Bandaríkjaforseti segist „aldrei hafa unnið fyrir Rússland“ Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2019 16:59 Trump kvað skýrar að orði um meint tengsl sín við Rússland í dag en hann gerði í viðtali á Fox um helgina. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrti við fréttamenn í dag að hann hefði „aldrei unnið fyrir Rússa“. Undanfarna daga hefur verið sagt frá því að alríkislögreglan FBI hafi sett af stað leyniþjónusturannsókn á hvort að Trump tæki við skipunum frá Rússlandi og að forsetinn hafi reynt að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans með Pútín Rússlandsforseta væru aðgengilegar. „Ég vann aldrei fyrir Rússland,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag þegar hann var á leið til Lúisíana. Hafnaði forsetinn frétt Washington Post um að hann hefði lagt hald á minnispunkta túlks sem var viðstaddur fund hans og Vladímírs Pútín árið 2017. Svar forsetans var afdráttarlausara í dag en það var í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina á laugardagskvöld. Athygli vakti að Trump sagði þá aðeins að spurningin um hvort að hann hefði unnið fyrir Rússa væri „móðgandi“ en neitaði því aldrei. „Ekki bara vann ég aldrei fyrir Rússland, mér finnst það hneyksli að þú spyrjir einu sinni þessarar spurningar vegna þess að þetta er feitt gabb, Þetta er bara gabb,“ sagði forsetinn í dag. Washington Post sagði að engar formlegar heimildir væru til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt auglitis til auglitis frá því að Trump tók við embætti árið 2017. Jafnvel æðstu embættismenn Hvíta hússins viti ekki fyrir víst hvað þeim fór á milli. Trump hafi sjálfur skipað túlki sem var viðstaddur einn fundinn að segja engum frá efni hans og lagt hald á minnispunkta sem túlkurinn tók niður. Það eina sem embættismenn fengu upp úr túlknum um fundinn var að Pútín hefði neitað því við Trump að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem hann vann árið 2016. Trump hafi svarað: „Ég trúi þér.“ Allar leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi stýrt herferð til að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti.President Donald Trump: "I never worked for Russia” pic.twitter.com/net1yJWVzl— CNN Politics (@CNNPolitics) January 14, 2019 Segir yfirmenn FBI „þekkta þrjóta“ Demókratar á Bandaríkjaþingi vildu kalla túlkinn fyrir þingnefnd á síðasta þingi en fulltrúar repúblikana komu í veg fyrir það. Nú í meirihluta í fulltrúadeildinni eru demókratar sagðir íhuga að stefna túlkum sem sátu fundi Trump og Pútín að bera vitni fyrir þingnefnd. New York Times hafði áður sagt frá því að yfirmenn FBI hafi byrjað að rannsaka hvort að Trump væri á mála hjá Rússum eftir að forsetinn rak James Comey úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar í maí árið 2017. Sú rannsókn var skammlíf því aðeins nokkrum dögum síðar skipaði dómsmálaráðuneytið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda meints samráðs framboðs Trump við Rússa. Kallaði Trump yfirmenn alríkislögreglunnar „þekkta þrjóta“ þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Sakaði hann Comey um að vera „spillt lögga“. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fullyrti við fréttamenn í dag að hann hefði „aldrei unnið fyrir Rússa“. Undanfarna daga hefur verið sagt frá því að alríkislögreglan FBI hafi sett af stað leyniþjónusturannsókn á hvort að Trump tæki við skipunum frá Rússlandi og að forsetinn hafi reynt að koma í veg fyrir að heimildir um fundi hans með Pútín Rússlandsforseta væru aðgengilegar. „Ég vann aldrei fyrir Rússland,“ sagði Trump fyrir utan Hvíta húsið í dag þegar hann var á leið til Lúisíana. Hafnaði forsetinn frétt Washington Post um að hann hefði lagt hald á minnispunkta túlks sem var viðstaddur fund hans og Vladímírs Pútín árið 2017. Svar forsetans var afdráttarlausara í dag en það var í viðtali við Fox News-sjónvarpsstöðina á laugardagskvöld. Athygli vakti að Trump sagði þá aðeins að spurningin um hvort að hann hefði unnið fyrir Rússa væri „móðgandi“ en neitaði því aldrei. „Ekki bara vann ég aldrei fyrir Rússland, mér finnst það hneyksli að þú spyrjir einu sinni þessarar spurningar vegna þess að þetta er feitt gabb, Þetta er bara gabb,“ sagði forsetinn í dag. Washington Post sagði að engar formlegar heimildir væru til um fimm fundi sem Trump og Pútín hafa átt auglitis til auglitis frá því að Trump tók við embætti árið 2017. Jafnvel æðstu embættismenn Hvíta hússins viti ekki fyrir víst hvað þeim fór á milli. Trump hafi sjálfur skipað túlki sem var viðstaddur einn fundinn að segja engum frá efni hans og lagt hald á minnispunkta sem túlkurinn tók niður. Það eina sem embættismenn fengu upp úr túlknum um fundinn var að Pútín hefði neitað því við Trump að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem hann vann árið 2016. Trump hafi svarað: „Ég trúi þér.“ Allar leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi stýrt herferð til að hjálpa Trump að ná kjöri sem forseti.President Donald Trump: "I never worked for Russia” pic.twitter.com/net1yJWVzl— CNN Politics (@CNNPolitics) January 14, 2019 Segir yfirmenn FBI „þekkta þrjóta“ Demókratar á Bandaríkjaþingi vildu kalla túlkinn fyrir þingnefnd á síðasta þingi en fulltrúar repúblikana komu í veg fyrir það. Nú í meirihluta í fulltrúadeildinni eru demókratar sagðir íhuga að stefna túlkum sem sátu fundi Trump og Pútín að bera vitni fyrir þingnefnd. New York Times hafði áður sagt frá því að yfirmenn FBI hafi byrjað að rannsaka hvort að Trump væri á mála hjá Rússum eftir að forsetinn rak James Comey úr starfi forstjóra alríkislögreglunnar í maí árið 2017. Sú rannsókn var skammlíf því aðeins nokkrum dögum síðar skipaði dómsmálaráðuneytið Robert Mueller, fyrrverandi forstjóra FBI, sem sérstakan rannsakanda meints samráðs framboðs Trump við Rússa. Kallaði Trump yfirmenn alríkislögreglunnar „þekkta þrjóta“ þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Sakaði hann Comey um að vera „spillt lögga“.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32 Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00 Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
FBI hóf rannsókn á Trump í kjölfar brottrekstrar James Comey Bandaríska alríkislögreglan FBI hóf frumkvæðisrannsókn á því árið 2017 hvort Donald Trump Bandaríkjaforseti hefði unnið með Rússum fyrir forsetakosningarnar 2016. 12. janúar 2019 07:32
Segist ekkert hafa að fela Donald Trump Bandaríkjaforseti þvertekur fyrir að hafa leynt upplýsingum um fundi sína með Vladímír Pútín Rússlandsforseta með nokkrum hætti að því er fram kemur í erlendum miðlum. 14. janúar 2019 08:00
Trump sagður hafa falið heimildir um fundi með Pútín Forsetinn lagði hald á minnispunkta túlks og bannaði honum að ræða efni fundar við embættismenn hans eigin ríkisstjórnar. 12. janúar 2019 23:53