Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. janúar 2019 10:23 Icelandair tók í notkun Boeing 737 Max 8-vélar á liðnu ári. VÍSIR/JÓHANN K. Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. Liður í því er að félagið hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur slíkum vélum en leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um fjármögnun Icelandair sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Þar er vísað til tilkynningar, sem send var út í lok desember, um að Icelandair hefði gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins. Vélarnar eru til afhendingar árin 2019 og 2020, þar sem áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er áætlaður í mars 2020. Þessi fjármögnun er talin nema um 200 milljónum bandaríkjadala á tímabilinu, 23 milljörðum króna, og er áætlað að sjóðsstaða félagsins muni hækka um 160 milljónir dala í kjölfar samningsins- „þar sem Icelandair Group hafði þegar greitt fyrirframgreiðslurnar með eigin sjóðum.“ Þar að auki hafi Icelandair og BOC Aviation samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nær yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent í ár en hin árið 2020. Leigutími þeirra véla er 12 ár með og hefur Icelandair kauprétt að loknum 30 mánaða leigutíma.Fjörutíu óveðsettar vélar Víkur þá að fyrrnefndum samningi um sölu og og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum við SMBC Aviation Capital. Í samantekt félagsins segir að með þeim samningi sé „nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation,“ og vísað til tilkynningar frá Icelandair sem gefin var út í maí árið 2017. Þá segjast stjórnendur Icelandair Group jafnframt gera ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir allt að 625 milljónir króna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Groupp, í samantektinni að fyrrnefndar aðgerðir séu í takt við stefnu félagsins. Hún kveði á um að Icelandair hafi „ávallt til staðar sterka lausafjárstöðu og sveigjanlegan efnahagsreikning,“ eins og Bogi lýsir því. „Í árslok 2018 var félagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32 Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. Liður í því er að félagið hefur undirritað samning við SMBC Aviation Capital um sölu og endurleigu á tveimur slíkum vélum en leigusamningarnir eru til tæplega 9 ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um fjármögnun Icelandair sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Þar er vísað til tilkynningar, sem send var út í lok desember, um að Icelandair hefði gengið frá samningi við BOC Aviation um fjármögnun á fyrirframgreiðslum á Boeing 737 MAX flugvélum félagsins. Vélarnar eru til afhendingar árin 2019 og 2020, þar sem áætlaður afhendingardagur síðustu vélanna er áætlaður í mars 2020. Þessi fjármögnun er talin nema um 200 milljónum bandaríkjadala á tímabilinu, 23 milljörðum króna, og er áætlað að sjóðsstaða félagsins muni hækka um 160 milljónir dala í kjölfar samningsins- „þar sem Icelandair Group hafði þegar greitt fyrirframgreiðslurnar með eigin sjóðum.“ Þar að auki hafi Icelandair og BOC Aviation samið um sölu og endurleigu á tveimur af þeim Boeing 737 flugvélum sem samningurinn nær yfir. Önnur þessara flugvéla verði afhent í ár en hin árið 2020. Leigutími þeirra véla er 12 ár með og hefur Icelandair kauprétt að loknum 30 mánaða leigutíma.Fjörutíu óveðsettar vélar Víkur þá að fyrrnefndum samningi um sölu og og endurleigu á tveimur Boeing 737 MAX flugvélum við SMBC Aviation Capital. Í samantekt félagsins segir að með þeim samningi sé „nú lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019 en hinar þrjár vélarnar voru fjármagnaðar með samningi um sölu og endurleigu við BOCOMM Leasing Aviation,“ og vísað til tilkynningar frá Icelandair sem gefin var út í maí árið 2017. Þá segjast stjórnendur Icelandair Group jafnframt gera ráð fyrir að boðið verði út hlutafé fyrir allt að 625 milljónir króna fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Groupp, í samantektinni að fyrrnefndar aðgerðir séu í takt við stefnu félagsins. Hún kveði á um að Icelandair hafi „ávallt til staðar sterka lausafjárstöðu og sveigjanlegan efnahagsreikning,“ eins og Bogi lýsir því. „Í árslok 2018 var félagið með ríflega 250 milljónir USD í handbært fé. Auk þess á félagið 40 óveðsettar flugvélar. Félagið er því vel í stakk búið til að takast á við sveiflur í rekstrarumhverfinu og grípa þau tækifæri sem kunna að skapast,“ segir Bogi.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32 Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. 15. desember 2018 13:32
Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Forstjóri Icelandair Group segir félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á meira en 24 milljarða króna. 5. desember 2018 07:00