Demókratar krefjast þess að fá að svara ávarpi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2019 07:55 Sama dag og Trump bað sjónvarpsstöðvar um að sýna ávarp sitt endurtók hann fyrri fullyrðingar sínar um að fjölmiðlar væru raunverulegir óvinir bandarísku þjóðarinnar. Vísir/EPA Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna hafa samþykkt að rjúfa hefðbundna dagskrá sína í kvöld og sýna sjónvarpsávarp Donalds Trump forseta. Demókratar krefjast sambærilegs útsendingartíma til að svara forsetanum sem sé gjarn á að ljúga. Trump tilkynnti um ávarpið í tísti í gær og sagði það munu fjalla um „mannúðar- og þjóðaröryggisneyðarástandið“ á landamærunum að Mexíkó. Forsetinn hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa umdeildan múr á landamærunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Alls óvíst er hvort að forsetinn hafi heimild til þess. Sjónvarpsstöðvarnar CBS, NBC, ABC, CNN, PBS, C-SPAN, Fox News, Fox Business og Telemundo höfðu allar fallist á kröfu Hvíta hússins um sjónvarpsávarpið í gærkvöldi. Washington Post segir að búist sé við að ávarpið verði um átta mínútna langt. Það verður sent út klukkan tvö að íslenskum tíma. Þetta verður í fyrsta skipti sem Trump ávarpar bandarísku þjóðina með þessum hætti. Leiðtogar demókrata hafa krafist þess að fá jafnlangan tíma til að svara ávarpinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Charles Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, segja þau að ef marka megi fyrri yfirlýsingar forsetans megi búast við því að ávarp forsetans verði fullt af „illvilja og rangfærslum“. CNN hefur sagst ætla að senda út andsvar demókrata en ekki liggur fyrir hver flytur það.CNN plans to take the Democratic response live, the network announces; it's unclear who will deliver the Dem speech— Manu Raju (@mkraju) January 8, 2019 Ákvörðun sjónvarpsstöðvanna um að senda út ávarp forsetans er umdeild. Þeim ber engin lagaleg skylda til að sjónvarpa því og stöðvar hafa áður neitað að gera það. Þannig höfnuðu ABC, CBS, Fox og NBC að sýna ræðu Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um innflytjendamál árið 2014. Þá hefur fjöldi fréttamanna haft efasemdir um réttmæti þess að senda út yfirlýsingar forsetans í beinni útsendingu vegna þess hversu mjög hann bjagar sannleikann þegar hann tjáir sig. Fullyrðingar Trump og ríkisstjórnar hans um meint neyðarástand á landamærunum hafa verið dregnar verulega í efa, ekki síst staðhæfingar um að hryðjuverkamenn streymi yfir þau. Ávarpið kemur á tíma þegar þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúmar tvær vikur. Útgjaldafrumvörp sem hefðu fjármagnað rekstur þeirra biðu skipsbrot í þinginu þegar Trump sagðist myndu neita að staðfesta þau nema í þeim fælist 5,6 milljarða dollara fjárveiting til landamæramúrsins. Demókratar, sem tóku við meirihluta í fulltrúadeild þingsins í byrjun árs, vilja ekkert með múrinn hafa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Stærstu sjónvarpsstöðvar Bandaríkjanna hafa samþykkt að rjúfa hefðbundna dagskrá sína í kvöld og sýna sjónvarpsávarp Donalds Trump forseta. Demókratar krefjast sambærilegs útsendingartíma til að svara forsetanum sem sé gjarn á að ljúga. Trump tilkynnti um ávarpið í tísti í gær og sagði það munu fjalla um „mannúðar- og þjóðaröryggisneyðarástandið“ á landamærunum að Mexíkó. Forsetinn hefur hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa umdeildan múr á landamærunum án samþykkis Bandaríkjaþings. Alls óvíst er hvort að forsetinn hafi heimild til þess. Sjónvarpsstöðvarnar CBS, NBC, ABC, CNN, PBS, C-SPAN, Fox News, Fox Business og Telemundo höfðu allar fallist á kröfu Hvíta hússins um sjónvarpsávarpið í gærkvöldi. Washington Post segir að búist sé við að ávarpið verði um átta mínútna langt. Það verður sent út klukkan tvö að íslenskum tíma. Þetta verður í fyrsta skipti sem Trump ávarpar bandarísku þjóðina með þessum hætti. Leiðtogar demókrata hafa krafist þess að fá jafnlangan tíma til að svara ávarpinu. Í sameiginlegri yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Charles Schumer, leiðtoga minnihluta demókrata í öldungadeildinni, segja þau að ef marka megi fyrri yfirlýsingar forsetans megi búast við því að ávarp forsetans verði fullt af „illvilja og rangfærslum“. CNN hefur sagst ætla að senda út andsvar demókrata en ekki liggur fyrir hver flytur það.CNN plans to take the Democratic response live, the network announces; it's unclear who will deliver the Dem speech— Manu Raju (@mkraju) January 8, 2019 Ákvörðun sjónvarpsstöðvanna um að senda út ávarp forsetans er umdeild. Þeim ber engin lagaleg skylda til að sjónvarpa því og stöðvar hafa áður neitað að gera það. Þannig höfnuðu ABC, CBS, Fox og NBC að sýna ræðu Baracks Obama, fyrrverandi forseta, um innflytjendamál árið 2014. Þá hefur fjöldi fréttamanna haft efasemdir um réttmæti þess að senda út yfirlýsingar forsetans í beinni útsendingu vegna þess hversu mjög hann bjagar sannleikann þegar hann tjáir sig. Fullyrðingar Trump og ríkisstjórnar hans um meint neyðarástand á landamærunum hafa verið dregnar verulega í efa, ekki síst staðhæfingar um að hryðjuverkamenn streymi yfir þau. Ávarpið kemur á tíma þegar þriðjungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúmar tvær vikur. Útgjaldafrumvörp sem hefðu fjármagnað rekstur þeirra biðu skipsbrot í þinginu þegar Trump sagðist myndu neita að staðfesta þau nema í þeim fælist 5,6 milljarða dollara fjárveiting til landamæramúrsins. Demókratar, sem tóku við meirihluta í fulltrúadeild þingsins í byrjun árs, vilja ekkert með múrinn hafa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45 Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt. 7. janúar 2019 21:45
Trump kvikar ekki frá kröfunni um landamæramúrinn Í bréfi Hvíta hússins til leiðtoga á þingi er áfram krafist milljarða dollara í landamæramúrinn. Þriðjungur alríkisstofnana hefur nú verið lokaður í rúmar tvær vikur. 6. janúar 2019 23:09