Brottfarir frá Heathrow flugvellinum í London voru stöðvaðar tímabundið í dag vegna drónaflugs. Talskona flugvallarins sagði að gripið hafi verið til aðgerðanna til að tryggja öryggi á flugvellinum. BBC greinir frá.
Í desember síðastliðnum kom til lokana á Gatwick, einnig vegna drónaflugs. Drónaflugið á Gatwick olli lokunum í þrjá daga og höfðu lokanirnar áhrif á yfir eitt þúsund flug og yfir 140.000 farþega. Tvennt var handtekið vegna málsins en var síðar sleppt án ákæru.
Bresku lögreglunni barst tilkynning um drónaflug laust eftir klukkan 17:00 og var þá tekin ákvörðun um að stöðva brottfarir frá Heathrow. Brottfarir hófust aftur rúmum klukkutíma síðar.
Samgönguráðherra Bretlands, Chris Gayling, sagði við BBC að hann hefði verið í samskiptum við Heathrow sem og innanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Bretlands vegna málsins.
Lokanirnar höfðu engin áhrif á flug íslenskra flugfélaga.
Brottfarir frá Heathrow stöðvaðar vegna dróna

Tengdar fréttir

Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick
Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag.

Bretar koma sér upp drónavörnum
Óþekktir drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í hátt í tvo sólahringa rétt fyrir jól.

Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi
Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök.

Gatwick opnaður á ný
Búið er að opna Gatwick-flugvöllinn á ný eftir að flugvallaryfirvöld neyddust til að loka honum og stöðva alla flugumferð vegna dróna sem var á sveimi yfir vellinum.