Lækkuðu vægi erindreka ESB Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2019 14:58 Donald Trump og nafni hans Tusk, forseti ráðherraráðs Evrópusambandsins. EPA/ROBERT GHEMENT Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lækkað vægi erindreka Evrópusambandsins, án þess þó að láta Evrópusambandið vita. ESB er ekki lengur skilgreint sem þjóðríki. Þess í stað er sambandið skráð sem Alþjóðleg samtök, samkvæmt Deutsche Welle.Breytingarnar fela í sér að ólíklegra er að erindrekunum ESB verði boðið að taka þátt í opinberum athöfnum í Bandaríkjunum. Umræddir erindrekar uppgötvuðu ekki breytingar Hvíta hússins fyrr en við jarðarför George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hafði sendiherra ESB í Bandaríkjunum ekki verið boðið á nokkra viðburði og voru uppi vangaveltur í Brussel um að Hvíta húsið hefði endurskilgreint samband Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Það var svo staðfest í jarðarförinni. Þó Bandaríkin og Evrópusambandið hafi lengi átt í góðu sambandi og umfangsmiklum viðskiptum hefur Trump sjálfur ítrekað lýst yfir andúð sinni á sambandinu. Hann lýsti yfir stuðningi við útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit, og hefur sömuleiðis harðlega gagnrýnt Evrópusambandið og ríki Evrópu varðandi viðskipti og varnarmál. Trump, sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna, hefur dregið Bandaríkin frá þó nokkrum samkomulögum sem ESB kemur að og þá hefur hann heitið því að endurbyggja heimsregluna sem myndaðist í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar á grundvelli þjóðríkja. Þar að auki nefndi Trump ESB sem einn helsta andstæðing Bandaríkjanna í fyrra.Embættismaður sem DW ræddi við segir í Brussel sé litið á þetta sem móðgun. Þegar embættismenn ESB settu sig í samband við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi þau svör fengist að gleymst hefði verið að láta Evrópusambandið vita af breytingum á samskiptareglum. Ekki var gefið upp af hverju þessar breytingar hefðu verið gerðar. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lækkað vægi erindreka Evrópusambandsins, án þess þó að láta Evrópusambandið vita. ESB er ekki lengur skilgreint sem þjóðríki. Þess í stað er sambandið skráð sem Alþjóðleg samtök, samkvæmt Deutsche Welle.Breytingarnar fela í sér að ólíklegra er að erindrekunum ESB verði boðið að taka þátt í opinberum athöfnum í Bandaríkjunum. Umræddir erindrekar uppgötvuðu ekki breytingar Hvíta hússins fyrr en við jarðarför George Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hafði sendiherra ESB í Bandaríkjunum ekki verið boðið á nokkra viðburði og voru uppi vangaveltur í Brussel um að Hvíta húsið hefði endurskilgreint samband Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Það var svo staðfest í jarðarförinni. Þó Bandaríkin og Evrópusambandið hafi lengi átt í góðu sambandi og umfangsmiklum viðskiptum hefur Trump sjálfur ítrekað lýst yfir andúð sinni á sambandinu. Hann lýsti yfir stuðningi við útgöngu Breta úr sambandinu, Brexit, og hefur sömuleiðis harðlega gagnrýnt Evrópusambandið og ríki Evrópu varðandi viðskipti og varnarmál. Trump, sem skilgreinir sig sem þjóðernissinna, hefur dregið Bandaríkin frá þó nokkrum samkomulögum sem ESB kemur að og þá hefur hann heitið því að endurbyggja heimsregluna sem myndaðist í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar á grundvelli þjóðríkja. Þar að auki nefndi Trump ESB sem einn helsta andstæðing Bandaríkjanna í fyrra.Embættismaður sem DW ræddi við segir í Brussel sé litið á þetta sem móðgun. Þegar embættismenn ESB settu sig í samband við Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi þau svör fengist að gleymst hefði verið að láta Evrópusambandið vita af breytingum á samskiptareglum. Ekki var gefið upp af hverju þessar breytingar hefðu verið gerðar.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira