Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 12:33 Þeim hefur sérstaklega fækkað sem telja Trump standa sig vel í að halda fjárlagahallanum í skefjum. Vísir/EPA Nærri því sex af hverjum tíu svarendum í nýrri skoðanakönnum segjast hafa neikvætt álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem manneskju. Í flestum málaflokkum líta svarendur forsetann neikvæðari augum en þeir gerðu þegar hann tók fyrst við embætti fyrir tveimur árum.Skoðanakönnun Washington Post og ABC leiðir í ljós að Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda sem voru þó hóflegar fyrir. Könnunin tók til tíu stórra málaflokka og persónueiginleika forsetans. Trump hefur lagt eina mesta áhersluna á landamæramál og loforð sitt um að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Engu að síður telja 57% svarenda í könnuninni að hann hafi staðið sig illa í landamæraöryggi og 54% eru mótfallinn hugmynd hans um landamæramúrinn. Könnunin var gerð áður en Trump gaf eftir í deilu sinni við Bandaríkjaþing um múrinn sem hafði haldið hluta ríkisstofnana lokuðum í rúman mánuð. Mestar væntingar voru gerðar til Trump í efnahagsmálum. Árið 2017 töldu 61% að hann myndi standa sig vel í þeim sem forseti. Hlutfallið féll niður í 49% í nýju könnuninni. Þeim sem töldu að Trump myndi ná árangri í að halda fjárlagahalla ríkisins í skefjum fækkaði úr 50% árið 2017 í 33% nú. Mesta hrapið í áliti á Trump hefur átt sér stað hjá óháðum kjósendum í könnuninni. Þá hafa karlar áberandi meira álit á forsetanum en konur. Aðrar kannanir hafa sýnt að vinsældir forsetans hafa dvínað, ekki síst eftir að hann lokaði alríkisstofnunum til að reyna að knýja þingið til að samþykkja fjármagn í landamæramúrinn. Rúm 39% segjast nú hafa velþóknun á störfum forsetans en 56% hafa vanþóknun á þeim að meðaltali í skoðanakönnunum sem vefsíðan Five Thirty Eight tekur saman. Það sem gæti bjargað Trump er að vinsældir annarra stjórnmálamanna eru heldur ekki upp á marga fiska. Þó að aðeins 35% segist hafa trú á að forsetinn taki góðar ákvarðanir fyrir þjóðina í framtíðinni er hlutfall þeirra sem telja að demókratar á þingi geri það 34%. Álit svarenda á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata þar, er enn verra, aðeins 30% telja hana munu taka góðar ákvarðanir samkvæmt nýju könnuninni. Útkoma Trump var verri þegar spurt var um mannkosti hans en árangur í starfi. Aðeins einn af hverjum þremur sagðist hafa velþóknun á Trump sem manneskju. Fæstir töldu forsetann skilja vandamál fólks eins og þeirra eða vera „hreinskilna og trúverðuga“ manneskju. Skoðanir um hvort forsetinn væri „sterkur leiðtogi“ voru skiptari. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Nærri því sex af hverjum tíu svarendum í nýrri skoðanakönnum segjast hafa neikvætt álit á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem manneskju. Í flestum málaflokkum líta svarendur forsetann neikvæðari augum en þeir gerðu þegar hann tók fyrst við embætti fyrir tveimur árum.Skoðanakönnun Washington Post og ABC leiðir í ljós að Trump hefur ekki staðið undir væntingum kjósenda sem voru þó hóflegar fyrir. Könnunin tók til tíu stórra málaflokka og persónueiginleika forsetans. Trump hefur lagt eina mesta áhersluna á landamæramál og loforð sitt um að reisa múr á landamærunum að Mexíkó. Engu að síður telja 57% svarenda í könnuninni að hann hafi staðið sig illa í landamæraöryggi og 54% eru mótfallinn hugmynd hans um landamæramúrinn. Könnunin var gerð áður en Trump gaf eftir í deilu sinni við Bandaríkjaþing um múrinn sem hafði haldið hluta ríkisstofnana lokuðum í rúman mánuð. Mestar væntingar voru gerðar til Trump í efnahagsmálum. Árið 2017 töldu 61% að hann myndi standa sig vel í þeim sem forseti. Hlutfallið féll niður í 49% í nýju könnuninni. Þeim sem töldu að Trump myndi ná árangri í að halda fjárlagahalla ríkisins í skefjum fækkaði úr 50% árið 2017 í 33% nú. Mesta hrapið í áliti á Trump hefur átt sér stað hjá óháðum kjósendum í könnuninni. Þá hafa karlar áberandi meira álit á forsetanum en konur. Aðrar kannanir hafa sýnt að vinsældir forsetans hafa dvínað, ekki síst eftir að hann lokaði alríkisstofnunum til að reyna að knýja þingið til að samþykkja fjármagn í landamæramúrinn. Rúm 39% segjast nú hafa velþóknun á störfum forsetans en 56% hafa vanþóknun á þeim að meðaltali í skoðanakönnunum sem vefsíðan Five Thirty Eight tekur saman. Það sem gæti bjargað Trump er að vinsældir annarra stjórnmálamanna eru heldur ekki upp á marga fiska. Þó að aðeins 35% segist hafa trú á að forsetinn taki góðar ákvarðanir fyrir þjóðina í framtíðinni er hlutfall þeirra sem telja að demókratar á þingi geri það 34%. Álit svarenda á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar og leiðtoga demókrata þar, er enn verra, aðeins 30% telja hana munu taka góðar ákvarðanir samkvæmt nýju könnuninni. Útkoma Trump var verri þegar spurt var um mannkosti hans en árangur í starfi. Aðeins einn af hverjum þremur sagðist hafa velþóknun á Trump sem manneskju. Fæstir töldu forsetann skilja vandamál fólks eins og þeirra eða vera „hreinskilna og trúverðuga“ manneskju. Skoðanir um hvort forsetinn væri „sterkur leiðtogi“ voru skiptari.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19 Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00 Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Howard Schultz segir báða stóru flokkana í Bandaríkjunum stunda hefndarstjórnmál og skoðar óháð framboð til forseta. 28. janúar 2019 10:19
Trump tilbúinn til að loka alríkisstofnunum á nýjan leik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er tilbúinn til að loka þriðjungi alríkisstofnanna Bandaríkjanna á nýjan leik í febrúar, náist ekki samningur sem honum þykir ásættanlegur um byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 27. janúar 2019 23:00
Trump-liðar reiðir út í forsetann: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gunga Margir af bandamönnum og helstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósáttir við að forsetinn hafi gefið eftir í deilunni um vegginn og bundið endi á lengstu lokun alríkisstofnanna í sögu Bandaríkjanna, án þess að fá fjármagn til að hefja byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 26. janúar 2019 22:00