Julen og framtíð heimsins Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 29. janúar 2019 07:00 Til eru fréttir sem setja sálarlífið á annan endann. Þessu fengu Spánverjar að finna fyrir í þrettán daga þegar örlögin undu fram eina þá mestu harmsögu sem hægt er að hugsa sér. Tveggja ára drengur, Julen að nafni, dettur í borholu og liggur á sjötíu metra dýpi þar sem ekki er hægt að ná til hans. Brunnurinn er á toppi fjalls nokkurs við bæinn Totalán og var nú hafist handa við að grafa eina þrjátíu metra niður í fjallið og þaðan var síðan boruð hola samhliða þeirri sem barnið lá í. Því næst voru gerð göng úr þeirri nýju yfir í þessa ólukkans holu sem boruð hafði verið í leyfisleysi og op hennar, einhverra hluta vegna, óvarið fyrir harmleikjum sem þessum. Að þessu loknu var loks hægt að komast að líki drengsins. En allir harmleikir bjóða líka upp á nýja von og hana er ekki erfitt að finna í þessu tilviki. Með samtakamætti allra þeirra sem að þessu komu, og lágu þar íbúar þorpsins ekki á liði sínu, var mögulegt að vinna verk á nokkrum dögum sem undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið nokkra mánuði. Það er að segja, einn ganginn enn sannast að þegar mikið liggur við er hægt að áorka því sem áður var talið ofar mannlegum mætti. Þetta er afar holl hugvekja nú þegar heimurinn er á heljarþröm sökum græðgi okkar. Hins vegar, hvað þessa veröld varðar þá er nokkuð síðan að þörfin á þessum samtakamætti gerði vart við sig en við erum ennþá að funda um málið og að standa í stappi við þverhausa eins og Trump sem halda að til einhvers sé að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Spánn Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Til eru fréttir sem setja sálarlífið á annan endann. Þessu fengu Spánverjar að finna fyrir í þrettán daga þegar örlögin undu fram eina þá mestu harmsögu sem hægt er að hugsa sér. Tveggja ára drengur, Julen að nafni, dettur í borholu og liggur á sjötíu metra dýpi þar sem ekki er hægt að ná til hans. Brunnurinn er á toppi fjalls nokkurs við bæinn Totalán og var nú hafist handa við að grafa eina þrjátíu metra niður í fjallið og þaðan var síðan boruð hola samhliða þeirri sem barnið lá í. Því næst voru gerð göng úr þeirri nýju yfir í þessa ólukkans holu sem boruð hafði verið í leyfisleysi og op hennar, einhverra hluta vegna, óvarið fyrir harmleikjum sem þessum. Að þessu loknu var loks hægt að komast að líki drengsins. En allir harmleikir bjóða líka upp á nýja von og hana er ekki erfitt að finna í þessu tilviki. Með samtakamætti allra þeirra sem að þessu komu, og lágu þar íbúar þorpsins ekki á liði sínu, var mögulegt að vinna verk á nokkrum dögum sem undir venjulegum kringumstæðum hefði tekið nokkra mánuði. Það er að segja, einn ganginn enn sannast að þegar mikið liggur við er hægt að áorka því sem áður var talið ofar mannlegum mætti. Þetta er afar holl hugvekja nú þegar heimurinn er á heljarþröm sökum græðgi okkar. Hins vegar, hvað þessa veröld varðar þá er nokkuð síðan að þörfin á þessum samtakamætti gerði vart við sig en við erum ennþá að funda um málið og að standa í stappi við þverhausa eins og Trump sem halda að til einhvers sé að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar