 Í dag mun vera stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Milli sólarupprásar og sólarlags eru ekki nema fjórar klukkustundir og sjö mínútur í höfuðborginni—og enn styttra eftir því sem norðar dregur. Sólin lætur ekki sjá sig nema í þrjár klukkustundir og tíu mínútur á Akureyri; og Ísfirðingar þurfa að gera sér að góðu tuttugu mínútum skemmri dagsbirtu.Sálfræðitrix Áður en mannkynið náði tökum á dagatalinu hlýtur það að hafa verið angistarfullt að fylgjast með vetrinum læsa klónum í lífið á hverju hausti og hafa ekki nema óljósa hugmynd um hvenær færi að vora á ný. Auðvitað hefur mönnunum lærst að vorið kæmi á ný—en líklega hefur reynt á þolgæði margra að þrauka vetrarmánuðina eftir áramót. Eftir því sem kuldinn og veðurofsinn er meiri þeim mun meiri áhyggjur er líklegt að fólk hafi haft af endurkomu sólarinnar. En um leið og mannkynið hafði til þess þekkingu, þá var reiknað út hvaða dagur markaði þessi umskipti milli undanhalds og sóknar sólarinnar. Þess vegna eru engin samfélög þekkt þar sem ekki er haldið upp á myrkasta skammdegið í þeirri von og vissu að verra gæti það ekki orðið þennan veturinn. Jafnvel þótt mestu vetrarhörkurnar og leiðindin séu enn ókomin, þá er skammdegið sjálft á undanhaldi. Dagarnir lengjast smám saman, sigur ljóssins og hlýjunnar er í fullum undirbúningi og er óumflýjanlegur jafnvel þótt við horfum enn fram á langt harðindatímabil. Jólin eru því haldin til þess að forða okkur frá andlegri bugun og uppgjöf—og eru kannski elsta samfélagslega sálfræðitrix mannkyns.Sol invictus Meira að segja í hlýindunum suður í Róm var til forna lögð áhersla á að fagna á þeim degi þegar sigurganga sólarinnar hófst á ný. Þó eru hörðustu vetrarveður þar hátíð miðað við harðræði sem við þekkjum á norðurslóðum. Þar var haldin hátíðin Saturnalia í desember, og á vetrarsólstöðum var haldin fæðingarhátíð hinnar ósigrandi sólar, Sol invictus. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir að það hafi verið Júlíus Sesar sem fastsetti þessa hátíð á 25. desember—kunnuglegri dagsetningu. Þegar kristni var lögtekin í Rómaveldi snemma á fjórðu öld lá beint við að tímasetja fæðingardag frelsarans á nákvæmlega þessum degi—enda sagðist hann vera ljós heimsins og er það sannarlega í hugum og hjörtum margra. Eftir því sem kristnin breiddist um norðurhvel reyndist fremur hægur leikur að dubba þessa hátíðisdaga upp sem kristna hátíð, því á öllu byggðu bóli voru til staðar aldalangar hefðir fyrir gleðskap og hátíðarhaldi í kringum vetrarsólstöður. Jólahátíðin er því miklu eldri en kristin trú. Það á við bæði hér á Íslandi og annars staðar. Talað var um að „drekka jólin“ og virðist sem mikið hafi verið um fyllerí á Norðurslóðum í kringum myrkasta skammdegið. Þeir siðir hafa mildast víðast hvar, nema einna helst í Bretlandi þar sem enn tíðkast að halda upp á jólin á öldurhúsum eða í heimadrykkju, enda eru Bretar sérdeilis ölkær þjóð. Hér á Íslandi líta flestir svo á að jólin séu fjölskylduhátíð—hátíð barnanna og þau eru hátíð ljóss og friðar. Það passar vel við þann skilning sem lagður er í jólahátíðina að hún marki í raun nýtt upphaf, nýja hringferð hnattarins okkar í kringum sólina. Þannig kjósum við líka að ljúka árinu við þetta tilefni og byrjum að telja upp á nýtt þegar dagarnir lengjast. Við byrjum á núlli. 1. janúar er dagurinn sem inniheldur alla möguleika nýs upphafs— óskrifað blað, eins og nýfætt barn.Öll eigum við jólin Og þar sem jólin eru í raun ekki kristin hátíð, nema í þeim skilningi að við veljum 25. desember til þess að halda upp á fæðingardag manns sem enginn veit hvenær fæddist, þá eru jólin sannarlega hátíð okkar allra. Sama hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það trúir bara alls engu—þá er erfitt að rífast við þá staðreynd að einmitt um þessar mundir byrjar þessi árlega sigurganga sólarinnar sem forsenda alls lífs og lífsgæða okkar. Varla er til sá trúleysingi, kommúnisti eða anarkisti sem ekki er tilbúinn til þess að viðurkenna að hann haldi meira með birtunni heldur en myrkrinu, meira með hlýjunni heldur en kuldanum—meira með sólinni heldur en skugganum. Og það ætti að vera erfitt að rífast yfir því að við kjósum að setja ljós í gluggana okkar og um götur og torg til þess að gera okkur skammdegið léttara. Meira að segja helgileikirnir í skólunum þyrftu ekki að fara í taugarnar á neinum, enda felst ekki í þeim nein trúarleg innræting önnur en sú að fagna nýju lífi og nýju ljósi. Jólin eru hátíð okkar allra, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Gleðilega hátíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í dag mun vera stysti dagur ársins á norðurhveli jarðar. Milli sólarupprásar og sólarlags eru ekki nema fjórar klukkustundir og sjö mínútur í höfuðborginni—og enn styttra eftir því sem norðar dregur. Sólin lætur ekki sjá sig nema í þrjár klukkustundir og tíu mínútur á Akureyri; og Ísfirðingar þurfa að gera sér að góðu tuttugu mínútum skemmri dagsbirtu.Sálfræðitrix Áður en mannkynið náði tökum á dagatalinu hlýtur það að hafa verið angistarfullt að fylgjast með vetrinum læsa klónum í lífið á hverju hausti og hafa ekki nema óljósa hugmynd um hvenær færi að vora á ný. Auðvitað hefur mönnunum lærst að vorið kæmi á ný—en líklega hefur reynt á þolgæði margra að þrauka vetrarmánuðina eftir áramót. Eftir því sem kuldinn og veðurofsinn er meiri þeim mun meiri áhyggjur er líklegt að fólk hafi haft af endurkomu sólarinnar. En um leið og mannkynið hafði til þess þekkingu, þá var reiknað út hvaða dagur markaði þessi umskipti milli undanhalds og sóknar sólarinnar. Þess vegna eru engin samfélög þekkt þar sem ekki er haldið upp á myrkasta skammdegið í þeirri von og vissu að verra gæti það ekki orðið þennan veturinn. Jafnvel þótt mestu vetrarhörkurnar og leiðindin séu enn ókomin, þá er skammdegið sjálft á undanhaldi. Dagarnir lengjast smám saman, sigur ljóssins og hlýjunnar er í fullum undirbúningi og er óumflýjanlegur jafnvel þótt við horfum enn fram á langt harðindatímabil. Jólin eru því haldin til þess að forða okkur frá andlegri bugun og uppgjöf—og eru kannski elsta samfélagslega sálfræðitrix mannkyns.Sol invictus Meira að segja í hlýindunum suður í Róm var til forna lögð áhersla á að fagna á þeim degi þegar sigurganga sólarinnar hófst á ný. Þó eru hörðustu vetrarveður þar hátíð miðað við harðræði sem við þekkjum á norðurslóðum. Þar var haldin hátíðin Saturnalia í desember, og á vetrarsólstöðum var haldin fæðingarhátíð hinnar ósigrandi sólar, Sol invictus. Árni Björnsson þjóðháttafræðingur segir að það hafi verið Júlíus Sesar sem fastsetti þessa hátíð á 25. desember—kunnuglegri dagsetningu. Þegar kristni var lögtekin í Rómaveldi snemma á fjórðu öld lá beint við að tímasetja fæðingardag frelsarans á nákvæmlega þessum degi—enda sagðist hann vera ljós heimsins og er það sannarlega í hugum og hjörtum margra. Eftir því sem kristnin breiddist um norðurhvel reyndist fremur hægur leikur að dubba þessa hátíðisdaga upp sem kristna hátíð, því á öllu byggðu bóli voru til staðar aldalangar hefðir fyrir gleðskap og hátíðarhaldi í kringum vetrarsólstöður. Jólahátíðin er því miklu eldri en kristin trú. Það á við bæði hér á Íslandi og annars staðar. Talað var um að „drekka jólin“ og virðist sem mikið hafi verið um fyllerí á Norðurslóðum í kringum myrkasta skammdegið. Þeir siðir hafa mildast víðast hvar, nema einna helst í Bretlandi þar sem enn tíðkast að halda upp á jólin á öldurhúsum eða í heimadrykkju, enda eru Bretar sérdeilis ölkær þjóð. Hér á Íslandi líta flestir svo á að jólin séu fjölskylduhátíð—hátíð barnanna og þau eru hátíð ljóss og friðar. Það passar vel við þann skilning sem lagður er í jólahátíðina að hún marki í raun nýtt upphaf, nýja hringferð hnattarins okkar í kringum sólina. Þannig kjósum við líka að ljúka árinu við þetta tilefni og byrjum að telja upp á nýtt þegar dagarnir lengjast. Við byrjum á núlli. 1. janúar er dagurinn sem inniheldur alla möguleika nýs upphafs— óskrifað blað, eins og nýfætt barn.Öll eigum við jólin Og þar sem jólin eru í raun ekki kristin hátíð, nema í þeim skilningi að við veljum 25. desember til þess að halda upp á fæðingardag manns sem enginn veit hvenær fæddist, þá eru jólin sannarlega hátíð okkar allra. Sama hvaða trúarbrögð fólk aðhyllist, eða hvort það trúir bara alls engu—þá er erfitt að rífast við þá staðreynd að einmitt um þessar mundir byrjar þessi árlega sigurganga sólarinnar sem forsenda alls lífs og lífsgæða okkar. Varla er til sá trúleysingi, kommúnisti eða anarkisti sem ekki er tilbúinn til þess að viðurkenna að hann haldi meira með birtunni heldur en myrkrinu, meira með hlýjunni heldur en kuldanum—meira með sólinni heldur en skugganum. Og það ætti að vera erfitt að rífast yfir því að við kjósum að setja ljós í gluggana okkar og um götur og torg til þess að gera okkur skammdegið léttara. Meira að segja helgileikirnir í skólunum þyrftu ekki að fara í taugarnar á neinum, enda felst ekki í þeim nein trúarleg innræting önnur en sú að fagna nýju lífi og nýju ljósi. Jólin eru hátíð okkar allra, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Gleðilega hátíð.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar