Bandarískir hermenn féllu í árás Ríkis íslams í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2019 15:35 Frá bænum Manbij í norðanverðu Sýrlandi þar sem árásin var gerð. Vísir/EPA Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal sextán manna sem féllu í sprengjuárás sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast hafa staðið að baki í Sýrlandi í dag. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams og að allt bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi. Árásin átti sér stað í bænum Manbij sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad forseta. Sprengja er sögð hafa sprungið þegar hermennirnir voru í reglulegri eftirlitsferð. Ríkis íslams segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi sprengt sig í loft upp.Reuters-fréttastofan segir að árásin sé sú mannskæðasta á bandarískt herlið frá því að það kom þangað árið 2015. Auk þeirra fjögurra sem létust hafi þrír bandarískir hermenn særst. Washington Post segir að yfirstjórn bandalagshersins sem Bandaríkin stýra í Sýrlandi hafi ekki staðfest tölur um mannfall í árásinni. Vitni segja Reuters að sprengjan hafi sprungið nærri veitingastað þar sem Bandaríkjamennirnir funduðu með leiðtogum hersveitar uppreisnarmanna. Ekki er ljóst hvort að mannfallið í dag muni telja Trump hughvarf um að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ákvörðun hans sem hann tilkynnti um í síðasta mánuði olli verulegu fjaðrafoki, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og í hans eigin ríkisstjórn. James Mattis sagði þannig af sér sem varnarmálaráðherra vegna ákvörðunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal sextán manna sem féllu í sprengjuárás sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams segjast hafa staðið að baki í Sýrlandi í dag. Aðeins nokkrar vikur eru liðnar frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að sigur hefði náðst gegn Ríki íslams og að allt bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi. Árásin átti sér stað í bænum Manbij sem hefur verið á valdi uppreisnarmanna sem berjast gegn stjórn Bashars al-Assad forseta. Sprengja er sögð hafa sprungið þegar hermennirnir voru í reglulegri eftirlitsferð. Ríkis íslams segir að sjálfsmorðsárásarmaður hafi sprengt sig í loft upp.Reuters-fréttastofan segir að árásin sé sú mannskæðasta á bandarískt herlið frá því að það kom þangað árið 2015. Auk þeirra fjögurra sem létust hafi þrír bandarískir hermenn særst. Washington Post segir að yfirstjórn bandalagshersins sem Bandaríkin stýra í Sýrlandi hafi ekki staðfest tölur um mannfall í árásinni. Vitni segja Reuters að sprengjan hafi sprungið nærri veitingastað þar sem Bandaríkjamennirnir funduðu með leiðtogum hersveitar uppreisnarmanna. Ekki er ljóst hvort að mannfallið í dag muni telja Trump hughvarf um að draga herliðið til baka frá Sýrlandi. Ákvörðun hans sem hann tilkynnti um í síðasta mánuði olli verulegu fjaðrafoki, bæði hjá bandamönnum Bandaríkjanna og í hans eigin ríkisstjórn. James Mattis sagði þannig af sér sem varnarmálaráðherra vegna ákvörðunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05 Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Brottflutningur hermanna frá Sýrlandi hafinn Mikil óvissa hefur ríkt um brottflutninginn og hafa embættismenn í Bandaríkjunum verið margsaga um hvort og hvenær af honum verði. 11. janúar 2019 12:05
Draga í land með brotthvarfið frá Sýrlandi Nú segir þjóðaröryggisráðgjafi Trump að herliðið verði ekki dregið frá Sýrlandi fyrr en Ríki íslams hefur verið upprætt. 6. janúar 2019 18:00