Óttast að forsetaframboð Starbucks-forstjóra tryggi Trump endurkjör Kjartan Kjartansson skrifar 28. janúar 2019 10:19 Schultz er 65 ára gamall og hefur fram að þessu verið demókrati. Hann segist nú skoða að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Vísir/EPA Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks, segist íhuga alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna sem óháður frambjóðandi á næsta ári. Demókratar eru sagðir óánægðri með Schultz þar sem framboð hans gæti tryggt Donald Trump forseta endurkjör. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Sagðist hann myndu bjóða sig fram óháð flokkum og sækja inn á miðjuna. „Flokkarnir okkar tveir eru sundraðri en nokkru sinni fyrr. Ræðum hvernig við getum sameinast og skapað tækifæri fyrir fleira fólk,“ tísti Schultz sem hætti hjá Starbucks um mitt síðasta ár.I love our country, and I am seriously considering running for president as a centrist independent. — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019This moment is like no other. Our two parties are more divided than ever. Let’s discuss how we can come together to create opportunities for more people. #ReimagineUShttps://t.co/9UY46OTO0I — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019 Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur fullyrti Schultz að hvorugur stóru flokkanna gerði það sem til þyrfti fyrir bandarísku þjóðina heldur stunduðu þeir „hefndarstjórnmál“ á hverjum degi. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Julián Castro, einn frambjóðenda í forvali demókrata, fullyrti í viðtali við CNN-fréttastöðina í gær að framboð Schultz væri „besta von“ Trump um að ná endurkjöri.Schultz, sem hefur verið demókrati fram að þessu, gaf lítið fyrir þær áhyggjur í viðtalinu við 60 mínútur. Sagði hann öfga fara vaxandi í báðum flokkum. „Ég vil sjá bandarísku þjóðina vinna. Ég vil sjá Bandaríkin vinna. Mér er sama hvort þú ert demókrati, óháður, frjálshyggjumaður, repúblikani. Færðu mér hugmyndir þínar og ég verð óháður einstaklingur sem tek þessum hugmyndum fagnandi vegna þess að ég er á engan hátt í slagtogi við stjórnmálaflokk,“ sagði Schultz.Ekki gefið mál að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump. Þannig bendir Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, á að eitt helsta kosningamál Schultz sé ráðdeild í ríkisrekstri og að draga úr halla ríkissjóðs. Það hefur verið hefðbundið stefnumál bandarískra repúblikana undanfarin ár. „Til dæmis, ef Schultz keyrir á þessum skilaboðum er þá ekki aðalkaupandinn fjármálalega íhaldssamur kjósandi sem er líkar persónulega illa við Trump en hefur áhyggjur af því að demókratar séu alltof langt til vinstri? Trump þarf líklega á þessum kjósendum að halda til að vinna. Nú geta þeir kosið Schultz,“ tísti Silver í gær. Bendir hann ennfremur á sögu óháðra framboða. Þannig hafi Ralph Nader vissulega tekið atkvæði af demókratanum Al Gore í kosningunum árið 2000 enda hafi hann boðið sig fram til vinstri við Gore. Miðjusæknari óháðir frambjóðendur hafi hins vegar tekið atkvæði tiltölulega jafnt af flokkunum tveimur.For instance, if Schultz runs on this message, isn't the core buyer a fiscally conservative voter who personally dislikes Trump but worries that the Democrat is way too far to the left? Trump probably needs those voters to win. Now they can vote Schultz. https://t.co/O6eoXQmGhC pic.twitter.com/dFDuCjSYAq— Nate Silver (@NateSilver538) January 26, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Howard Schultz, fyrrverandi forstjóri kaffihúsakeðjunnar Starbucks, segist íhuga alvarlega að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna sem óháður frambjóðandi á næsta ári. Demókratar eru sagðir óánægðri með Schultz þar sem framboð hans gæti tryggt Donald Trump forseta endurkjör. Schultz , sem hætti hjá Starbucks um mitt ár í fyrra, tilkynnti um þetta í tísti í gær. Sagðist hann myndu bjóða sig fram óháð flokkum og sækja inn á miðjuna. „Flokkarnir okkar tveir eru sundraðri en nokkru sinni fyrr. Ræðum hvernig við getum sameinast og skapað tækifæri fyrir fleira fólk,“ tísti Schultz sem hætti hjá Starbucks um mitt síðasta ár.I love our country, and I am seriously considering running for president as a centrist independent. — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019This moment is like no other. Our two parties are more divided than ever. Let’s discuss how we can come together to create opportunities for more people. #ReimagineUShttps://t.co/9UY46OTO0I — Howard Schultz (@HowardSchultz) January 28, 2019 Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur fullyrti Schultz að hvorugur stóru flokkanna gerði það sem til þyrfti fyrir bandarísku þjóðina heldur stunduðu þeir „hefndarstjórnmál“ á hverjum degi. Mögulegt framboð Schultz hefur vakið litla hrifningu hjá demókrötum sem óttast að hann gæti tekið atkvæði af frambjóðanda þeirra á næsta ári. Það gæti verið nóg til þess að Trump forseti nái endurkjöri þrátt fyrir verulegar óvinsældir. Julián Castro, einn frambjóðenda í forvali demókrata, fullyrti í viðtali við CNN-fréttastöðina í gær að framboð Schultz væri „besta von“ Trump um að ná endurkjöri.Schultz, sem hefur verið demókrati fram að þessu, gaf lítið fyrir þær áhyggjur í viðtalinu við 60 mínútur. Sagði hann öfga fara vaxandi í báðum flokkum. „Ég vil sjá bandarísku þjóðina vinna. Ég vil sjá Bandaríkin vinna. Mér er sama hvort þú ert demókrati, óháður, frjálshyggjumaður, repúblikani. Færðu mér hugmyndir þínar og ég verð óháður einstaklingur sem tek þessum hugmyndum fagnandi vegna þess að ég er á engan hátt í slagtogi við stjórnmálaflokk,“ sagði Schultz.Ekki gefið mál að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump Ekki eru þó allir sannfærðir um að öruggt sé að Schultz tæki frekar atkvæði af demókrötum en Trump. Þannig bendir Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, á að eitt helsta kosningamál Schultz sé ráðdeild í ríkisrekstri og að draga úr halla ríkissjóðs. Það hefur verið hefðbundið stefnumál bandarískra repúblikana undanfarin ár. „Til dæmis, ef Schultz keyrir á þessum skilaboðum er þá ekki aðalkaupandinn fjármálalega íhaldssamur kjósandi sem er líkar persónulega illa við Trump en hefur áhyggjur af því að demókratar séu alltof langt til vinstri? Trump þarf líklega á þessum kjósendum að halda til að vinna. Nú geta þeir kosið Schultz,“ tísti Silver í gær. Bendir hann ennfremur á sögu óháðra framboða. Þannig hafi Ralph Nader vissulega tekið atkvæði af demókratanum Al Gore í kosningunum árið 2000 enda hafi hann boðið sig fram til vinstri við Gore. Miðjusæknari óháðir frambjóðendur hafi hins vegar tekið atkvæði tiltölulega jafnt af flokkunum tveimur.For instance, if Schultz runs on this message, isn't the core buyer a fiscally conservative voter who personally dislikes Trump but worries that the Democrat is way too far to the left? Trump probably needs those voters to win. Now they can vote Schultz. https://t.co/O6eoXQmGhC pic.twitter.com/dFDuCjSYAq— Nate Silver (@NateSilver538) January 26, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira