Mikil fjölgun skráðra afbrota á höfuðborgarsvæðinu árið 2018 Sveinn Arnarsson skrifar 2. janúar 2019 06:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skráði um 350 mál hvern dag. Lögreglustjóri þakkar öflugu liði. Fréttablaðið/Ernir Verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í fyrra, samanborið við árin þar á undan. Skráð voru sextán prósent fleiri mál hjá lögreglunni árið 2018 en að meðaltali árin 2015 til 2017. Einnig voru afskipti höfð af fjórðungi fleiri einstaklingum í fyrra og lögreglan sinnti 27 prósent fleiri verkefnum. Á hverjum einasta degi voru að jafnaði skráð um 350 verkefni í málaskrá lögreglunnar en þau voru um 280 að meðaltali hin þrjú árin á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði ársins 2018. Til að mynda var tilkynnt um 9.762 hegningarlagabrot til lögreglunnar sem er fimm prósent fjölgun milli ára. Umferðarlagabrotum fjölgaði mikið á árinu sem leið og voru um 45 þúsund brot skráð á höfuðborgarsvæðinu sem er fimmtán prósent fjölgun milli ára. „Hegningarlagabrotum fjölgar og þar er það aðallega heimilisofbeldismálum sem fjölgar. Einnig er aukning í kynferðisbrotum með aukinni tiltrú á kerfinu og meiri umræðu í samfélaginu með tilkomu Me too hreyfingarinnar. Allt slíkt umtal hjálpar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,vísir/ernirÞá segir Sigríður Björk fleiri mál koma inn til lögreglu frá Bjarkahlíð sem hún telji að að hefðu ekki að öðrum kosti komið inn á borð lögreglu. „Brotaþolar eiga kannski auðveldara með að koma þangað en inn á lögreglustöð til okkar beint. Við auðvitað viljum að öll lögbrot komi á borð lögreglunnar.“ Að mati Sigríðar Bjarkar hafa lögreglumenn unnið afar gott starf á árinu og mikill kraftur sé í starfi þeirra. Markmiðið sé að veita landsmönnum góða þjónustu og auka öryggið. Við sjáum hins vegar núna að innbrotum fjölgar og þar eru oft skipulagðir erlendir hópar að verki sem koma inn þegar velmegun hér er mikil. Við höfum á árinu upprætt nokkra slíka hópa en svo virðist sem nýir hópar komi inn í staðinn,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Verkefnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í fyrra, samanborið við árin þar á undan. Skráð voru sextán prósent fleiri mál hjá lögreglunni árið 2018 en að meðaltali árin 2015 til 2017. Einnig voru afskipti höfð af fjórðungi fleiri einstaklingum í fyrra og lögreglan sinnti 27 prósent fleiri verkefnum. Á hverjum einasta degi voru að jafnaði skráð um 350 verkefni í málaskrá lögreglunnar en þau voru um 280 að meðaltali hin þrjú árin á undan. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um afbrotatölfræði ársins 2018. Til að mynda var tilkynnt um 9.762 hegningarlagabrot til lögreglunnar sem er fimm prósent fjölgun milli ára. Umferðarlagabrotum fjölgaði mikið á árinu sem leið og voru um 45 þúsund brot skráð á höfuðborgarsvæðinu sem er fimmtán prósent fjölgun milli ára. „Hegningarlagabrotum fjölgar og þar er það aðallega heimilisofbeldismálum sem fjölgar. Einnig er aukning í kynferðisbrotum með aukinni tiltrú á kerfinu og meiri umræðu í samfélaginu með tilkomu Me too hreyfingarinnar. Allt slíkt umtal hjálpar,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,vísir/ernirÞá segir Sigríður Björk fleiri mál koma inn til lögreglu frá Bjarkahlíð sem hún telji að að hefðu ekki að öðrum kosti komið inn á borð lögreglu. „Brotaþolar eiga kannski auðveldara með að koma þangað en inn á lögreglustöð til okkar beint. Við auðvitað viljum að öll lögbrot komi á borð lögreglunnar.“ Að mati Sigríðar Bjarkar hafa lögreglumenn unnið afar gott starf á árinu og mikill kraftur sé í starfi þeirra. Markmiðið sé að veita landsmönnum góða þjónustu og auka öryggið. Við sjáum hins vegar núna að innbrotum fjölgar og þar eru oft skipulagðir erlendir hópar að verki sem koma inn þegar velmegun hér er mikil. Við höfum á árinu upprætt nokkra slíka hópa en svo virðist sem nýir hópar komi inn í staðinn,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira