Ráðgjafi Trump neitar sök um lygar Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2019 16:32 Andstæðingar og stuðningsmenn Stone fjölmenntu fyrir utan dómshúsið í Washington-borg. Stone virtist hlátur í huga þegar hann gekk fram hjá manni sem hélt skilti á lofti sem sagði hann skítugan svikara. Vísir/EPA Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í Washington-borg í dag. Stone er ákærður fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi um samskipti sín við Wikileaks og Trump-framboðið og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída eldsnemma á föstudagsmorgun. Honum var þá kynnt ákæra í sjö liðum sem snerist að miklu leyti um hvernig hann hefði logið um tilraunir sínar til þess að afla upplýsinga um stolna tölvupósta Demókrataflokksins sem Wikileaks birti í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Mál Stone verður mögulega tekið fyrir strax á fimmtudag, að sögn Washington Post. Stone hefur ítrekað hafnað því að hafa átt í samskiptum við Wikileaks eða útsendara Rússa. Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvur Demókrataflokksins, stolið póstunum og komið þeim til Wikileaks. Stone, sem starfaði um skamma hríð fyrir forsetaframboð Trump en hélt áfram að vera frambjóðandanum innan handar í kosningabaráttunni, er enn einn einstaklingurinn sem tengdist framboði Trump sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Áður hafa fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri og varakosningastjóri, utanríkisráðgjafi framboðsins og persónulegur lögmaður forsetans verið ákærðir fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI. Auk lyga er Stone sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð annars vitnis í málinu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í Washington-borg í dag. Stone er ákærður fyrir að hafa logið að Bandaríkjaþingi um samskipti sín við Wikileaks og Trump-framboðið og fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Alríkislögreglumenn handtóku Stone á heimili hans á Flórída eldsnemma á föstudagsmorgun. Honum var þá kynnt ákæra í sjö liðum sem snerist að miklu leyti um hvernig hann hefði logið um tilraunir sínar til þess að afla upplýsinga um stolna tölvupósta Demókrataflokksins sem Wikileaks birti í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Mál Stone verður mögulega tekið fyrir strax á fimmtudag, að sögn Washington Post. Stone hefur ítrekað hafnað því að hafa átt í samskiptum við Wikileaks eða útsendara Rússa. Bandaríska leyniþjónustan telur fullvíst að rússneskir hakkarar hafi brotist inn í tölvur Demókrataflokksins, stolið póstunum og komið þeim til Wikileaks. Stone, sem starfaði um skamma hríð fyrir forsetaframboð Trump en hélt áfram að vera frambjóðandanum innan handar í kosningabaráttunni, er enn einn einstaklingurinn sem tengdist framboði Trump sem hefur verið ákærður í rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Áður hafa fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, fyrrverandi kosningastjóri og varakosningastjóri, utanríkisráðgjafi framboðsins og persónulegur lögmaður forsetans verið ákærðir fyrir ýmis brot, þar á meðal fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni FBI. Auk lyga er Stone sakaður um að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð annars vitnis í málinu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00 Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36 Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Útilokar ekki að vinna með saksóknara Roger Stone, samstarfsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta til margra ára, sagði í gær að hann myndi svara öllum spurningum Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, sem rannsakar tengsl forsetaframboðs Trumps við rússnesk yfirvöld, af hreinskilni. 28. janúar 2019 06:00
Náinn bandamaður Trump handtekinn Roger Stone, náinn bandamaður og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn í Flórída vegna Rússarannsóknar Robert Mueller. 25. janúar 2019 11:36
Ráðgjafi Trump segist ekki ætla að vitna gegn honum Roger Stone var sleppt gegn tryggingu eftir að hann var handtekinn í morgun. Hann er sakaður um að hafa logið um samskipti við Wikileaks og Trump-framboðið. 25. janúar 2019 23:30