Lífgjöf Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Í Áramótaskaupinu, þegar sungið var í spurn hvort hommar væru kannski menn, var enn á ný, og vonandi í síðasta skipti, kallað eftir nútímalegri nálgun til blóðgjafa karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum (MSM). Það er fyrir löngu orðið tímabært að innleiða nýjar aðferðir og viðhorf í blóðgjöf á Íslandi. Vert er að minna á það að í umfjöllun síðustu daga um blóðgjöf hefur ítrekað verið rætt um blóðgjafir homma. Kynhneigð kemur á engan hátt málinu við. Allir hommar stunda kynlíf með körlum, en ekki allir karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru hommar. Spurningin snýst um vissa áhættuhegðun, ekki kynverund. Síðar í þessum mánuði er von á áliti frá ráðgjafarnefnd um blóðgjafaþjónustu um hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir þessa hóps. Á meðan þessi vinna stóð yfir lýsti sóttvarnalæknir þeirri skoðun að, með teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða, „þá komi vel til álita að heimila MSM að gefa blóð að undangengnu 6 mánaða kynlífsbindindi“. Í dag er karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Þessi aðferð, sem vissulega mátti færa rök fyrir á sínum tíma, er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem gripið var til þegar aðstæður voru sannarlega aðrar en þær eru í dag. Í dag, í krafti nútíma greiningartækni og dýpri þekkingar á þeim blóðsjúkdómum (HIV, lifrarbólgu B og C) sem algengari eru í þessum hópi en öðrum, er vel hægt að færa áhersluna frá varúðarráðstöfun og í kerfi sem byggir á áhættustýringu; kerfi sem grundvallað er á nýjustu vísindaþekkingu, umhyggju og skilningi. Þetta er fordæmi sem margar þjóðir hafa sett á síðustu 20 árum með því að útrýma altæku banni við blóðgjöf MSM-hópsins, eða takmarka frestanir á blóðgjöfum og þess í stað innleitt persónubundið áhættumat sem byggir á skimunum. Almennt séð hafa þessar breytingar gefið góða raun. Réttur blóðþegans til að fá örugga blóðgjöf er og verður frumskilyrði blóðgjafakerfisins. Á því verður engin breyting. En hornsteinn þessa kerfis er blóðgjafinn og lífgjöf hans. Og sem slíkir eiga blóðgjafar skilið að tekið sé tillit til ábendinga og áhyggja þeirra. Ósérplægni, eða einfaldlega mannkærleikur, er einstaklingsbundin tilhneiging, en um leið mikið samfélagslegt mótunarafl. Þessa tilhneigingu núverandi og mögulegra blóðgjafa verður að vernda. Hún er, rétt eins og blóðið sem rennur í æðum þeirra, sjaldgæf verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í Áramótaskaupinu, þegar sungið var í spurn hvort hommar væru kannski menn, var enn á ný, og vonandi í síðasta skipti, kallað eftir nútímalegri nálgun til blóðgjafa karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum (MSM). Það er fyrir löngu orðið tímabært að innleiða nýjar aðferðir og viðhorf í blóðgjöf á Íslandi. Vert er að minna á það að í umfjöllun síðustu daga um blóðgjöf hefur ítrekað verið rætt um blóðgjafir homma. Kynhneigð kemur á engan hátt málinu við. Allir hommar stunda kynlíf með körlum, en ekki allir karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru hommar. Spurningin snýst um vissa áhættuhegðun, ekki kynverund. Síðar í þessum mánuði er von á áliti frá ráðgjafarnefnd um blóðgjafaþjónustu um hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir þessa hóps. Á meðan þessi vinna stóð yfir lýsti sóttvarnalæknir þeirri skoðun að, með teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða, „þá komi vel til álita að heimila MSM að gefa blóð að undangengnu 6 mánaða kynlífsbindindi“. Í dag er karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Þessi aðferð, sem vissulega mátti færa rök fyrir á sínum tíma, er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem gripið var til þegar aðstæður voru sannarlega aðrar en þær eru í dag. Í dag, í krafti nútíma greiningartækni og dýpri þekkingar á þeim blóðsjúkdómum (HIV, lifrarbólgu B og C) sem algengari eru í þessum hópi en öðrum, er vel hægt að færa áhersluna frá varúðarráðstöfun og í kerfi sem byggir á áhættustýringu; kerfi sem grundvallað er á nýjustu vísindaþekkingu, umhyggju og skilningi. Þetta er fordæmi sem margar þjóðir hafa sett á síðustu 20 árum með því að útrýma altæku banni við blóðgjöf MSM-hópsins, eða takmarka frestanir á blóðgjöfum og þess í stað innleitt persónubundið áhættumat sem byggir á skimunum. Almennt séð hafa þessar breytingar gefið góða raun. Réttur blóðþegans til að fá örugga blóðgjöf er og verður frumskilyrði blóðgjafakerfisins. Á því verður engin breyting. En hornsteinn þessa kerfis er blóðgjafinn og lífgjöf hans. Og sem slíkir eiga blóðgjafar skilið að tekið sé tillit til ábendinga og áhyggja þeirra. Ósérplægni, eða einfaldlega mannkærleikur, er einstaklingsbundin tilhneiging, en um leið mikið samfélagslegt mótunarafl. Þessa tilhneigingu núverandi og mögulegra blóðgjafa verður að vernda. Hún er, rétt eins og blóðið sem rennur í æðum þeirra, sjaldgæf verðmæti.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun